Prentsögusetur
  • Prentsaga Íslendinga
    • Upphaf prentunar á Íslandi
    • Prentsmiðjur í Kaupmannahöfn
    • Prentsmiðjur á Íslandi frá 19. til 21. aldar
  • Fréttir
    • Fréttir
    • Fréttabréf og útgáfa
  • Greinar
    • Ég hafði aldrei áður komið inn í prentsmiðju
    • Fór nokkra hringi til að safna þessu saman
    • Fullveldið og prentiðnin
    • Prentsmiðja Kaþólsku kirkjunnar
  • Myndir & Myndskeið
    • Myndasafn
    • Myndskeið
  • Prentsögusetur
    • Senda inn efni
    • Styrkir
    • Félagsaðild
    • Safnið á Laugavegi
    • Safnið á Eyrarbakka
    • Stjórn Prentsöguseturs
    • Lög Prentsöguseturs
    • Fundargerðir stjórnar
    • Önnur prentminja- og prentsögusetur
  • Valmynd Valmynd
Prentsmiðjusaga 1900–2000

Frjáls fjölmiðlun 1981–2002

  • Upphaf prentunar á Íslandi
  • Prentsmiðjur í Kaupmannahöfn
  • Prentsmiðjur á Íslandi frá 19. til 21. aldar
Sveinn R. Eyjólfsson.

Sveinn R. Eyjólfsson.

Frjáls fjölmiðlun

Reykjavík 1981-2002


Frjáls fjölmiðlun var stofnuð árið 1981 utan um útgáfu dagblaðsins DV. Dagblaðið og Vísir áttu sinn helminginn hvort en Sveinn R. Eyjólfsson (1938–) var stjórnarformaður. Prentsmiðjan Hilmir hætti sem sérstök prentsmiðja 1983, eins og áður er getið, og rann saman við starfsemi Frjálsrar fjölmiðlunar. Fyrirtækið gaf því út nokkrar bækur, en þó aðallega kiljur og tímaritin Vikuna og Úrval, auk DV. Árið 1994 keypti Frjáls fjölmiðlun prentsmiðjurekstur Ísafoldarprentsmiðju og var hann sameinaður rekstri prentsmiðju Frjálsrar fjölmiðlunar að Þverholti 11.

Jafnframt voru keyptar húseignir Hampiðjunnar við Þverholt 9 og Brautarholt 1 og þangað var flutt með starfsemina. Á þessum árum eignaðist Frjáls fjölmiðlun leifar gömlu flokksblaðanna, Tímans, Alþýðublaðsins og Vikublaðsins (arftaka Þjóðviljans) auk Dags á Akureyri. Þau voru sameinuð í eitt dagblað, Dag-Tímann, sem ári seinna var breytt í Dag. Hann kom út til ársins 2001. Þá var ákveðið að hefja útgáfu nýs dagblaðs, Fréttablaðsins, sem dreift yrði ókeypis í hús á höfuðborgarsvæðinu. Þetta varð allt mjög kostnaðarsamt og gekk ekki upp. Frjáls fjölmiðlun varð síðan gjaldþrota árið 2002.
Upp úr þrotabúinu voru svo stofnuð tvö félög, annars vegar um útgáfu Fréttablaðsins og hins vegar um útgáfu dagblaðsins DV. Þá keyptu Kristþór Gunnarsson (1960–) og Kjartan Kjartansson (1955–) Ísafoldarprentsmiðju og var prentsmiðjan flutt suður í Garðabæ.

  • Share on Facebook
  • Share on Twitter
  • Share on WhatsApp
  • Share on Pinterest

12. nóvember 2015/Höfundur: prentsaga
https://prentsogusetur.is/wp-content/uploads/2016/03/logo-top-normal.png 0 0 prentsaga https://prentsogusetur.is/wp-content/uploads/2016/03/logo-top-normal.png prentsaga2015-11-12 16:31:572023-01-09 14:42:14Frjáls fjölmiðlun 1981–2002
Prentsmiðjusaga 1900–2000

Prentsmiðjan Klif 1990–1993

  • Upphaf prentunar á Íslandi
  • Prentsmiðjur í Kaupmannahöfn
  • Prentsmiðjur á Íslandi frá 19. til 21. aldar
Kristján A. Helgason.

Kristján A. Helgason.

Prentsmiðjan Klif

Patreksfirði 1990–1993


Prentsmiðjan Klif á Patreksfirði var stofnuð 1990 þegar hjónin Kristján A. Helgason (1953–) prentari og kona hans Jóna S. Marvinsdóttir (1946–) keyptu Fjölritunarstofuna Barð á Patreksfirði af Kolbrúnu Pálsdóttur og Oddi Guðmundssyni. Barð var stofnuð af Rögnvaldi Bjarnasyni 1984, en hann seldi Kolbrúnu og Oddi reksturinn 1986.

Prentsmiðjan Klif var upphaflega prentþjónusta sem var keypt af Sæmundi Ágústssyni í Stensli, með Multilith 1850 stenslagerðarvél, nýjum skurðarhníf úr Borgarfelli og ýmsum öðrum tækjum.

Þá var hún til húsa að Hjöllum 2 á Patreksfirði, en eftir að Kristján og Jóna tóku við var starfsemin rekin í Stúkuhúsinu að Aðalstræti 50. Prentsmiðjan var lögð niður vorið 1993 og tæki og tól seld til Reykjavíkur.

  • Share on Facebook
  • Share on Twitter
  • Share on WhatsApp
  • Share on Pinterest

12. nóvember 2015/Höfundur: prentsaga
https://prentsogusetur.is/wp-content/uploads/2016/03/logo-top-normal.png 0 0 prentsaga https://prentsogusetur.is/wp-content/uploads/2016/03/logo-top-normal.png prentsaga2015-11-12 16:24:532023-01-11 12:41:46Prentsmiðjan Klif 1990–1993
Prentsmiðjusaga 1900–2000

Prentberg 1980–2000

  • Upphaf prentunar á Íslandi
  • Prentsmiðjur í Kaupmannahöfn
  • Prentsmiðjur á Íslandi frá 19. til 21. aldar
Óskar Sampsted.

Óskar Sampsted.

Edward G. Oliversson.

Edward G. Oliversson.

Björn H. Björnsson.

Björn H. Björnsson.

Prentberg

Kópavogi 1980–2000


Félagarnir og prentararnir Óskar Gunnar Sampsted (1930–2012), Edvard Gísli Oliversson (1934–) og Björn Helgi Björnsson (1932–2016) stofnuðu prentsmiðjuna Prentberg í Kópavogi þann 1. mars 1980. Þeir höfðu allir lært prentun á svipuðum tíma í Ísafoldarprentsmiðju og unnu svo saman hjá Arnbirni Kristinssyni í Setbergi í Reykjavík lengst af þess starfstíma. Þegar Arnbjörn hætti keyptu þeir mestan hluta af vélunum frá honum til hinnar nýju prentsmiðju sinnar. Óskar starfaði þar sem prentari og framkvæmdastjóri. Björn starfaði sem prentari, en Edvard var setjari.

Prentberg var síðasta prentsmiðjan á Stór-Reykjavíkursvæðinu þar sem hægt var að fá prentað bæði með nýju (offset) og gömlu aðferðinni (blýprentun) allt fram að síðustu aldamótum. Prentsmiðjan hætti árið 2000 og þá voru vélarnar seldar til Prentmets.

  • Share on Facebook
  • Share on Twitter
  • Share on WhatsApp
  • Share on Pinterest

12. nóvember 2015/Höfundur: prentsaga
https://prentsogusetur.is/wp-content/uploads/2016/03/logo-top-normal.png 0 0 prentsaga https://prentsogusetur.is/wp-content/uploads/2016/03/logo-top-normal.png prentsaga2015-11-12 14:50:412023-01-10 12:39:50Prentberg 1980–2000
Prentsmiðjusaga 1900–2000

Prentsmiðja Friðriks Jóelssonar 1978–1989

  • Upphaf prentunar á Íslandi
  • Prentsmiðjur í Kaupmannahöfn
  • Prentsmiðjur á Íslandi frá 19. til 21. aldar
Friðrik Jóelsson.

Friðrik Jóelsson.

Prentsmiðja Friðriks Jóelssonar

Hafnarfirði 1978–1989


Friðrik Jóelsson (1922–2013) prentari tók sveinspróf í prentun 1945. Hann stofnaði Prentsmiðju Friðriks Jóelssonar 1978 og rak hana að Reykjavíkurvegi 80 í Hafnarfirði fram til ársins 1989. Þá keypti Bókaútgáfan Iðunn (Jón Karlsson) prentsmiðjuna en hún var seld ári seinna til prentaranna Arnórs Guðmundssonar (1950–) og Guðbjarts Jónssonar (1944–2002) í Hafnarfirði sem stofnuðu prentsmiðjuna Prentbæ.

  • Share on Facebook
  • Share on Twitter
  • Share on WhatsApp
  • Share on Pinterest

12. nóvember 2015/Höfundur: prentsaga
https://prentsogusetur.is/wp-content/uploads/2016/03/logo-top-normal.png 0 0 prentsaga https://prentsogusetur.is/wp-content/uploads/2016/03/logo-top-normal.png prentsaga2015-11-12 14:37:582023-01-10 18:37:56Prentsmiðja Friðriks Jóelssonar 1978–1989
Prentsmiðjusaga 1900–2000

Helluprent 1978–1982

  • Upphaf prentunar á Íslandi
  • Prentsmiðjur í Kaupmannahöfn
  • Prentsmiðjur á Íslandi frá 19. til 21. aldar
Bergsteinn Pálsson.

Bergsteinn Pálsson.

Kristján Karl Pálsson.

Kristján Karl Pálsson.

Helluprent

Hellu 1978–1982


Það voru bræðurnir Bergsteinn Pálsson (1939–) prentsmiður og Kristján Karl Pálsson (1933–2012) prentari sem voru helstu hvatamenn að stofnun prentsmiðjunnar Helluprents árið 1978.

Að þessu verkefni komu líka ýmsir heimamenn, t.d. hreppsnefndarmenn, Sigurður Óskarsson formaður verkalýðsfélagsins og fyrirtækið Tjaldborg, sem var fyrirferðarmikið á staðnum um þær mundir, rak meðal annars hótel fyrir utan það að sauma tjöld fyrir landsmenn.

Bergsteinn og Kristján lögðu til prentvélarnar, en þær komu úr prentsmiðju þeirra Víkurprenti, sem þeir ráku á árunum 1976–1978. Hellumenn höfðu haft þó nokkur viðskipti við Víkurprent og lögðu þess vegna mjög að þeim bræðrum að flytja sig austur á Hellu með prentsmiðjuna. Þeir slógu til og byrjuðu á því að byggja stórt prentsmiðjuhús á staðnum og fékk þá Helluprent lán hjá Byggðastofnun til framkvæmdanna. Þegar þeir voru fluttir inn varð Kristján Pálsson prentsmiðjustjóri.

Verkefni prentsmiðjunnar var aðallega bókaprentun, en reksturinn var alltaf mjög erfiður, meðal annars vegna fjarlægðar frá Reykjavík en flutningskostnaður var mikill. Þetta ævintýri endaði svo á því að árið 1981 keypti hreppurinn húsið og 1982 var starfseminni hætt.

  • Share on Facebook
  • Share on Twitter
  • Share on WhatsApp
  • Share on Pinterest

12. nóvember 2015/Höfundur: prentsaga
https://prentsogusetur.is/wp-content/uploads/2016/03/logo-top-normal.png 0 0 prentsaga https://prentsogusetur.is/wp-content/uploads/2016/03/logo-top-normal.png prentsaga2015-11-12 14:32:122023-01-10 11:36:01Helluprent 1978–1982
Prentsmiðjusaga 1900–2000

Offsetfjölritun 1977–2006

  • Upphaf prentunar á Íslandi
  • Prentsmiðjur í Kaupmannahöfn
  • Prentsmiðjur á Íslandi frá 19. til 21. aldar
Lárus Valberg.

Lárus Valberg.

Offsetfjölritun

Reykjavík 1977–2006


Offsetfjölritun var stofnuð árið 1977 af þremenningunum Lárusi Valberg (1951–), Leifi Aðalsteinssyni (1943–) og Gunnari Hámundarsyni (1940–2014) og var prentsmiðjan fyrst í bílskúr í Efstasundi 21 í Langholtshverfi í Reykjavík.

Lárus hafði unnið við prentvélaviðgerðir, Leifur var skriftvélavirki og Gunnar hafði unnið hjá Fjölritunarstofu Daníels Halldórssonar. Enginn þeirra var því lærður bókagerðarmaður, en tæknibreytingarnar voru örar á þessum tíma og stundum erfitt að gera kröfur um fagkunnáttu.

Ári seinna eða 1979 var flutt í Síðumúla 20 upp á 2. hæð en síðar var starfsemin flutt í Lágmúla 7, þar sem hún var í nokkur ár. Þá keyptu þeir Lárus og Leifur hlut Gunnars og fluttu fyrirtækið að Mjölnisholti 14. Árið 2003 keypti Lárus síðan hlut Leifs og var hann þá orðinn eini eigandi prentsmiðjunnar.
Á sama tíma og Kristján Ingi Einarsson í Leturprenti seldi tveimur starfsmönnum sínum, Burkna Aðalsteinssyni og Hálfdáni Gunnarssyni fyrirtækið árið 2006, keyptu þeir félagar fyrirtækið Offsetfjölritun af Lárusi Valberg. Offsetfjölritun hefur prentað mikið af námsefni fyrir ýmsa aðila á undanförnum árum.

  • Share on Facebook
  • Share on Twitter
  • Share on WhatsApp
  • Share on Pinterest

12. nóvember 2015/Höfundur: prentsaga
https://prentsogusetur.is/wp-content/uploads/2016/03/logo-top-normal.png 0 0 prentsaga https://prentsogusetur.is/wp-content/uploads/2016/03/logo-top-normal.png prentsaga2015-11-12 14:28:262023-01-10 12:29:59Offsetfjölritun 1977–2006
Prentsmiðjusaga 1900–2000

Háskólaprent 2009–

  • Upphaf prentunar á Íslandi
  • Prentsmiðjur í Kaupmannahöfn
  • Prentsmiðjur á Íslandi frá 19. til 21. aldar
Þórður H. Bergmann.

Þórður H. Bergmann.

Sigurður Haraldsson.

Sigurður Haraldsson.

Háskólaprent

Reykjavík 2009–


Háskólafjölritun 1976-1990 | Prentgarður / Háskólafjölritun 1990-1998 | Háskólafjölritun 1998-2009

Háskólafjölritun var stofnuð af stúdentum árið 1976. Það var þá til húsa í félagsheimili þeirra sem hét Félagsstofnun stúdenta og var við hliðina á Þjóðminjasafninu. Á þessum tíma voru notaðar litlar offsetvélar og prentað var með prentmótum úr plasti.

Fagmenn störfuðu ekki að neinu ráði í Háskólafjölritun fyrr en Þórður Helgi Bergmann (1945–) prentari fékk atvinnu­tilboð frá Félagsstofnun stúdenta árið 1988 og var hann ráðinn sem deildarstjóri Háskólafjölritunar. Þá voru vinstri menn (Röskva) við völd í Félagsstofnun og þeir vildu gera Háskólafjölritun að alvöru prentsmiðju. Þórður sá því um kaup á nýrri offsetprentvél og hann keypti einnig bókbandsvélar frá bókbandsstofunni Flatey. Þá var byrjað að prenta meira af bókum, blöðum og stærri verkefnum. Þórður var deildarstjóri til ársins 1989, en þá komust hægri menn (Vaka) til valda og þeir vildu ekki standa að svona rekstri eins og Röskva. Þá varð úr að Þórður og Félagsstofnun gerðu með sér samning og Þórður tók við rekstrinum og rak fyrirtækið á eigin vegum 1990–1997 og nefndist það þá Prentgarður/Háskólafjölritun.

Árið 1997 missti Þórður leigusamninginn og hann seldi fyrirtækið til Sigurðar Haraldssonar sem enn starfar þar ásamt Björgvini Ragnarssyni sem kom inn í fyrirtækið 2009 og starfar nú sem framkvæmdastjóri. Sigurður hélt nafninu Prentgarður/Háskólafjölritun í eitt ár, en kallaði það síðan aðeins seinna nafninu og hélst það til ársins 2009 að nafninu var breytt í Háskólaprent. Það er nú staðsett á Fálkagötu 2, á horninu á Fálkagötu og Suðurgötu (gengið inn Suðurgötumegin).

Háskólaprent er einkarekið fyrirtæki og hefur sérhæft sig í að þjónusta skólafólk, ásamt því að sinna allri almennri prentun fyrir almenning. Þar starfa nú þrír starfsmenn auk framkvæmdastjórans.
Háskólaprent var umhverfisvottað með Svansmerkinu árið 2010.

  • Share on Facebook
  • Share on Twitter
  • Share on WhatsApp
  • Share on Pinterest

12. nóvember 2015/Höfundur: prentsaga
https://prentsogusetur.is/wp-content/uploads/2016/03/logo-top-normal.png 0 0 prentsaga https://prentsogusetur.is/wp-content/uploads/2016/03/logo-top-normal.png prentsaga2015-11-12 14:23:162023-01-10 11:32:44Háskólaprent 2009–
Prentsmiðjusaga 1900–2000

Prentsmiðjan Rún 1963–1968 og 1976–1997

  • Upphaf prentunar á Íslandi
  • Prentsmiðjur í Kaupmannahöfn
  • Prentsmiðjur á Íslandi frá 19. til 21. aldar
Guðmundur Kristjánsson.

Guðmundur Kristjánsson.

Gústaf Símonarson.

Gústaf Símonarson.

Sveinn Gústafsson.

Sveinn Gústafsson.

Prentsmiðjan Rún

Reykjavík 1963–1968 og 1976–1997


Prentsmiðjan Rún var fyrst starfrækt á árunum 1914–1917. Árið 1939 stofnaði svo Guðmundur Kristjánsson (1910–1946) prentsmiðju með þessu nafni en hún starfaði stutt eða til 1940. Guðmundur keypti þá hlut í Alþýðuprentsmiðjunni og gerðist forstjóri hennar til 1945. Þá stofnaði hann Prentverk Guðmundar Kristjánssonar, sem byrjaði að starfa 1946, en hann féll frá á sama ári. Prentsmiðjan hélt áfram starfsemi sinni undir hans nafni fram til ársins 1950. Þá var nafni hennar breytt í Prentsmiðjan Rún, en hún starfaði til ársins 1960.

Heimir Br. Jóhannsson (1930–) lærði prentun í Prentverki Guðmundar Kristjánssonar, en lauk náminu í Rún og vann þar í eitt ár eftir að hann tók sveinspróf. Hann átti hlut í prentsmiðjunni.

Gústaf Símonarson (1922–2017) prentari, vann þar líka og keypti hlut hans. Árið 1963 byrjaði hann síðan með litla prentsmiðju í húsi sínu að Nökkvavogi 3 sem hann nefndi Prentsmiðjuna Rún. Gústaf rak hana til ársins 1968 en þá keypti Hagprent vélarnar en Gústaf hélt nafninu.

Það var svo árið 1976 að sonur hans, Sveinn Gústafsson (1945–) endurreisti Prentsmiðjuna Rún með nýjum vélakosti og rak hana til ársins 1997. Þá hætti hún rekstri og var seld í pörtum.

  • Share on Facebook
  • Share on Twitter
  • Share on WhatsApp
  • Share on Pinterest

12. nóvember 2015/Höfundur: prentsaga
https://prentsogusetur.is/wp-content/uploads/2016/03/logo-top-normal.png 0 0 prentsaga https://prentsogusetur.is/wp-content/uploads/2016/03/logo-top-normal.png prentsaga2015-11-12 14:17:332023-01-11 13:21:24Prentsmiðjan Rún 1963–1968 og 1976–1997
Prentsmiðjusaga 1900–2000

Prenthúsið 1976–

  • Upphaf prentunar á Íslandi
  • Prentsmiðjur í Kaupmannahöfn
  • Prentsmiðjur á Íslandi frá 19. til 21. aldar
Árni Mogens Björnsson.

Árni Mogens Björnsson.

Reynir H. Jóhannsson.

Reynir H. Jóhannsson.

Prenthúsið

Reykjavík 1976–


Prentararnir Árni Mogens Björnsson (1946–) og Reynir Hlíðar Jóhannsson (1946–) stofnuðu prentsmiðjuna Prenthúsið í Reykjavík 1976. Það var þá til húsa að Barónsstíg 11, en þeir fluttu nokkru seinna að Höfðatúni 12, á 1. hæð, þar sem Prentsmiðjan Leiftur hafði verið áður. Næst var prentsmiðjan flutt í eigið húsnæði að Faxafeni 12 og var þar í nokkur ár.

Árið 1991 var fyrirtækinu skipt upp á milli Árna og Reynis, Árni rekur prentsmiðjuna en Reynir fékk útgáfuna í sinn hlut. Sama ár flutti Árni með prentsmiðjuna í Skúlatún 6 og þar var hún rekin í níu ár. Þá var flutt að Hverfisgötu 103 og árið 2013 í Skeifuna 9. Síðan árið 2015 hefur prentsmiðjan verið til húsa að heimili Árna að Grundargerði 19 í Reykjavík.

Það má geta þess til gamans að þau átta ár sem Prenthúsið gaf út bækurnar um Ísfólkið (1983–1991) voru prentuð um 350.000 eintök af þeim, svo vinsælar voru þessar sögur.

  • Share on Facebook
  • Share on Twitter
  • Share on WhatsApp
  • Share on Pinterest

12. nóvember 2015/Höfundur: prentsaga
https://prentsogusetur.is/wp-content/uploads/2016/03/logo-top-normal.png 0 0 prentsaga https://prentsogusetur.is/wp-content/uploads/2016/03/logo-top-normal.png prentsaga2015-11-12 14:14:082023-01-10 13:34:28Prenthúsið 1976–
Prentsmiðjusaga 1900–2000

Víkurprent 1976–1978

  • Upphaf prentunar á Íslandi
  • Prentsmiðjur í Kaupmannahöfn
  • Prentsmiðjur á Íslandi frá 19. til 21. aldar
Bergsteinn Pálsson.

Bergsteinn Pálsson.

Kristján Karl Pálsson.

Kristján Karl Pálsson.

Víkurprent

Reykjavík 1976–1978


Á Langholtsvegi 109, þar sem Karlakórinn Fóstbræður hefur aðsetur, voru reknar tvær prentsmiðjur um tíma. Hin fyrri var prentsmiðja Olivers Steins Jóhannessonar bókaútgefanda, Prentsmiðjan Skuggsjá, en hin var Víkurprent, sem var rekin þar árin 1976–1978.
Bræðurnir Bergsteinn Pálsson (1939–) prentsmiður og Kristján Karl Pálsson (1933–2012) prentari keyptu prentsmiðjuna af Oliver Steini og kölluðu hana Víkurprent. Þeir ráku hana þarna til 1978 að bræðurnir fluttust austur að Hellu á Rangárvöllum með vélarnar og stofnsettu þar prentsmiðjuna Helluprent.

  • Share on Facebook
  • Share on Twitter
  • Share on WhatsApp
  • Share on Pinterest

10. nóvember 2015/Höfundur: prentsaga
https://prentsogusetur.is/wp-content/uploads/2016/03/logo-top-normal.png 0 0 prentsaga https://prentsogusetur.is/wp-content/uploads/2016/03/logo-top-normal.png prentsaga2015-11-10 23:46:392023-01-12 13:00:00Víkurprent 1976–1978
Síða 2 af 14‹1234›»
  • Gerast félagi
  • Gerast styrktaraðili
  • Stjórn Prentsöguseturs
  • Lög Prentsöguseturs
  • Hafa samband
prentsogusetur@prentsogusetur.is | Allur réttur áskilinn © Prentsögusetur 2016 – 2025
  • Mail
  • Facebook
Scroll to top