Prentsögusetur
  • Prentsaga Íslendinga
    • Upphaf prentunar á Íslandi
    • Prentsmiðjur í Kaupmannahöfn
    • Prentsmiðjur á Íslandi frá 19. til 21. aldar
  • Fréttir
    • Fréttir
    • Fréttabréf og útgáfa
  • Greinar
    • Ég hafði aldrei áður komið inn í prentsmiðju
    • Fór nokkra hringi til að safna þessu saman
    • Fullveldið og prentiðnin
    • Prentsmiðja Kaþólsku kirkjunnar
  • Myndir & Myndskeið
    • Myndasafn
    • Myndskeið
  • Prentsögusetur
    • Senda inn efni
    • Styrkir
    • Félagsaðild
    • Safnið á Laugavegi
    • Safnið á Eyrarbakka
    • Stjórn Prentsöguseturs
    • Lög Prentsöguseturs
    • Fundargerðir stjórnar
    • Önnur prentminja- og prentsögusetur
  • Valmynd Valmynd
Prentsmiðjusaga 1800–1900

Prentsmiðja Þjóðólfs 1899-1906

  • Upphaf prentunar á Íslandi
  • Prentsmiðjur í Kaupmannahöfn
  • Prentsmiðjur á Íslandi frá 19. til 21. aldar
Hannes Þorsteinsson.

Hannes Þorsteinsson.

Prentsmiðja Þjóðólfs

Reykjavík 1899-1906


Hannes Þorsteinsson (1860-1935) þjóðskjalavörður og ritstjóri Þjóðólfs keypti Glasgow-Prentsmiðjuna af Einari Benediktssyni skáldi í ágúst 1899. Var hún frá þeim tíma nefnd Prentsmiðja Þjóðólfs uns hún var lögð niður og sameinuð Prentsmiðjunni Gutenberg árið 1906.

  • Share on Facebook
  • Share on Twitter
  • Share on WhatsApp
  • Share on Pinterest


Tilvísanir


26. október 2015/Höfundur: prentsaga
https://prentsogusetur.is/wp-content/uploads/2016/03/logo-top-normal.png 0 0 prentsaga https://prentsogusetur.is/wp-content/uploads/2016/03/logo-top-normal.png prentsaga2015-10-26 15:22:192019-03-18 20:18:57Prentsmiðja Þjóðólfs 1899-1906
Prentsmiðjusaga 1800–1900

Glasgow-Prentsmiðjan 1899-1900

  • Upphaf prentunar á Íslandi
  • Prentsmiðjur í Kaupmannahöfn
  • Prentsmiðjur á Íslandi frá 19. til 21. aldar

Glasgow-Prentsmiðjan

Reykjavík 1899-1900


Glasgow-Prentsmiðjan var upphaflega Prentsmiðja Dagskrár sem Einar Benediktsson átti og var síðar nefnd eftir húsinu „Glasgow“ neðst við Vesturgötu. Hannes Þorsteinsson ritstjóri Þjóðólfs keypti prentsmiðju Einars 1899 og nefndist hún þá Prentsmiðja Þjóðólfs.

  • Share on Facebook
  • Share on Twitter
  • Share on WhatsApp
  • Share on Pinterest


Tilvísanir


26. október 2015/Höfundur: prentsaga
https://prentsogusetur.is/wp-content/uploads/2016/03/logo-top-normal.png 0 0 prentsaga https://prentsogusetur.is/wp-content/uploads/2016/03/logo-top-normal.png prentsaga2015-10-26 15:18:342019-03-18 20:18:55Glasgow-Prentsmiðjan 1899-1900
Prentsmiðjusaga 1800–1900

Aldar-prentsmiðja 1899-1901

  • Upphaf prentunar á Íslandi
  • Prentsmiðjur í Kaupmannahöfn
  • Prentsmiðjur á Íslandi frá 19. til 21. aldar
Davíð Östlund.

Davíð Östlund.

Aldar-prentsmiðja (Davíð Östlund)

Reykjavík 1899-1901


Davíð Östlund (1870-1931) var sænskur prentari og bókaútgefandi sem kom til Íslands 1897. Tveimur árum seinna keypti hann Aldar-prentsmiðjuna af Jóni Ólafssyni ritstjóra, en seldi hana svo aftur 1901. Sama ár fluttist hann til Seyðisfjarðar og keypti Prentsmiðju Bjarka og rak hana þar til ársins 1904.

  • Share on Facebook
  • Share on Twitter
  • Share on WhatsApp
  • Share on Pinterest


Tilvísanir


26. október 2015/Höfundur: prentsaga
https://prentsogusetur.is/wp-content/uploads/2016/03/logo-top-normal.png 0 0 prentsaga https://prentsogusetur.is/wp-content/uploads/2016/03/logo-top-normal.png prentsaga2015-10-26 15:14:562019-03-18 20:18:55Aldar-prentsmiðja 1899-1901
Prentsmiðjusaga 1800–1900

Aldar-prentsmiðja 1897–1899

  • Upphaf prentunar á Íslandi
  • Prentsmiðjur í Kaupmannahöfn
  • Prentsmiðjur á Íslandi frá 19. til 21. aldar
Jón Ólafsson.

Jón Ólafsson.

Aldar-prentsmiðja (Jón Ólafsson)

Reykjavík 1897-1899


Aldar-Prentsmiðja var stofnuð af Jóni Ólafssyni ritstjóra (1850-1916), en hann var athafnamesti útgefandi blaða og tímarita á síðari hluta 19. aldar og við upphaf hinnar tuttugustu. Prentsmiðjan var nefnd eftir blaðinu Nýja öldin sem kom út árið 1897.
Aldar-prentsmiðja gekk síðan kaupum og sölum næstu árin og fékk ýmis nöfn meðal nýrra eigenda.

  • Share on Facebook
  • Share on Twitter
  • Share on WhatsApp
  • Share on Pinterest

26. október 2015/Höfundur: prentsaga
https://prentsogusetur.is/wp-content/uploads/2016/03/logo-top-normal.png 0 0 prentsaga https://prentsogusetur.is/wp-content/uploads/2016/03/logo-top-normal.png prentsaga2015-10-26 15:11:132023-01-10 11:24:34Aldar-prentsmiðja 1897–1899
Prentsmiðjusaga 1800–1900

Prentsmiðja Dagskrár 1896-1899

  • Upphaf prentunar á Íslandi
  • Prentsmiðjur í Kaupmannahöfn
  • Prentsmiðjur á Íslandi frá 19. til 21. aldar
Einar Benediktsson.

Einar Benediktsson.

Prentsmiðja Dagskrár

Reykjavík 1896-1899


Einar Benediktsson (1864-1940) skáld keypti þessa prentsmiðju til landsins árið 1896 og var hún nefnd eftir nýju blaði sem hann hleypti af stokkunum og hét Dagskrá.
Hún var sett niður í pakkhúsi við húsið „Glasgow“, sem Einar átti, en það stóð neðst við Vesturgötuna. Prentsmiðjan var seinna nefnd Glasgow-Prentsmiðjan.
Blaðið fjallaði um stjórnmál, atvinnu- og menningarmál.

  • Share on Facebook
  • Share on Twitter
  • Share on WhatsApp
  • Share on Pinterest


Tilvísanir


26. október 2015/Höfundur: prentsaga
https://prentsogusetur.is/wp-content/uploads/2016/03/logo-top-normal.png 0 0 prentsaga https://prentsogusetur.is/wp-content/uploads/2016/03/logo-top-normal.png prentsaga2015-10-26 15:05:112019-03-18 20:18:56Prentsmiðja Dagskrár 1896-1899
Prentsmiðjusaga 1800–1900

Prentsmiðja Þjóðviljans unga 1891-189

  • Upphaf prentunar á Íslandi
  • Prentsmiðjur í Kaupmannahöfn
  • Prentsmiðjur á Íslandi frá 19. til 21. aldar
Skúli Thoroddsen.

Skúli Thoroddsen.

Prentsmiðja Þjóðviljans unga

Ísafirði 1891-1899


Þessi prentsmiðja var upphaflega stofnuð af Prentfélagi Ísfirðinga 1886, til þess að gefa út blaðið Þjóðviljann, sem ávallt var kenndur við Skúla Thoroddsen (1859-1916), sýslumann og alþingismann. Skúli stjórnaði blaðinu fyrstu þrjú árin en þá tóku við „Nokkrir Ísfirðingar“ er höfðu útgáfuna á hendi næstu þrjú ár. Þeir breyttu nafni blaðsins 1891 í Þjóðviljinn ungi og hélst það til 1899.
Nafni prentsmiðjunnar var þá líka breytt til samræmis. Fyrra nafnið Þjóðviljinn var þá tekið upp að nýju. Skúli Thoroddsen réði stefnu og skrifum blaðsins allan tímann frá því fyrrnefnd breyting varð á útgáfuaðilum og frá 7. ári varð hann einn útgefandi og ritstjóri þess. Nokkru seinna var blaðið flutt til nýrra heimkynna, að Bessastöðum.

  • Share on Facebook
  • Share on Twitter
  • Share on WhatsApp
  • Share on Pinterest


Tilvísanir


26. október 2015/Höfundur: prentsaga
https://prentsogusetur.is/wp-content/uploads/2016/03/logo-top-normal.png 0 0 prentsaga https://prentsogusetur.is/wp-content/uploads/2016/03/logo-top-normal.png prentsaga2015-10-26 15:00:022019-03-18 20:18:57Prentsmiðja Þjóðviljans unga 1891-189
Prentsmiðjusaga 1800–1900

Félagsprentsmiðjan 1890-1999

  • Upphaf prentunar á Íslandi
  • Prentsmiðjur í Kaupmannahöfn
  • Prentsmiðjur á Íslandi frá 19. til 21. aldar
Halldór Þórðarson.

Halldór Þórðarson.

Steindór Gunnarsson

Steindór Gunnarsson.

Hafliði Helgason.

Hafliði Helgason.

Jón Thorlacius.

Jón Thorlacius.

Konráð R. Bjarnason.

Konráð R. Bjarnason.

Viðar Sigurðsson.

Viðar Sigurðsson.

Félagsprentsmiðjan

Reykjavík 1890-1999


Félagsprentsmiðjan var stofnuð 1. maí 1890 þegar fjórir Reykvíkingar keyptu  Prentsmiðju Sigfúsar Eymundssonar. Þetta voru þeir Halldór Þórðarson (1856-1937) bókbindari, Þorleifur Jónsson (1855-1929) ritstjóri Þjóðólfs, Valdimar Ásmundsson (1852-1902) ritstjóri Fjallkonunnar og Torfi Þorgrímsson (1828-1893) prentari. Þorleifur var prentsmiðjustjóri fyrstu tvö árin en þá tók Halldór við og gegndi starfinu til 1915. Þá varð Steindór Gunnarsson (1889-1948) prentsmiðjustjóri, þar til hann stofnaði eigin prentsmiðju 1934. Hafliði Helgason (1898-1973) tók við af honum og var til 1973. Jón Thorlacius (1914-1999) prentari tók þá við og stjórnaði prentsmiðjunni til 1984 þegar Konráð R. Bjarnason (1940-1998) varð prentsmiðjustjóri.
Félagsprentsmiðjan var fyrst til húsa að Laugavegi 4. Árið 1916 var Prentsmiðja Þjóðviljans, sem starfrækt var í Vonarstræti 12, keypt og ári seinna Prentsmiðjan Rún og þar með fyrsta setningarvélin sem kom til landsins. Þá var prentsmiðjan flutt í stærra húsnæði í Ingólfsstræti 1a og þar var byggt við og ofan á prentsmiðjuna.
Prentsmiðja Austurlands var sameinuð Félagsprentsmiðjunni 1954 og svo var stofnuð prentsmiðjan Anilínprent 1955, en það var sérhæfð umbúðaprentsmiðja.
Árið 1961 voru keyptar húseignir að Spítalastíg 10 og starfsemin flutt þangað. Seinustu árin sem prentsmiðjan starfaði var hún flutt inn á Hverfisgötu 103 og árið 1996 keypti Viðar Sigurðsson (1953- ) prentari fyrirtækið og rak það til ársins 1999. Prentsmiðjan starfaði í meira en heila öld og var með merkari fyrirtækjum í Reykjavík. Eftir að prentsmiðjan hætti starfsemi fóru öll skjöl hennar á Þjóðskjalasafnið.

  • Share on Facebook
  • Share on Twitter
  • Share on WhatsApp
  • Share on Pinterest


Tilvísanir


26. október 2015/Höfundur: prentsaga
https://prentsogusetur.is/wp-content/uploads/2016/03/logo-top-normal.png 0 0 prentsaga https://prentsogusetur.is/wp-content/uploads/2016/03/logo-top-normal.png prentsaga2015-10-26 14:53:222019-03-18 20:18:55Félagsprentsmiðjan 1890-1999
Prentsmiðjusaga 1800–1900

Prentsmiðja Sigfúsar Eymundssonar 1887-1890

  • Upphaf prentunar á Íslandi
  • Prentsmiðjur í Kaupmannahöfn
  • Prentsmiðjur á Íslandi frá 19. til 21. aldar
Sigfús Eymundsson.

Sigfús Eymundsson.

Prentsmiðja Sigfúsar Eymundssonar

Reykjavík 1887-1890


Sigfús Eymundsson (1845-1911) var fjölhæfur maður. Hann lærði bókband í Reykjavík og Kaupmannahöfn og varð fullnuma hjá Ursin, konunglegum hirðbókbindara. Hann vann þar í tvö ár og varð yfirmaður í vinnustofunni. Hann fluttist síðan til Kristjaníu og Björgvinjar og nam ljósmyndagerð. Sigfús setti upp ljósmyndastofu í Kaupmannahöfn, en kom heim til Reykjavíkur 1866 og stundaði bókband og ljósmyndagerð. Hann kom á stofn bókaverslun og keypti Prentsmiðju Sigmundar Guðmundssonar og starfrækti hana í þrjú ár.

  • Share on Facebook
  • Share on Twitter
  • Share on WhatsApp
  • Share on Pinterest


Tilvísanir


26. október 2015/Höfundur: prentsaga
https://prentsogusetur.is/wp-content/uploads/2016/03/logo-top-normal.png 0 0 prentsaga https://prentsogusetur.is/wp-content/uploads/2016/03/logo-top-normal.png prentsaga2015-10-26 14:36:192019-03-18 20:18:57Prentsmiðja Sigfúsar Eymundssonar 1887-1890
Prentsmiðjusaga 1800–1900

Prentsmiðja Sigmundar Guðmundssonar 1883-1887

  • Upphaf prentunar á Íslandi
  • Prentsmiðjur í Kaupmannahöfn
  • Prentsmiðjur á Íslandi frá 19. til 21. aldar
Sigurður Guðmundsson.

Sigurður Guðmundsson.

Prentsmiðja Sigmundar Guðmundssonar

Reykjavík 1883-1887


Fyrstu þáttaskilin í íslensku prentverki voru þegar Prentsmiðja Sigmundar Guðmundssonar (1853-1898) var stofnuð, en hann fékk konungsleyfi 1883 til að stofna prentsmiðju.
Í viðtali Stefáns Ögmundssonar við Hafstein Guðmundsson í Prentaranum (01.10.1990) segir:
„Það sér á bókum sem unnar voru hjá honum, þau fáu ár sem hann stýrði prentverki. Hann pantaði inn bæði skrautletur, upphafsstafi og ýmislegt fleira, …“
Sigmundur var yfirprentari í Ísafold áður en hann stofnaði sína prentsmiðju. Hún brann 1885, en hann endurreisti hana sama ár en seldi hana síðan 1887. Hann var um tíma umboðsmaður Vesturfara.

  • Share on Facebook
  • Share on Twitter
  • Share on WhatsApp
  • Share on Pinterest


Tilvísanir


26. október 2015/Höfundur: prentsaga
https://prentsogusetur.is/wp-content/uploads/2016/03/logo-top-normal.png 0 0 prentsaga https://prentsogusetur.is/wp-content/uploads/2016/03/logo-top-normal.png prentsaga2015-10-26 14:11:032019-03-18 20:18:57Prentsmiðja Sigmundar Guðmundssonar 1883-1887
Prentsmiðjusaga 1800–1900

Prentsmiðja Björns Jónssonar 1879–1987

  • Upphaf prentunar á Íslandi
  • Prentsmiðjur í Kaupmannahöfn
  • Prentsmiðjur á Íslandi frá 19. til 21. aldar
Björn Jónsson yngri.

Björn Jónsson yngri.

Þórhallur Bjarnarson.

Þórhallur Bjarnarson.

Prentsmiðja Björns Jónssonar

Akureyri 1879–1987


Björn Jónsson yngri (1854-1920) prentari keypti Prentsmiðju Norður- og Austurumdæmisins 1879. Þóhallur Bjarnarson (1881-1961) prentari var meðeigandi hans frá 1905-1920 og síðan áfram með Sigurði syni Björns til 1929 að Þórhallur flutti til Reykjavíkur. Varð þá Sigurður Helgi (1891-1943) einn um prentsmiðjuna.
Hlutafélag keypti síðan prentsmiðjuna af erfingjum hans og voru þar ýmsir prentsmiðjustjórar, m.a. Kári Sigurjónsson og Karl Jónasson. Haraldur Ásgeirsson og Svavar Ottesen prentarar leigðu hana þá um tíma og keyptu hana síðan 1. október 1970 og stofnuðu bókaútgáfuna og prentsmiðjuna Skjaldborg.
Fljótlega eftir að Björn Jónsson yngri tók við prentsmiðjunni hóf hann að gefa út blaðið Fróða og var prentsmiðjan þá oft kennd við blaðið og nefnd „Fróðaprentsmiðjan“ og prentarinn „Björn Fróði“. Fleiri merk blöð voru þar prentuð t.d. Norðurljósið, Lýður og Stefnir.

  • Share on Facebook
  • Share on Twitter
  • Share on WhatsApp
  • Share on Pinterest


Tilvísanir


26. október 2015/Höfundur: prentsaga
https://prentsogusetur.is/wp-content/uploads/2016/03/logo-top-normal.png 0 0 prentsaga https://prentsogusetur.is/wp-content/uploads/2016/03/logo-top-normal.png prentsaga2015-10-26 13:54:252019-03-18 20:18:56Prentsmiðja Björns Jónssonar 1879–1987
Síða 1 af 212
  • Gerast félagi
  • Gerast styrktaraðili
  • Stjórn Prentsöguseturs
  • Lög Prentsöguseturs
  • Hafa samband
prentsogusetur@prentsogusetur.is | Allur réttur áskilinn © Prentsögusetur 2016 – 2025
  • Mail
  • Facebook
Scroll to top