4. stjórnarfundur Prentsöguseturs 9. október 2018

Mættir: Haukur Már Haraldsson, Heimir Br. Jóhannsson, Baldvin Heimisson, Þórleifur Friðriksson, og Þóra Elfa Björnsson.  Svanur Jóhannesson og Sófus Guðjónsson voru fjarverandi.

 

  1. Haukur Már óskaði eftir að stíga til hliðar sem formaður félagsins þar sem hann hefði tekið að sér tímafrekt verkefni sem hefði í för með sér dvöl erlendis um tíma. Að auki þætti honum sem hann hefði ekki sinnt félaginu sem skyldi að undanförnu. Þórleifur sagði afleitt að hann færi úr stjórninni og spurði hvort HMH gæti ekki bara frestað formennsku um sinn? HMH taldi nokkur tormerki á því, skilvirkara væri að aðrir bæru baggann. Nokkur umræða um þetta og þarf að ræða endanlega á öðrum fundi þar sem tvo stjórnarmenn vantaði á þennan stjórnarfund.

 

  1. Heimir sagði búið að flytja dót af efri hæð í prentsmiðju hans og verið væri að losa kjallarann. Þrýsti á að félagið geri leigusamning um húsnæðið vegna sýningarhalds. Nokkur umræða um framkvæmd, t.d. hversu háa leigu félagið þyrfti að greiða, hver mun gæta sýningarinnar, hver greiðir laun og hverjum ? Opnunartími? Aðstaða, skráning muna og saga þeirra? Ekki kom út úr þessu endanleg niðurstaða.

 

  1. Þórleifur sagðist hafa á ferðalagi erlendis fyrir stuttu kynnst sveitarstjórnarmanni í Árborg sem sýndi prentsögusetri áhuga og vildi vita meira, t.d. um stærð sýningarsvæðis, hvort hægt væri að spinna slíkt saman við Bókabæina austanfjalls o.fl. Samþykkt að Þórleifur hafi samband við þennan aðila og athugi flöt á málinu.

 

  1. Eftir nokkra umræðu var borin upp tillaga um að formaður víki í hálft ár og var það samþykkt. Við það munu Sófus eða Baldvin sem eru varamenn færast í aðalstjórn í varaformannssæti.

 

5). Önnur mál. Spjall og umræður um rekstur prentsýningar og fleira slíku tengt.

 

Fleira ekki skráð.

 

Þóra Elfa Björnsson skráði.