Aðalfundurinn 2020
Aðalfundur Prentsöguseturs 2020 verður haldinn fimmtudaginn 4. júní nk. að Stórhöfða 31 og hefst kl. 16:30. Fundarsalurinn er á þriðju hæð og gengið inn í húsið Stórhöfðamegin. Þegar liggja fyrir tillögur að lagabreytingum og er félagsmönnum bent á að hafi þeir hug á að leggja til breytingar á lögunum á aðalfundinum þurfa tillögur þar að lútandi að hafa borist stjórn félagsins minnst viku fyrir fundinn. Í þessu tilfelli í síðasta lagi 28. maí.