Sveinbjörn Hjálmarsson, gjarnan kenndur við Umslag hf., afhenti Prentsögusetri í dag veggspjald frá heimsókn leturhönnuðarins Adrians Frutiger árið 1987. Frutiger er einn þekktasti leturhönnuður samtímans. Hann teiknaði fjölmörg letur af ýmsum gerðum, en meðal þeirra frægustu eru steinskriftarletrin Univers og Frutiger.
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherrra, heimsótti Prentsögusetur – Gömlu prentsmiðjuna í dag. Móðir Lilju, Guðný Kristjánsdóttir, var einnig með í för en hún er prentsmiður. Að auki voru með í för Gísli Hauksson og Rúnar Leifsson. Við þökkum þeim öllum fyrir ánægjulega heimsókn og þann áhuga sem þau sýna okkur.
Svanur Jóhannesson er sonur Jóhannesar úr Kötlum. Hann er rúmlega níræður og gaf nú á dögunum út Prentsmiðjubókina þar sem hann fjallar um prentsögu Íslands í máli og myndum.
Prentvél fyrir samhangandi pappírsflæði, árgerð 1958. Kemur frá prentsmiðjunni Odda. Gefandi: Þorgeir Baldursson. Þarna er verið að koma henni fyrir í langtímageymslu.
Aðalfundur Prentsöguseturs var haldinn 4. júní sl., eftir ítrekaðar frestanir vegna covid-19 vírussins. Fundurinn var haldinn í Húsi félaganna við Stórhöfða. Á fundinum var gerð grein fyrir starfi síðasta árs, sem var talsvert mikið, þótt óneitanlega yrði að hægja á ýmsu vegna aðstæðna.