Á stjórnarfundi Prentsöguseturs sl. fimmtudag var ákveðið að fresta aðalfundi félagsins enn, nú til laugardagsins 6. júní. Við vonum, eins og áreiðanlega flestir landsmenn, að þá verði ástandið farið að skána það mikið að unnt verði að halda fund. Fundir stjórnar hafa verið haldnir vikulega undanfarið og þá með fjarfundarbúnaði, eins og sést á meðfylgjandi mynd af síðasta stjórnarfundi. Það var Katrín Jónsdóttir, ritari félagsins og tæknisnilli, sem tók þetta skjáskot.