Verið er að ganga þannig frá prentsmiðju Bókamiðstöðvarinnar að Laugavegi 29, að hún geti verið til sýnis fyrir almenning. Fyrsta skref Prentsöguseturs, vísir að öðru meira. Hér eru tveir fyrstu formenn félagsins, Haukur Már Haraldsson og Heimir Br. Jóhannsson við inngang smiðjunnar undir skilti Prentsöguseturs.
Fyrir um það bil mánuði skruppu nokkur úr stjórn Prentsöguseturs austur í Skálholt, skoðuðu aðstæður undir leiðsögn Kristjáns Björnssonar vígslubiskups og ræddum við hann um hugsanlega samvinnu Pss og Skálholtsstaðar. Þær samræður voru sérlega jákvæðar og vingjarnlegar. Í ljós kom mikill áhugi sr. Kristjáns á málefninu og í framhaldi af því skrifaði formaður Prentsöguseturs, Heimir […]
Aðalfundur Prentsöguseturs var haldinn síðastliðinn laugardag. Formaður sagði frá framkvæmdum um fyrirhugaða sýningu á Laugavegi 29 og las upp yfirlit yfr helstu vélar og tæki sem þar eru og er verið að koma fyrir. Ennfremur hafa safninu borist margar góðar gjafir.
Aðalfundur Prentsöguseturs 2019 verður haldinn laugardaginn 4. maí nk. kl. 13.00. Fundurinn fer fram í matsal á 1. hæð, Stórhöfða 31, Grafarvogsmegin. Dagskrá samkvæmt félagslögum: 1. Kosning fundarstjóra og fundarritara 2. Skýrsla stjórnar lögð fram 3. Reikningar lagðir fram til afgreiðslu 4. Lagabreytingar 5. Ákvörðun félagsgjalds 6. Kosning formanns 7. Kosning fjögurra annarra stjórnarmanna og […]
Eins og fram kemur í fundargerð stjórnarfundar Prentsöguseturs frá 9. október hef ég vikið til hliðar sem formaður Prentsöguseturs. Ástæðan er sú, að ég hef tekið að mér ansi tímafrekt verkefni sem gæti þar að auki orðið til þess að ég gæti þurft að dvelja nokkuð erlendis. Um er að ræða bókarskrif, sem ég ætla […]