Haukur hóf nám í setningu í Reykjaprenti (prentsmiðju dagbl. Vísis) í júní 1962. Tók sveinspróf 1966. Starfaði síðar í Lithoprenti, Félagsprentsmiðjunni, Prenthúsi Hafsteins, prentsmiðju Tímans og Þjóðviljans, þar sem hann vann einnig við útlitshönnun blaðsins. Gerðist blaðamaður og ljósmyndari á Þjóðviljanum og seinna Alþýðublaðinu. Var ritstjóri Vinnunnar og fjölmiðlafulltrúi Alþýðusambands Íslands í „sólstöðusamningunum“ 1987 til 1983. Stundaði síðan lausamennsku í fjölmiðlun. Ráðinn kennari við bókiðnadeild Iðnskólans í Reykjavík (síðar Tækniskólinn – Skóli atvinnulífsins) 1. sept. 1985.
Hann sat í stjórn Prentnemafélagsins í Reykjavík, Hins íslenska prentarafélags og síðar í stjórn Kennarasambands Íslands og Félags framhaldsskólakennara.