Aðalfundi Prentsöguseturs frestað

Ákveðið hefur verið að fresta aðalfundi Prentsöguseturs. Fundurinn hafði verið ákveðinn 28. mars, en eftir að stjórnvöld settu á samkomubann var einsýnt að honum yrði að fresta. Gengið er út frá að fundurinn verði haldinn 25. apríl, en það gæti frestast. Fer eftir þróun krúnuvírusins.

Fundurinn verður boðaður með góðum fyrirvara, þegar aðstæður lagast.