10. júní sl. var Prentsögusetri veittur einnar milljón króna styrkur úr menningarsjóði sem tengdur er nafni Jóhannesar Nordals, fyrrverandi seðlabankastjóra. Markmið sjóðsins er að styðja viðleitni einstaklinga og hópa sem miðar að því að varðveita menningarverðmæti sem núverandi kynslóð hefur fengið í arf. Alls bárust 29 umsóknir í ár og hlutu þrjú verkefni styrk úr sjóðnum.
Aðalfundur Prentsöguseturs var haldinn fimmtudaginn 6. maí sl. Hér á eftir er að finna skýrslu formanns, reikninga félagsins og fundargerð aðalfundar. Einnig nokkrar myndir sem Grímur Kolbeinsson tók á fundinum.
Mennta- og menningarráðherra, Lilja D. Alfreðsdóttir tilkynnti Prentsögusetri með pósti dags. 22. desember sl. að ráðuneytið hefði ákveðið að veita félaginu myndarlegan styrk til að ganga frá húsnæði þess í Gestastofu Skálholts. Þessi styrkur gerir það að verkum að nú er hægt að hefjast handa við framkvæmdir á staðnum. Til þess að undirbúa þær framkvæmdir […]
Á aðalfundi Prentsöguseturs 4. júní sl. voru tveir af helstu frumherjum félagsins kjörnir heiðursfélagar þess; Heimir Brynjúlfur Jóhannsson prentari og prentsmiðjustjóri og Svanur Jóhannesson bókbindari. Það var svo fyrst þann 29. ágúst sl. að þeir fengu heiðursskjölin afhent í skemmtilegri veislu í Miðdal, Laugardal.