Prentvél fyrir samhangandi pappírsflæði, árgerð 1958. Kemur frá prentsmiðjunni Odda. Gefandi: Þorgeir Baldursson. Þarna er verið að koma henni fyrir í langtímageymslu.
Aðalfundur Prentsöguseturs var haldinn 4. júní sl., eftir ítrekaðar frestanir vegna covid-19 vírussins. Fundurinn var haldinn í Húsi félaganna við Stórhöfða. Á fundinum var gerð grein fyrir starfi síðasta árs, sem var talsvert mikið, þótt óneitanlega yrði að hægja á ýmsu vegna aðstæðna.
Iðan fræðslusetur heimsótti Prentsögusetur á dögunum í podcast/þáttaröð sinni Augnablik í iðnaði. Haukur Már Haraldsson í stjórn Prentsöguseturs varð fyrir valinu sem viðmælandi í þetta skiptið og fræðir okkur um Prentsögusetur og hvað það er að vera setjari.
Aðalfundur Prentsöguseturs 2020 verður haldinn fimmtudaginn 4. júní nk. að Stórhöfða 31 og hefst kl. 16:30. Fundarsalurinn er á þriðju hæð og gengið inn í húsið Stórhöfðamegin. Þegar liggja fyrir tillögur að lagabreytingum og er félagsmönnum bent á að hafi þeir hug á að leggja til breytingar á lögunum á aðalfundinum þurfa tillögur þar að […]
20. maí sl. komu nemendur Waldorfskólans Sólstafir í heimsókn í Gömlu prentsmiðjuna. Hressir og kátir krakkar sem höfðu verið í lestrarátaki í skólanum og vildu fræðast frekar um það, hvernig bók verður til.