Entries by Haukur Már Haraldsson

Aðalfundi Prentsöguseturs frestað

Ákveðið hefur verið að fresta aðalfundi Prentsöguseturs. Fundurinn hafði verið ákveðinn 28. mars, en eftir að stjórnvöld settu á samkomubann var einsýnt að honum yrði að fresta. Gengið er út frá að fundurinn verði haldinn 25. apríl, en það gæti frestast. Fer eftir þróun krúnuvírusins. Fundurinn verður boðaður með góðum fyrirvara, þegar aðstæður lagast.

,

Gamla prentsmiðjan opnuð almenningi; vísir að Prentsmiðjusetri

Í gær, föstudaginn 21. febrúar var Gamla prentsmiðjan við Laugaveg formlega opnuð sem safn, vísir að starfsemi Prentsöguseturs. Þennan dag, 21. febrúar, voru liðin fimm ár frá stofnun Prentsöguseturs. Allnokkrir gestir voru viðstaddir opnunina og voru undirtektir þeirra undantekningarlaust mjög góðar; gestir fundu jafnvel í loftinu gamalkunnan ilm af prentsvertu og pappír. „Maður fær nostalgíukast,“ […]

Fyrsta skrefið við Laugaveginn

Verið er að ganga þannig frá prentsmiðju Bókamiðstöðvarinnar að Laugavegi 29, að hún geti verið til sýnis fyrir almenning. Fyrsta skref Prentsöguseturs, vísir að öðru meira. Hér eru tveir fyrstu formenn félagsins, Haukur Már Haraldsson og Heimir Br. Jóhannsson við inngang smiðjunnar undir skilti Prentsöguseturs.

,

Samstarf komið á við Skálholtsstað

Fyrir um það bil mánuði skruppu nokkur úr stjórn Prentsöguseturs austur í Skálholt, skoðuðu aðstæður undir leiðsögn Kristjáns Björnssonar vígslubiskups og ræddum við hann um hugsanlega samvinnu Pss og Skálholtsstaðar. Þær samræður voru sérlega jákvæðar og vingjarnlegar. Í ljós kom mikill áhugi sr. Kristjáns á málefninu og í framhaldi af því skrifaði formaður Prentsöguseturs, Heimir […]

Formaður stígur til hliðar

Eins og fram kemur í fundargerð stjórnarfundar Prentsöguseturs frá 9. október hef ég vikið til hliðar sem formaður Prentsöguseturs. Ástæðan er sú, að ég hef tekið að mér ansi tímafrekt verkefni sem gæti þar að auki orðið til þess að ég gæti þurft að dvelja nokkuð erlendis. Um er að ræða bókarskrif, sem ég ætla […]

4. stjórnarfundur Prentsöguseturs 9. október 2018

Mættir: Haukur Már Haraldsson, Heimir Br. Jóhannsson, Baldvin Heimisson, Þórleifur Friðriksson, og Þóra Elfa Björnsson.  Svanur Jóhannesson og Sófus Guðjónsson voru fjarverandi.   Haukur Már óskaði eftir að stíga til hliðar sem formaður félagsins þar sem hann hefði tekið að sér tímafrekt verkefni sem hefði í för með sér dvöl erlendis um tíma. Að auki […]

Fundargerð aðalfundar Prentsöguseturs 10. mars 2018

  Fundurinn var haldinn að Stórhöfða 31. Fjórtán fundarmenn mættir   DAGSKRÁ Kosning fundarstjóra og fundarritara Skýrsla stjórnar lögðfram Reikningar lagðir fram til samþykktar Lagabreytingar Ákvörðun félagsgjalds Kosning formanns Kosning fjögurra annarra stjórnarmanna og tveggja til vara Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga Jens Halldórsson prentmyndasmiður segir frá vinnubrögðum, prentmyndastofum og fleira frá fyrri tíð Önnur mál. […]

Skýrsla formanns um starf Prentsöguseturs árið 2017

Á aðalfundi Prentsöguseturs 18. mars í fyrra var kjörin fimm manna stjórn félagsins og tveir í varastjórn. Sá sem hér stendur, Haukur Már Haraldsson, var kosinn formaður í sérstakri kosningu og þau Heimir Jóhannesson varaformaður, Þóra Elfa Björnsson ritari, Svanur Jóhannesson gjaldkeri og Þórleifur V. Friðriksson meðstjórnandi. Þau Bjargey Gígja Gísladóttir og Baldvin Heimisson voru […]