Aðalfundur Prentsöguseturs 2020 verður haldinn fimmtudaginn 4. júní nk. að Stórhöfða 31 og hefst kl. 16:30. Fundarsalurinn er á þriðju hæð og gengið inn í húsið Stórhöfðamegin. Þegar liggja fyrir tillögur að lagabreytingum og er félagsmönnum bent á að hafi þeir hug á að leggja til breytingar á lögunum á aðalfundinum þurfa tillögur þar að […]
20. maí sl. komu nemendur Waldorfskólans Sólstafir í heimsókn í Gömlu prentsmiðjuna. Hressir og kátir krakkar sem höfðu verið í lestrarátaki í skólanum og vildu fræðast frekar um það, hvernig bók verður til.
Á stjórnarfundi Prentsöguseturs sl. fimmtudag var ákveðið að fresta aðalfundi félagsins enn, nú til laugardagsins 6. júní.
Ákveðið hefur verið að fresta aðalfundi Prentsöguseturs. Fundurinn hafði verið ákveðinn 28. mars, en eftir að stjórnvöld settu á samkomubann var einsýnt að honum yrði að fresta. Gengið er út frá að fundurinn verði haldinn 25. apríl, en það gæti frestast. Fer eftir þróun krúnuvírusins. Fundurinn verður boðaður með góðum fyrirvara, þegar aðstæður lagast.
Í gær, föstudaginn 21. febrúar var Gamla prentsmiðjan við Laugaveg formlega opnuð sem safn, vísir að starfsemi Prentsöguseturs. Þennan dag, 21. febrúar, voru liðin fimm ár frá stofnun Prentsöguseturs. Allnokkrir gestir voru viðstaddir opnunina og voru undirtektir þeirra undantekningarlaust mjög góðar; gestir fundu jafnvel í loftinu gamalkunnan ilm af prentsvertu og pappír. „Maður fær nostalgíukast,“ […]