Entries by Haukur Már Haraldsson

,

Aðalfundur Prentsöguseturs 2018

Aðalfundur Prentsöguseturs 2018 verður haldinn laugardaginn 10. mars nk. kl. 13:00. Fundurinn fer fram í matsal á 1. hæð, Stórhöfða 31, Grafarvogsmegin. Dagskrá samkvæmt lögum félagsins: Kosning fundarstjóra og fundarritara Skýrsla stjórnar lögð fram Reikningar lagðir fram til afgreiðslu Lagabreytingar Ákvörðun félagsgjalds Kosning formanns Kosning fjögurra annarra stjórnarmanna og tveggja til vara Kosning tveggja skoðunarmanna […]

Skýrsla stjórnar á aðalfundi 2017

Á aðalfundi Prentsöguseturs 19. mars á síðasta ári var kosin fimm manna stjórn Prentsöguseturs og tveir í varastjórn. Haukur Már Haraldsson var kosinn formaður í sérstakri kosningu, Heimir Jóhannsson varaformaður, Þóra Elfa Björnsson ritari, Svanur Jóhannesson gjaldkeri og…

Aðalfundur 2017

Aðalfundur Prentsöguseturs var haldinn 18. mars sl. í matsal Grafíu að Stórhöfða 31. Á dagskránni voru lögbundin aðalfundarstörf, skýrsla stjórnar, reikningar félagsins, lagabreytingar, kosning stjórnar og tveggja skoðunarmanna reikninga.

Langþráð skref

Þau merkisskref voru stigin þriðjudaginn 24. maí sl. að fyrstu tækin voru flutt í geymsluhúsnæði á Eyrarbakka. Þar með höfðum við loksins tekið formlega við nokkrum þeirra tækja sem Prentsögusetri höfðu verið gefin. Við höfum þurft að telja eigendur gamalla tækja á að hinkra aðeins með að henda þeim…

Aðalfundur 2016

Fyrsti aðalfundur Prentsöguseturs var haldinn laugardaginn 19. mars. Auk venjulegra aðalfundarstarfa ræddi Páll Baldvin Baldvinsson við fundarmenn um kynni sín af bókagerðarmönnum. Hann er sonur Baldvins Halldórsonar leikara og setjara og kynntist því faginu frá barnæsku. Í ljós kom reyndar að hann hafði ekkert nema gott um fagmenn í bókiðngreinum að segja…

Prentsögusetur kynnir sig

Í dag var Dagur prentiðnaðarsins. Það var Iðan fræðslusetur sem hélt þennan dag í húsakynnum sínum. Prentsögusetur greip tækifærið til að kynna sig og markmið sín. M.a. vorum við með lítinn handrokk og prentaðar voru inntökubeiðnir fyrir setrið. Einnig kynntum við í fyrsta sinn „gardínu“ þar sem markmið Prentsöguseturs eru kynnt.