Prentsögusetur
  • Prentsaga Íslendinga
    • Upphaf prentunar á Íslandi
    • Prentsmiðjur í Kaupmannahöfn
    • Prentsmiðjur á Íslandi frá 19. til 21. aldar
  • Fréttir
    • Fréttir
    • Fréttabréf og útgáfa
  • Greinar
    • Ég hafði aldrei áður komið inn í prentsmiðju
    • Fór nokkra hringi til að safna þessu saman
    • Fullveldið og prentiðnin
    • Prentsmiðja Kaþólsku kirkjunnar
  • Myndir & Myndskeið
    • Myndasafn
    • Myndskeið
  • Prentsögusetur
    • Senda inn efni
    • Styrkir
    • Félagsaðild
    • Safnið á Laugavegi
    • Safnið á Eyrarbakka
    • Stjórn Prentsöguseturs
    • Lög Prentsöguseturs
    • Fundargerðir stjórnar
    • Önnur prentminja- og prentsögusetur
  • Valmynd Valmynd
Prentsmiðjusaga 1900–2000

Litmyndir 1953–1997

  • Upphaf prentunar á Íslandi
  • Prentsmiðjur í Kaupmannahöfn
  • Prentsmiðjur á Íslandi frá 19. til 21. aldar
Sverrir Örn Valdimarsson.

Sverrir Örn Valdimarsson.

Friðrik Jóelsson.

Friðrik Jóelsson.

Valdimar Sverrisson.

Valdimar Sverrisson.

Litmyndir

Hafnarfirði 1953–1997


Sverrir Örn Valdimarsson (1923–2004) prentari stofnaði Litmyndir í Hafnarfirði árið 1953 ásamt Friðriki Jóelssyni (1922–2013) prentara. Þeir ráku prentsmiðjuna til ársins 1978, en þá slitu þeir samstarfinu, skiptu upp eignunum og Friðrik stofnaði Prentsmiðju Friðriks Jóelssonar en Sverrir rak Litmyndir áfram til 1997. Í dag rekur Valdimar Sverrisson (1951–) sonur hans fyrirtækið Litmyndir prentmiðlun að Lónsbraut 2 í Hafnarfirði.

  • Share on Facebook
  • Share on Twitter
  • Share on WhatsApp
  • Share on Pinterest

10. nóvember 2015/Höfundur: prentsaga
https://prentsogusetur.is/wp-content/uploads/2016/03/logo-top-normal.png 0 0 prentsaga https://prentsogusetur.is/wp-content/uploads/2016/03/logo-top-normal.png prentsaga2015-11-10 16:39:202023-01-10 12:18:45Litmyndir 1953–1997
Prentsmiðjusaga 1900–2000

Prentsmiðja St. Franciskussystra 1952–2002

  • Upphaf prentunar á Íslandi
  • Prentsmiðjur í Kaupmannahöfn
  • Prentsmiðjur á Íslandi frá 19. til 21. aldar

Prentsmiðja St. Franciskussystra

Stykkishólmi 1952–2002


Prentsmiðja Kaþólsku kirkjunnar í Stykkishólmi var stundum kennd við nunnurnar í Hólminum. Nunnan sem helst stóð fyrir því að koma upp prentsmiðju í Stykkishólmi hét Renée og var frá Belgíu. Hún var af gamalli prentaraætt og þekkti því vel til í faginu og hafði unnið við það í heimahúsum. Vélarnar sem þær notuðu voru meðalstór Heidelbergpressa og Intertype-setningarvél, en auk þess höfðu þær minni prentvél, skurðarhníf, saumavél og fleira.

  • Share on Facebook
  • Share on Twitter
  • Share on WhatsApp
  • Share on Pinterest

10. nóvember 2015/Höfundur: prentsaga
https://prentsogusetur.is/wp-content/uploads/2016/03/logo-top-normal.png 0 0 prentsaga https://prentsogusetur.is/wp-content/uploads/2016/03/logo-top-normal.png prentsaga2015-11-10 16:32:542023-01-11 12:10:04Prentsmiðja St. Franciskussystra 1952–2002
Prentsmiðjusaga 1900–2000

Prentsmiðja Kaþólsku kirkjunnar 1952–2002

  • Upphaf prentunar á Íslandi
  • Prentsmiðjur í Kaupmannahöfn
  • Prentsmiðjur á Íslandi frá 19. til 21. aldar
Jóhannes Gunnarsson.

Jóhannes Gunnarsson.

Prentsmiðja Kaþólsku kirkjunnar

Stykkishólmi 1952–2002


Árið 1952 kom þáverandi biskup Kaþólsku kirkjunnar á Íslandi, Jóhannes Gunnarsson (1897–1972), upp lítilli prentsmiðju við Klaustur St. Franciskussystra í Stykkishólmi. Hún var í húsnæðinu þar sem rafstöðin var áður, útbygging við austurhorn spítalans. Fyrsta prentvélin kom 1. nóvember þetta ár. Þá höfðu nýlega komið frá Belgíu, systir Rósa og systir Renée, sem báðar voru prentlærðar.

Allar vélar og tæki voru í eigu Kaþólska biskupsembættisins, en systurnar lögðu til húsnæðið. Í prentsmiðjunni var prentað allt efni fyrir Kaþólsku kirkjuna og Biskupsembættið, m.a.: Merki krossins, Rómversk-kaþólsk messusöngbók og bók um heilagan Frans frá Assisí. Systurnar prentuðu alls kyns smáverk, bæði fyrir fyrirtæki og einstaklinga. Þá prentuðu þær Frímerkjablaðið og jólafrímerki um tíu ára skeið, samtals um 20 merki. Prentsmiðjan var tekin niður árið 2002 og voru þá vélarnar seldar, m.a. keypti Prentsmiðjan Prentun eina vél en sumt fór á safn.

  • Share on Facebook
  • Share on Twitter
  • Share on WhatsApp
  • Share on Pinterest

10. nóvember 2015/Höfundur: prentsaga
https://prentsogusetur.is/wp-content/uploads/2016/03/logo-top-normal.png 0 0 prentsaga https://prentsogusetur.is/wp-content/uploads/2016/03/logo-top-normal.png prentsaga2015-11-10 16:30:012023-01-11 12:02:57Prentsmiðja Kaþólsku kirkjunnar 1952–2002
Prentsmiðjusaga 1900–2000

Prentsmiðjan Rún 1950–1960

  • Upphaf prentunar á Íslandi
  • Prentsmiðjur í Kaupmannahöfn
  • Prentsmiðjur á Íslandi frá 19. til 21. aldar
Sigurður Gunnarsson.

Sigurður Gunnarsson.

Björn Jónsson.

Björn Jónsson.

Björgvin Ólafsson.

Björgvin Ólafsson.

Prentsmiðjan Rún

Reykjavík 1950–1960


Prentsmiðjan Rún hét áður Prentverk Guðmundar Kristjánssonar og var Guðmundur eigandi hennar. Hann lést hins vegar þegar prentsmiðjan var nýstofnuð eða 26. desember 1946. Ásgeir Guðmundsson (1893–1975) prentari tók þá við stjórn hennar um hríð og var prentsmiðjan rekin áfram undir nafni Guðmundar. Nafni prentsmiðjunnar var síðan breytt árið 1950 í Prentsmiðjan Rún. Forstöðumenn hennar voru m.a. þessir prentarar: Sigurður Gunnarsson (1923–1980) til 1952. Björn Jónsson (1895–1967) tók þá við í nokkur ár en 1959–1960 var Björgvin Ólafsson (1916–2006) forstöðumaður í Rún. Þá var prentsmiðjan seld Arnbirni Kristinssyni (1925–2017) prentara í Setbergi.

  • Share on Facebook
  • Share on Twitter
  • Share on WhatsApp
  • Share on Pinterest

10. nóvember 2015/Höfundur: prentsaga
https://prentsogusetur.is/wp-content/uploads/2016/03/logo-top-normal.png 0 0 prentsaga https://prentsogusetur.is/wp-content/uploads/2016/03/logo-top-normal.png prentsaga2015-11-10 16:26:082023-01-11 13:16:06Prentsmiðjan Rún 1950–1960
Prentsmiðjusaga 1900–2000

Prentfell 1947–1965

  • Upphaf prentunar á Íslandi
  • Prentsmiðjur í Kaupmannahöfn
  • Prentsmiðjur á Íslandi frá 19. til 21. aldar
Vilhjálmur Svan.

Vilhjálmur Svan.

Prentfell

Reykjavík 1947-1965


Prentsmiðjan Prentfell var stofnuð upp úr eignaskiptum í Hrappseyjarprenti árið 1947 en þar var Vilhjálmur Svan Jóhannsson (1907–1990) forstjóri.
Annar hlutinn hét Snorraprent og var sú prentsmiðja rekin til 1949, en hlutur Vilhjálms Svans hét Prentfell og rak hann þá prentsmiðju til 1965 að hún var seld til Prentsmiðju Jóns Helgasonar. Allar þessar prentsmiðjur prentuðu eitthvað af bókum Íslendingasagnaútgáfunnar en þar var Vilhjálmur Svan hluthafi.
Prentfell var til húsa á heimili Vilhjálms á Hörpugötu 13–14 í Skerjafirði í Reykjavík.

  • Share on Facebook
  • Share on Twitter
  • Share on WhatsApp
  • Share on Pinterest

10. nóvember 2015/Höfundur: prentsaga
https://prentsogusetur.is/wp-content/uploads/2016/03/logo-top-normal.png 0 0 prentsaga https://prentsogusetur.is/wp-content/uploads/2016/03/logo-top-normal.png prentsaga2015-11-10 16:15:002023-01-10 13:27:04Prentfell 1947–1965
Prentsmiðjusaga 1900–2000

Ingólfsprent 1946–

  • Upphaf prentunar á Íslandi
  • Prentsmiðjur í Kaupmannahöfn
  • Prentsmiðjur á Íslandi frá 19. til 21. aldar
Ólafur Stefánsson.

Ólafur Stefánsson.

Magnús Stefánsson.

Magnús Stefánsson.

Ingólfur Ólafsson.

Ingólfur Ólafsson.

Steingrímur Leifsson.

Steingrímur Leifsson.

Jón Áskels Óskarsson.

Jón Áskels Óskarsson.

Jóhann Larsen.

Jóhann Larsen.

Ingólfsprent

Reykjavík 1946–


Ingólfsprent var stofnað 1946 af bræðrunum og prenturunum Magnúsi Stefánssyni (1906–1975) og Ólafi Stefánssyni (1902–1990) og ráku þeir prentsmiðjuna til 1968 að Ingólfur Ólafsson (1924–1974) prentari keypti hana og rak til dánardægurs 1974. Tengdasonur hans, Steingrímur Leifsson (1943–2015) hélt síðan starfseminni áfram í nokkur ár, en þá keyptu þeir prentararnir Jón Áskels Óskarsson (1944–) og Jóhann Larsen (1945–) prentsmiðjuna og ráku hana undir nafni Ingólfsprents til 1995. Starfsemin var þá aukin og Hagprent keypt og fyrirtækið rekið í nokkurn tíma undir nafninu Hagprent-Ingólfsprent. Því var svo skipt upp á milli þeirra félaga og nú er Ingólfsprent rekið sem smáprentsmiðja á nafni Jóns Áskels Óskarssonar. Eftir að ríkið hætti prentsmiðjurekstri bauð Ríkiskaup út alla prentun fyrir opinberar stofnanir. Árið 1996 gerðu þeir t.d. samninga við fimm prentsmiðjur og var Hagprent-Ingólfsprent ein af þeim. Í framhaldi af því prentuðu þeir ýmis rit og bækur fyrir Námsgagnastofnun.

  • Share on Facebook
  • Share on Twitter
  • Share on WhatsApp
  • Share on Pinterest

10. nóvember 2015/Höfundur: prentsaga
https://prentsogusetur.is/wp-content/uploads/2016/03/logo-top-normal.png 0 0 prentsaga https://prentsogusetur.is/wp-content/uploads/2016/03/logo-top-normal.png prentsaga2015-11-10 16:10:162023-01-10 11:53:49Ingólfsprent 1946–
Prentsmiðjusaga 1900–2000

Snorraprent 1947–1949

  • Upphaf prentunar á Íslandi
  • Prentsmiðjur í Kaupmannahöfn
  • Prentsmiðjur á Íslandi frá 19. til 21. aldar
Guðmundur Jóhannsson.

Guðmundur Jóhannsson.

Snorraprent

Reykjavík 1947–1949


Hrappseyjarprentsmiðja var stofnuð 1945 í Reykjavík eftir að Vilhjálmur Svan kom með vélar sínar aftur frá Akranesi. Prentsmiðjunni var síðan skipt í tvennt árið 1947. Hét önnur prentsmiðjan Snorraprent og voru stofnendurnir þeir Gunnar Steindórsson (1918–1966) og Grímur Gíslason (1913–1979) hjá Íslendingasagnaútgáfunni og Guðmundur Á. Jóhannsson prentari.
Grímur var framkvæmdastjóri þeirrar prentsmiðju. Hin prentsmiðjan var skírð Prentfell og fékk Vilhjálmur Svan hana í sinn hlut og rak til ársins 1965, að hann seldi hana til Prentsmiðju Jóns Helgasonar.

Vilhjálmur Svan var einnig hluthafi í Íslendingasagnaútgáfunni sem stofnuð var á þessum árum og prentsmiðjur sem hann rak prentuðu eitthvað af verkum hennar.

Þegar Snorraprent hætti fóru sumar vélar prentsmiðjunnar til Vestmannaeyja en aðrar í Prentverk Guðmundar Kristjánssonar. Í Snorraprenti voru líka prentaðir Annálar og nafnaskrá en þeir voru 7. bindið í bókaflokknum Byskupa Sögur I–III og Sturlunga Saga I–III og komu þær allar út 1948, en voru endurprentaðar margoft síðar. Þetta var framhald á 12 binda útgáfu þeirra félaga á Íslendingasögunum I–XII og Nafnaskrá XIII. Þá var prentað í Snorraprenti Ævintýrið um svikaprinsinn, austurlenzk saga og teikningar eftir Halldór Pétursson í þýðingu Sesselju Guðmundsdóttur.

  • Share on Facebook
  • Share on Twitter
  • Share on WhatsApp
  • Share on Pinterest

10. nóvember 2015/Höfundur: prentsaga
https://prentsogusetur.is/wp-content/uploads/2016/03/logo-top-normal.png 0 0 prentsaga https://prentsogusetur.is/wp-content/uploads/2016/03/logo-top-normal.png prentsaga2015-11-10 15:58:332023-01-12 12:25:57Snorraprent 1947–1949
Prentsmiðjusaga 1900–2000

Prentsmiðja Hafnarfjarðar 1946–2007

  • Upphaf prentunar á Íslandi
  • Prentsmiðjur í Kaupmannahöfn
  • Prentsmiðjur á Íslandi frá 19. til 21. aldar
Guðmundur R. Jósefsson.

Guðmundur R. Jósefsson.

Prentsmiðja Hafnarfjarðar

Hafnarfirði 1946–2007


Guðmundur Ragnar Jósefsson (1921–1962) prentari stofnaði nýja prentsmiðju í Hafnarfirði, ásamt bókbandi, í nóvember árið 1946. Prentsmiðjan var til húsa í Suðurgötu 18 í Hafnarfirði og var Guðmundur framkvæmdastjóri til dánardægurs 1962. Eftirlifandi kona hans, Steinunn Guðmundsdóttir (1919–2005), tók þá við rekstri fyrirtækisins og seinna dætur þeirra, Ingibjörg Guðmundsdóttir (1946–) bókbindari og Guðrún Guðmundsdóttir (1948–) bókagerðarmaður.
Prentsmiðja Hafnarfjarðar var síðan seld til Prentmets árið 2007.

  • Share on Facebook
  • Share on Twitter
  • Share on WhatsApp
  • Share on Pinterest

10. nóvember 2015/Höfundur: prentsaga
https://prentsogusetur.is/wp-content/uploads/2016/03/logo-top-normal.png 0 0 prentsaga https://prentsogusetur.is/wp-content/uploads/2016/03/logo-top-normal.png prentsaga2015-11-10 15:54:192023-01-11 11:57:06Prentsmiðja Hafnarfjarðar 1946–2007
Prentsmiðjusaga 1900–2000

Prentverk Akraness 1946–2000

  • Upphaf prentunar á Íslandi
  • Prentsmiðjur í Kaupmannahöfn
  • Prentsmiðjur á Íslandi frá 19. til 21. aldar
Ólafur B. Björnsson.

Ólafur B. Björnsson.

Einar Einarsson.

Einar Einarsson.

Bragi Þórðarson.

Bragi Þórðarson.

Prentverk Akraness

Akranesi 1946–2000


Árið 1946 endurreisti Ólafur B. Björnsson (1895–1959) prentsmiðjuna á Akranesi og festi kaup á húsinu Heiðarbraut 20 fyrir starfsemina. Einar Einarsson (1919–2003) prentari var ráðinn prentsmiðjustjóri til 1964, en þá tók Bragi Þórðarson (1933–) prentari við, en hann var einn af eigendum prentsmiðjunnar.

Flutt var í nýtt húsnæði að Heiðargerði 22 um 1970. Bragi var prentsmiðjustjóri til ársins 1982. Hann var einnig eigandi Hörpuútgáfunnar og rak hana frá árinu 1960 til 2007. Prentverk Akraness var selt Prentmet árið 2000 og var nafni prentsmiðjunnar breytt í Prentmet Vesturlands árið 2006 en prentsmiðjustjóri nú er Þórður Elíasson (1951–) prentsmiður.

  • Share on Facebook
  • Share on Twitter
  • Share on WhatsApp
  • Share on Pinterest

10. nóvember 2015/Höfundur: prentsaga
https://prentsogusetur.is/wp-content/uploads/2016/03/logo-top-normal.png 0 0 prentsaga https://prentsogusetur.is/wp-content/uploads/2016/03/logo-top-normal.png prentsaga2015-11-10 15:49:542023-01-12 12:04:03Prentverk Akraness 1946–2000
Prentsmiðjusaga 1900–2000

Prentsmiðjan Leiftur 1946–1978

  • Upphaf prentunar á Íslandi
  • Prentsmiðjur í Kaupmannahöfn
  • Prentsmiðjur á Íslandi frá 19. til 21. aldar
Ólafur B. Erlingsson.

Ólafur B. Erlingsson.

Gunnar Einarsson.

Gunnar Einarsson.

Prentsmiðjan Leiftur

Reykjavík 1946–1978


Ólafur Bergmann Erlingsson (1898–1973) prentari stofnaði Prentsmiðjuna Leiftur snemma árs 1946, en hann rak prentmyndagerð með sama nafni frá 1937. Ólafur var mikilvirkur bókaútgefandi og gaf m.a. út margar af bókum Kristmanns Guðmundssonar og Ólafs Jóhanns Sigurðssonar. Gunnar Einarsson (1893–1975) prentari keypti Prentsmiðjuna Leiftur af Ólafi 1955 og rak hana til dánardægurs.

Gunnar var landskunnur maður og var fyrst kenndur við Ísafold, en þar var hann lengi prentsmiðjustjóri. Eftir að hann varð eigandi og prentsmiðjustjóri í Leiftri var hann kenndur við þá smiðju. Hann var formaður Bóksalafélags Íslands í aldarfjórðung.

Leiftur var víða í Reykjavík, fyrst í Hafnarstræti, sem prentmyndagerð, svo í Tryggvagötu, á Hverfisgötu 46 og Laugavegi 29, en flutti þá í Þingholtsstræti 27 á 1. hæð í hús Prentsmiðjunnar Hóla. Þá var Leiftur orðin prentsmiðja og var síðan flutt í Höfðatún 12 eftir að Gunnar Einarsson eignaðist Leiftur 1955.

  • Share on Facebook
  • Share on Twitter
  • Share on WhatsApp
  • Share on Pinterest

10. nóvember 2015/Höfundur: prentsaga
https://prentsogusetur.is/wp-content/uploads/2016/03/logo-top-normal.png 0 0 prentsaga https://prentsogusetur.is/wp-content/uploads/2016/03/logo-top-normal.png prentsaga2015-11-10 15:41:082023-01-11 12:46:13Prentsmiðjan Leiftur 1946–1978
Síða 6 af 14«‹45678›»
  • Gerast félagi
  • Gerast styrktaraðili
  • Stjórn Prentsöguseturs
  • Lög Prentsöguseturs
  • Hafa samband
prentsogusetur@prentsogusetur.is | Allur réttur áskilinn © Prentsögusetur 2016 – 2025
  • Mail
  • Facebook
Scroll to top