Formaður stígur til hliðar

Eins og fram kemur í fundargerð stjórnarfundar Prentsöguseturs frá 9. október hef ég vikið til hliðar sem formaður Prentsöguseturs. Ástæðan er sú, að ég hef tekið að mér ansi tímafrekt verkefni sem gæti þar að auki orðið til þess að ég gæti þurft að dvelja nokkuð erlendis. Um er að ræða bókarskrif, sem ég ætla þó ekki að fara nánar út í hér.

Rétt er að taka fram að hér er ekki um að ræða skilnað minn og Prentsöguseturs. Hreint ekki. Ég hef sagt stjórnarmönnum að til mín megi leita ef lítið liggur við. En ég vil ekki þjást af samviskubiti vegna aðgerðarleysis sem leiðir af öðru verkefni.

Við starfi formanns tekur Heimir Br. Jóhannsson, sem verið hefur varaformaður Prentsöguseturs frá stofnun og Sófus Guðjónsson úr varastjórn félagsins tekur sæti varaformanns.

Stjórninni óska ég allra heilla í starfi sínu.

Haukur Már Haraldsson.