Aðalfundur Prentsöguseturs var haldinn miðvikudaginn 23. mars sl. í Húsi félaganna, að Stórhöfða 31. Aðalfundarstörf voru hefðbundin, samkvæmt lögum félagsins. Á fundinum var kjörinn heiðursfélagi Prentsöguseturs, Þóra Elfa Björnsson, setjari.
Boðað er til aðalfundar Prentsöguseturs miðvikudaginn 23. mars kl. 16.00 að Stórhöfða 31, 110 Reykjavík.
10. júní sl. var Prentsögusetri veittur einnar milljón króna styrkur úr menningarsjóði sem tengdur er nafni Jóhannesar Nordals, fyrrverandi seðlabankastjóra. Markmið sjóðsins er að styðja viðleitni einstaklinga og hópa sem miðar að því að varðveita menningarverðmæti sem núverandi kynslóð hefur fengið í arf. Alls bárust 29 umsóknir í ár og hlutu þrjú verkefni styrk úr sjóðnum.
Aðalfundur Prentsöguseturs var haldinn fimmtudaginn 6. maí sl. Hér á eftir er að finna skýrslu formanns, reikninga félagsins og fundargerð aðalfundar. Einnig nokkrar myndir sem Grímur Kolbeinsson tók á fundinum.