Frá aðalfundi Prentsöguseturs 2022

Aðalfundur Prentsöguseturs var haldinn miðvikudaginn 23. mars sl. í Húsi félaganna, að Stórhöfða 31. Aðalfundarstörf voru hefðbundin, samkvæmt lögum félagsins. Á fundinum var kjörinn heiðursfélagi Prentsöguseturs, Þóra Elfa Björnsson, setjari. Þóra er einn af frumkvöðlunum í stofnun Prentsöguseturs og sat í stjórn þess fyrstu árin. Hún hefur verið óþreytandi liðsmaður þegar til hennar hefur verið leitað.
Fundarstjóri var Georg Páll Skúlason, formaður Grafíu.
Hér á eftir er að finna skýrslu stjórnar, reikninga félagsins og fundargerð aðalfundar. Einnig nokkrar myndir sem Grímur Kolbeinsson, fráfarandi ritari félagsins, tók á fundinum.