Prentsögusetur
  • Prentsaga Íslendinga
    • Upphaf prentunar á Íslandi
    • Prentsmiðjur í Kaupmannahöfn
    • Prentsmiðjur á Íslandi frá 19. til 21. aldar
  • Fréttir
    • Fréttir
    • Fréttabréf og útgáfa
  • Greinar
    • Ég hafði aldrei áður komið inn í prentsmiðju
    • Fór nokkra hringi til að safna þessu saman
    • Fullveldið og prentiðnin
    • Prentsmiðja Kaþólsku kirkjunnar
  • Myndir & Myndskeið
    • Myndasafn
    • Myndskeið
  • Prentsögusetur
    • Senda inn efni
    • Styrkir
    • Félagsaðild
    • Safnið á Laugavegi
    • Safnið á Eyrarbakka
    • Stjórn Prentsöguseturs
    • Lög Prentsöguseturs
    • Fundargerðir stjórnar
    • Önnur prentminja- og prentsögusetur
  • Valmynd Valmynd
Prentsmiðjusaga 1900–2000

Endurprent 1961–1994

  • Upphaf prentunar á Íslandi
  • Prentsmiðjur í Kaupmannahöfn
  • Prentsmiðjur á Íslandi frá 19. til 21. aldar
Þorgrímur Einarsson.

Þorgrímur Einarsson.

Olav Hansen.

Olav Hansen.

Endurprent

Reykjavík 1961–1994. ÞEGG 1954–1961


Þorgrímur Einarsson (1920–2007) offsetprentari og Guðmundur Guðjónsson stofnuðu prentsmiðju 1954 sem þeir nefndu ÞEGG, en frá árinu 1957 átti Þorgrímur fyrirtækið einn. Frá árinu 1961 var það kallað Endurprent. Olav Hansen (1920–1994) offsetprentari rak fyrirtækið með Þorgrími frá 1963–1967. Þá tók Olav við rekstrinum og rak það síðan einn til starfsloka.
Þorgrímur Einarsson var sonur Einars Þorgrímssonar, stofnanda Lithoprents, og hóf þar nám hjá föður sínum árið 1938.

  • Share on Facebook
  • Share on Twitter
  • Share on WhatsApp
  • Share on Pinterest

10. nóvember 2015/Höfundur: prentsaga
https://prentsogusetur.is/wp-content/uploads/2016/03/logo-top-normal.png 0 0 prentsaga https://prentsogusetur.is/wp-content/uploads/2016/03/logo-top-normal.png prentsaga2015-11-10 17:43:592023-01-09 14:30:53Endurprent 1961–1994
Prentsmiðjusaga 1900–2000

Setberg 1960–1980

  • Upphaf prentunar á Íslandi
  • Prentsmiðjur í Kaupmannahöfn
  • Prentsmiðjur á Íslandi frá 19. til 21. aldar
Arnbjörn Kristinsson.

Arnbjörn Kristinsson.

Setberg

Reykjavík 1960–1980


Arnbjörn Kristinsson (1925–2017) prentari sem stofnaði Bókaútgáfuna Setberg 1950 stofnaði einnig Prentsmiðjuna Setberg 1960. Hann var eigandi og framkvæmdastjóri frá upphafi og prentsmiðjustjóri frá 1960.

Arnbjörn lauk sveins­prófi í setningu í Ísafoldarprentsmiðju árið 1945, en stundaði síðan nám við Fagskolen for Boghåndværk í Kaupmannahöfn eftir prentnámið. Arnbjörn vann síðan í Gutenbergshus í Kaupmannahöfn í eitt ár, 1946–1947 og þar á eftir í Ísafoldarprentsmiðju áður en hann stofnaði bókaútgáfu og prentsmiðju.

  • Share on Facebook
  • Share on Twitter
  • Share on WhatsApp
  • Share on Pinterest

10. nóvember 2015/Höfundur: prentsaga
https://prentsogusetur.is/wp-content/uploads/2016/03/logo-top-normal.png 0 0 prentsaga https://prentsogusetur.is/wp-content/uploads/2016/03/logo-top-normal.png prentsaga2015-11-10 17:37:552023-01-12 12:14:46Setberg 1960–1980
Prentsmiðjusaga 1900–2000

Prentsmiðja Jóns Helgasonar 1960–1973

  • Upphaf prentunar á Íslandi
  • Prentsmiðjur í Kaupmannahöfn
  • Prentsmiðjur á Íslandi frá 19. til 21. aldar
Jón B. Hjálmarsson.

Jón B. Hjálmarsson.

Prentsmiðja Jóns Helgasonar

Reykjavík 1960–1973


Jón B. Hjálmarsson (1927–1975) prentari og fleiri keyptu Prentsmiðju Jóns Helgasonar 1960 og ráku hana undir sama nafni og á sama stað í nokkur ár, en fluttu síðan í nýtt húsnæði að Síðumúla 16, þar sem prentsmiðjan var rekin undir sama nafni áfram. Árið 1973 keypti svo Ríkisprentsmiðjan Gutenberg prentsmiðjuna og húsnæðið í Síðumúla 16 og flutti þangað frá sínum gamla stað í Þingholtsstræti 6.

  • Share on Facebook
  • Share on Twitter
  • Share on WhatsApp
  • Share on Pinterest

10. nóvember 2015/Höfundur: prentsaga
https://prentsogusetur.is/wp-content/uploads/2016/03/logo-top-normal.png 0 0 prentsaga https://prentsogusetur.is/wp-content/uploads/2016/03/logo-top-normal.png prentsaga2015-11-10 17:33:512023-01-11 12:00:12Prentsmiðja Jóns Helgasonar 1960–1973
Prentsmiðjusaga 1900–2000

Prentsmiðjan Hilmir 1959–1983

  • Upphaf prentunar á Íslandi
  • Prentsmiðjur í Kaupmannahöfn
  • Prentsmiðjur á Íslandi frá 19. til 21. aldar
Hilmar A. Kristjánsson.

Hilmar A. Kristjánsson.

Axel Kristjánsson.

Axel Kristjánsson.

Prentsmiðjan Hilmir

Reykjavík 1959–1983


Hilmar A. Kristjánsson stofnaði Prentsmiðjuna Hilmi árið 1959. Nokkru áður hafði hann gerst formaður Svifflugfélags Íslands og var byrjaður að gefa út tímaritið Flugmál, sem gekk mjög vel. Hann hóf líka að gefa út Vikuna, sem brátt stækkaði og upplagið fór yfir 20 þúsund eintök. Vikan var prentuð í Steindórsprenti en þeir önnuðu þessu ekki því blaðsíðufjöldinn varð líka margfaldur. Hann ákvað því að stofna prentsmiðju og fékk eldgamla prentvél úr Félagsprentsmiðjunni, en setjaravél í Herbertsprenti, sem var að hætta um þetta leyti. Það var þó bundið því skilyrði að hann keypti alla prentsmiðjuna, sem hann og gerði.

Þetta gekk nú samt ekki þrautalaust fyrir sig, því honum var sagt að til þess að ná vélinni út úr húsinu í Bankastræti þyrfti að láta rífa hana í sundur. Þessu gat Hilmar ekki beðið eftir og ákvað að láta rífa þakið af húsinu og hífa vélina upp með krana frá Eimskip.

Þá hóf Hilmar að gefa út dagblaðið Mynd í ágúst árið 1962, en útgáfu þess var hætt fljótlega. Hilmar fór þá af landi brott (til S-Afríku), en faðir hans Axel Kristjánsson (1908–1979) í Rafha tók við stjórnartaumunum og var forstjóri Hilmis til starfsloka. Prentsmiðjan Hilmir var fyrst til húsa að Laugavegi 174, en var síðan flutt í Skipholt og seinna í Síðumúla. Árið 1983 hætti Hilmir sem sérstök prentsmiðja, en prentunin rann saman við starfsemi Frjálsrar fjölmiðlunar í Þverholti.

  • Share on Facebook
  • Share on Twitter
  • Share on WhatsApp
  • Share on Pinterest

10. nóvember 2015/Höfundur: prentsaga
https://prentsogusetur.is/wp-content/uploads/2016/03/logo-top-normal.png 0 0 prentsaga https://prentsogusetur.is/wp-content/uploads/2016/03/logo-top-normal.png prentsaga2015-11-10 17:30:322023-01-11 12:36:53Prentsmiðjan Hilmir 1959–1983
Prentsmiðjusaga 1900–2000

Offsetmyndir 1957–

  • Upphaf prentunar á Íslandi
  • Prentsmiðjur í Kaupmannahöfn
  • Prentsmiðjur á Íslandi frá 19. til 21. aldar
Magnús Vigfússon.

Magnús Vigfússon.

Svavar Magnússon.

Svavar Magnússon.

Offsetmyndir

Reykjavík 1957–


Magnús Vigfússon (1929–2017) stofnaði prentsmiðjuna Offsetmyndir 1957 ásamt Þóri Hallgrímssyni (1925–1973). Þeir ráku prentsmiðjuna saman allt til dánardægurs Þóris, 19. janúar 1973. Fyrst voru þeir til húsa að Brávallagötu 16 í kjallara, en fluttu síðan 1965 í Mjölnisholt 14. Tveir synir Magnúsar lærðu þar hjá honum iðnina: Svavar Magnússon (1951–) sem er offsetprentari og hefur unnið þar frá árinu 1968 og Ingvi Magnússon (1959–) sem er offsetljósmyndari og vann þar frá árinu 1978–1988. Árið 2006 var fyrirtækið flutt að Stórhöfða 20, en þar var það til húsa allt til ársins 2017, að Svavar flutti það heim til sín að Neðstabergi 22. Þar hefur hann aðstöðu til að vinna í sínu fagi, en vinnur auk þess í Litróf að Vatnagörðum 14.

  • Share on Facebook
  • Share on Twitter
  • Share on WhatsApp
  • Share on Pinterest

10. nóvember 2015/Höfundur: prentsaga
https://prentsogusetur.is/wp-content/uploads/2016/03/logo-top-normal.png 0 0 prentsaga https://prentsogusetur.is/wp-content/uploads/2016/03/logo-top-normal.png prentsaga2015-11-10 17:20:222023-01-10 12:33:21Offsetmyndir 1957–
Prentsmiðjusaga 1900–2000

Prentsmiðja Suðurlands 1957–2006

  • Upphaf prentunar á Íslandi
  • Prentsmiðjur í Kaupmannahöfn
  • Prentsmiðjur á Íslandi frá 19. til 21. aldar
Haraldur H. Pétursson.

Haraldur H. Pétursson.

Klemenz Guðmundsson.

Klemenz Guðmundsson.

Prentsmiðja Suðurlands

Selfossi 1957–2006


Það voru prentararnir Haraldur Hafsteinn Pétursson (1933–2014) og Klemenz Guðmundsson (1934–) sem stofnuðu Prentsmiðju Suðurlands 1957. Haraldur Hafsteinn var prentsmiðjustjóri þar frá 1958, en Klemenz fluttist fljótlega til Noregs eftir að hún var stofnuð.

Fyrst var einungis um smáprentun að ræða en seinna var vélakostur aukinn og verkefni bættust við. Munaði þar mest um héraðsblöðin: Suðurland, Þjóðólf og Dagskrána, en einnig var nokkuð um bókaprentun. Árið 2006 keypti Prentmet Prentsmiðju Suðurlands og breyttist þá nafnið í Prentmet Suðurlands.
Prentsmiðjustjóri er Örn Grétarsson (1951–).

  • Share on Facebook
  • Share on Twitter
  • Share on WhatsApp
  • Share on Pinterest

10. nóvember 2015/Höfundur: prentsaga
https://prentsogusetur.is/wp-content/uploads/2016/03/logo-top-normal.png 0 0 prentsaga https://prentsogusetur.is/wp-content/uploads/2016/03/logo-top-normal.png prentsaga2015-11-10 17:12:022023-01-11 12:13:04Prentsmiðja Suðurlands 1957–2006
Prentsmiðjusaga 1900–2000

Letur s/f 1956–1990

  • Upphaf prentunar á Íslandi
  • Prentsmiðjur í Kaupmannahöfn
  • Prentsmiðjur á Íslandi frá 19. til 21. aldar
Sigurjón Þorbergsson.

Sigurjón Þorbergsson.

Letur s/f

Reykjavík 1956–1990


Sigurjón Þorbergsson (1934–) stofnaði ásamt fleirum fjölritunarstofuna Letur s/f 1956. Starfsemi fjölritunarstofa á þessum tíma byggðist á stensilfjölritun, en seinna fengu þær offsetfjölritunarvélar. Letur var mjög vinsæl fjölritunarstofa meðal ungskálda á áttunda og níunda áratugnum og var meirihluti ljóðabóka gefin út á þennan hátt á þessum tíma. Letur var til húsa á ýmsum stöðum, m.a. á Grettisgötu og lengi á Hverfisgötu 50. Eitt stærsta verkefnið sem Letur prentaði var skattskráin og hefur Sigurjón unnið það verk allt frá árinu 1960 og til dagsins í dag eða meira en hálfa öld.

  • Share on Facebook
  • Share on Twitter
  • Share on WhatsApp
  • Share on Pinterest

10. nóvember 2015/Höfundur: prentsaga
https://prentsogusetur.is/wp-content/uploads/2016/03/logo-top-normal.png 0 0 prentsaga https://prentsogusetur.is/wp-content/uploads/2016/03/logo-top-normal.png prentsaga2015-11-10 17:06:542023-01-10 11:58:12Letur s/f 1956–1990
Prentsmiðjusaga 1900–2000

GuðjónÓ hf 1955–1992

  • Upphaf prentunar á Íslandi
  • Prentsmiðjur í Kaupmannahöfn
  • Prentsmiðjur á Íslandi frá 19. til 21. aldar
Guðjón Ó. Guðjónsson.

Guðjón Ó. Guðjónsson.

GuðjónÓ hf

Reykjavík 1955–1992


Prentsmiðja Guðjóns Ó. Guðjónssonar var smáprentsmiðja í Reykjavík, sem starfaði 1925–1927. Hún var síðan flutt til Vestmannaeyja en hluti hennar seldur. Eigandi hennar, Guðjón Ó. Guðjónsson (1901–1992) prentari, vann næstu árin í Ísafold og Herbertsprenti. Hann hóf bókaútgáfu 1921 og rak hana í rúm 50 ár. Guðjón stofnaði Prentstofu GuðjónÓ (síðar Prentsmiðju GuðjónÓ hf) 1955 og rak hana til 1985. Hrafnkell Ársælsson (1938–) var þar framkvæmdastjóri 1975–1985. Prentsmiðjan var síðan rekin áfram og Sigurður Nordal (1956–) tók við sem framkvæmdastjóri. Hann keypti Víkingsprent, Umslag og Prentsmiðjuna Viðey á árunum 1987–1990. Prentsmiðjan varð síðan gjaldþrota árið 1992, en þrír starfsmenn hennar stofnuðu þá prentsmiðjuna Hjá GuðjónÓ og starfar hún enn.

  • Share on Facebook
  • Share on Twitter
  • Share on WhatsApp
  • Share on Pinterest

10. nóvember 2015/Höfundur: prentsaga
https://prentsogusetur.is/wp-content/uploads/2016/03/logo-top-normal.png 0 0 prentsaga https://prentsogusetur.is/wp-content/uploads/2016/03/logo-top-normal.png prentsaga2015-11-10 17:02:372023-01-10 18:43:02GuðjónÓ hf 1955–1992
Prentsmiðjusaga 1900–2000

Leturprent 1954–

  • Upphaf prentunar á Íslandi
  • Prentsmiðjur í Kaupmannahöfn
  • Prentsmiðjur á Íslandi frá 19. til 21. aldar
Einar Ingi Jónsson.

Einar Ingi Jónsson.

Kristján Ingi Einarsson.

Kristján Ingi Einarsson.

Burkni Aðalsteinsson.

Burkni Aðalsteinsson.

Hálfdán Gunnarsson.

Hálfdán Gunnarsson.

Leturprent

Reykjavík 1954–


Einar Ingi Jónsson (1930–1987) prentari byrjaði 1952 að prenta í hjáverkum í bílskúr að Víðimel 63. Hann stofnaði síðan Leturprent 1953 að Ægisgötu 7, en byggði prentsmiðjuhús að Síðumúla 22 árið 1974. Einar rak prentsmiðjuna þar til 1985 að sonur hans Kristján Ingi (1952–) prentari og ljósmyndari tók við sem prentsmiðjustjóri og rak hana til ársins 2006. Þá keyptu tveir starfsmenn fyrirtækið, þeir Burkni Aðalsteinsson (1966–) prentsmiður og Hálfdán Gunnarsson (1976–) prentari. Samhliða keyptu þeir líka fyrirtækið Offsetfjölritun í Mjölnisholti 14.

Í dag er Leturprent til húsa að Dugguvogi 12 í húsnæði sem er um 600 fm að stærð. Burkni sinnir nú öðrum störfum, en starfsmenn eru 7 talsins: Hálfdán Gunnarsson er framkvæmdastjóri, Rögnvaldur Bjarnason (1960–) er framleiðslustjóri og aðrir starfsmenn eru: Svana Hansdóttir (1967–) fjármálastjóri, Jón Nóason (1953–) prentari, Kristbjörg Hermannsdóttir (1956–) bókbindari, Guðni Freyr Ingvason (1977–) prentari og prentsmiður og Daði Gunnlaugsson (1989–) aðstoðarmaður.

Leturprent býður upp á alla almenna prentun, hvort sem er stafræna eða offsetprentun. Þeir eru vel vélum búnir, m.a.: Heidelberg Di, Konica Minolta 1100 stafræn prentvél, Canon 1135 stafræn prentvél, Heidelberg GTO og tveir Heidelberg díglar, plotter, Bourgbinder fræsari, lamineringarvél og þrír Polar skurðarhnífar.

  • Share on Facebook
  • Share on Twitter
  • Share on WhatsApp
  • Share on Pinterest

10. nóvember 2015/Höfundur: prentsaga
https://prentsogusetur.is/wp-content/uploads/2016/03/logo-top-normal.png 0 0 prentsaga https://prentsogusetur.is/wp-content/uploads/2016/03/logo-top-normal.png prentsaga2015-11-10 16:54:352023-01-10 12:02:21Leturprent 1954–
Prentsmiðjusaga 1900–2000

Litbrá 1954–2005

  • Upphaf prentunar á Íslandi
  • Prentsmiðjur í Kaupmannahöfn
  • Prentsmiðjur á Íslandi frá 19. til 21. aldar
Kristinn Sigurjónsson.

Kristinn Sigurjónsson.

Rafn Hafnfjörð.

Rafn Hafnfjörð.

Litbrá

Reykjavík 1954–2005


Stofnendur voru tveir ungir menn sem höfðu lært í Lithoprenti, annar var Kristinn Sigurjónsson (1923–1993) offsetljósmyndari, sá fyrsti hér á landi og hinn Rafn Hafnfjörð (1928–2011) offsetprentari. Þriðji stofnandinn var Eymundur Magnússon (1913–2009) prentmyndasmiður. Þeir byrjuðu á Nýlendugötu 14 en fluttu í eigið húsnæði 1963, Höfðatún 12, þar sem þeir byggðu með Gunnari Einarssyni sem átti prentsmiðjuna og bókaútgáfuna Leiftur.

Kristinn og Rafn keyptu hlut Eymundar 1960, en Rafn keypti hlut Kristins 1979 og rak hann fyrirtækið einn til ársins 2005.

  • Share on Facebook
  • Share on Twitter
  • Share on WhatsApp
  • Share on Pinterest

10. nóvember 2015/Höfundur: prentsaga
https://prentsogusetur.is/wp-content/uploads/2016/03/logo-top-normal.png 0 0 prentsaga https://prentsogusetur.is/wp-content/uploads/2016/03/logo-top-normal.png prentsaga2015-11-10 16:47:042023-01-10 12:08:39Litbrá 1954–2005
Síða 5 af 14«‹34567›»
  • Gerast félagi
  • Gerast styrktaraðili
  • Stjórn Prentsöguseturs
  • Lög Prentsöguseturs
  • Hafa samband
prentsogusetur@prentsogusetur.is | Allur réttur áskilinn © Prentsögusetur 2016 – 2025
  • Mail
  • Facebook
Scroll to top