Myndskeið
Minningabrot — Svanur Jóhannesson bókbindari
Umsjón
Grímur Kolbeinsson
Kvikmyndun
Guðmundur Ágúst Kristinsson
Grímur Kolbeinsson
Drónamyndir
Guðmundur Ágúst Kristinsson
Klipping, hljóðsetning og frágangur
Guðmundur Ágúst Kristinsson
Höfundur texta og þulur
Guðmundur Ágúst Kristinsson
Tónlist
Rúnar H. Vilbergsson
Upptökur fóru fram haustið 2021 og sumarið 2022
Minningabrot - viðtal við Gísla Ragnar Gíslason
Umsjón og stjórn upptöku
Grímur Kolbeinsson
Kvikmyndun
Guðmundur Ágúst Kristinsson
Grímur Kolbeinsson
Klipping, hljóðsetning og frágangur
Guðmundur Ágúst Kristinsson
Upptakan fór fram í apríl 2021
Svanur Jóhannesson og prentsaga Íslands
Svanur Jóhannesson er sonur Jóhannesar úr Kötlum. Hann er rúmlega níræður og gaf nú á dögunum út Prentsmiðjubókina þar sem hann fjallar um prentsögu Íslands í máli og myndum. Bókin er mikill fengur fyrir alla sem hafa áhuga á íslenskri prentsögu og útgáfu blaða og tímarita. Svanur segist hvergi vera hættur en hann hafi fengið góða hjálp meðal annars frá syni sínum. Hann er nú þegar byrjaður á næstu bók þar sem sérstaklega verður fjallað um prentsögu Vestmannaeyja. IÐAN óskar þessum mikla fræðimanni til hamingju með stórbrotið verk.
Heimsókn í Prentsögusetur
Haukur Már Haraldsson tók vel á móti okkur í Prentsögusetrinu á Laugavegi. Prentsögusetri er ætlað er að gera skil á prentsögu á Íslandi allt frá stofnun prentsmiðjunnar á Hólum í Hjaltadal fyrir miðja sextándu öld fram til dagsins í dag. Haukur, ásamt félögum sínum, stefna að því að hafa opið þrisvar í viku og segir okkur að gestir setursins sé ekki einungis áhugafólk um prentiðnina heldur fjölbreyttur hópur Íslendinga og erlendra ferðamanna.
Prentlistin 500 ára
Hið íslenska prentarafélag sýnir:
Prentlistin 500 ára — Hátíðarleiðangur að Hólum í Hjaltadal 1940.
Félög þátttakenda: Félag íslenskra prentsmiðjueigenda, Félag bókbandsiðnrekenda, Bókbindarafélag Reykjavíkur og Hið íslenska prentarafélag.
Kvikmyndari: Kjartan Óskar Bjarnason.
Fyrirsagnir: Hallbjörn Halldórsson, Jón Þórðarson og Ólafur Erlingsson.
Miðdalur um 1950
Hér má sjá félagsmenn Hins íslenska prentarafélags og fjölskyldur þeirra njóta lífsins í Miðdal, orlofssvæðinu austan við Laugarvatn um 1950. Félagið keypti jörðina um 1940. Til að byrja með má sjá Maríuerlu sem er einn af einkennisfuglum svæðisins og síðan Straumendur í Skillandsá en þær koma á svæðið á hverju vori og ala upp unga sína.
Þorsteinn Veturliðason færði á stafrænt form. Höfundarréttur/Grafía.
Hvernig verður bók til?
Kvikmyndun: Þórarinn Guðnason.
Hljóð: Oddur Gústafsson.
Klipping: Sigurður Jón Ólafsson.
Umsjón: Eiður Guðnason.
Þorsteinn Veturliðason færði á stafrænt form. Höfundarréttur/Grafía.
Prentiðnin á 5. áratugnum
Augnabliksmyndir úr þróun prentiðnaðarins á Íslandi
Gert að tilhlutan Félags íslenskra prentsmiðjueigenda, Félags bókbandsiðnrekenda, Bóksalafélags Íslands, Meistarafélags prentmyndasmiða og dagblaðanna í Reykjavík.
Leiðbeinandi: Hafsteinn Guðmundsson. Myndataka: S. Sörenson.
Þorsteinn Veturliðason færði á stafrænt form. Höfundarréttur/Grafía.
Skemmtiferðir starfsmanna Gutenbergs 1936–1939
Starfsmannafélag Ríkisprentsmiðjunnar Gutenbergs sýnir: Góðar stundir — Skemmtiferðakvikmynd í fjórum ártölum í nafni Gutenbergs. Dráttlist: Hákon Sumarliðason. Hljómlist: Karl O. Runólfsson. Fyrirsagnamyndir: Ólafur Árnason. Sýning: Sigurður Tómasson.
Þorsteinn Veturliðason færði á stafrænt form. Höfundarréttur/Grafía.
Bókbindarinn Ole Olsen
Sýnt í Fræðsluvarpinu á níunda áratugnum.
Yfirfært af Þorsteini Veturliðasyni.
Skák og bridge hjá FBM 1989
Skák og bridge 1989 hjá FBM.
Haldið að Hverfisgötu 21.
Yfirfært af Þorsteini Veturliðasyni.
Stofnfundur FBM 1980
Stofnfundur FBM þann 2. nóvember árið 1980.
Haldinn að Hótel Sögu.
Yfirfært af Þorsteini Veturliðasyni.
HÍP 50 ára árið 1947
Þessi 12 mínútna mynd gefur sögulegt innsýn í menningarheim prentiðnaðarmanna á 50 ára afmælishátið sem haldin var á Hótel Borg 12. apríl árið 1947. – Veizlustjóri var Guðbjörn Guðmundsson og stýrði veglegri dagskrá sem var að hluta til útvarpað beint og einnig hljóðrituð á plötur. – Meðal dagskráratriða sem útvarpað var má telja ávarp Stefáns Ögmundssonar, flutt var hátíðarkantata sérstaklega samin af Karli O. Runólfssyni við ljóðaflokk eftir Þorstein Halldórsson í flutningi Tónlistarfélagsins, Samkórs Reykjavíkur og söngfélagsins Hörpu – allt undir stjórn Róberts Abrahams Ottóssonar. Einsöngvarar voru Helga Magnúsdóttir og Guðmundur Jónsson. – Elín Guðmundsdóttir afhenti nýjan félagsfána og Hermann Guðmundsson, forseti ASÍ flutti heillakveðjur. – Gunnar Þorleifsson formaður FÍP færði HÍP veglega bókagjöf og Stefán Jóhann Stefánsson ávarpaði veizlugesti. – Lúðrasveit Reykjavíkur lék 4 lög, Internationalinn (Alþjóðasöngurinn) var sunginn auk nokkurra nýrra hátíðarkvæða. Veizlan hófst með mat kl 19:30 – útvarpað frá 20:30-22:00 og síðan dansað og sungið til rúmlega 5 að morgni.
Yfirfært af Þorsteini Veturliðasyni.
75 ára afmæli HÍP
75 ára afmæli HÍP á Hótel Sögu árið 1972.
Yfirfært af Þorsteini Veturliðasyni.
90 ára afmæli HÍP
90 ára afmæli HÍP á Hótel Sögu árið 1987.
Yfirfært af Þorsteini Veturliðasyni.
100 ára afmæli HÍP
Frá afmælishátíð í Borgarleikhúsinu þann 4. apríl 1997.
Yfirfært af Þorsteini Veturliðasyni.
Myndasafn Prentsöguseturs
Í stærri myndum: Smellið í fyrstu myndina og notið síðan örvatakka á lyklaborði (hægri). Einnig má smella í íkon í neðra hægra horni á hverri mynd til að fá hana í fulla stærð og nota síðan örvatakka á lyklaborði til að komast áfram eða smella í örvar sitt hvoru megin við myndina til að fara til hægri eða vinstri í röðinni.
Bautasteinn um Þorvarð Þorvarðarson
Þann 11. janúar 2025 var afhjúpaður bautasteinn um Þorvarð Þorvarðarson, fyrsta formann Hins íslenska prentarafélags, Gróu Bjarnadóttur konu hans og syni þeirra þrjá; Bjarna, Þorvarð og Kjartan. Þorvarður kom ekki aðeins að stofnun HÍP, heldur einnig Leikfélags Reykjavíkur og Góðtemplarareglunnar. Einnig má nefna framgöngu hans í stofnun sjúkrasjóðs sem varð undanfari Sjúkrasamlags Reykjavíkur. Hann var einn af stofnendum prentsmiðjunnar Gutenberg og fyrsti forstjóri hennar.
Það voru afkomendur Þorvarðar, undir forystu Sólveigar Einarsdóttur, dótturdóttur Þorvarðar, sem stóðu fyrir gerð steinsins með stuðningi Grafíu, Leikfélags Reykjavíkur og Góðtemplarareglunnar.
Það voru afkomendur og tengdabörn þeirra hjóna sem sóttu athöfnina, sem fram fór við gröf þeirra og sonanna þriggja í norðvesturhorni Hólavallagarðs. Viðstaddir voru einnig fulltrúar þeirra samtaka sem komu að gerð bautasteinsins.
Það er sannarlega ástæða til að fagna þessu framtaki til að halda á lofti minningu prentarans sem með brautryðjendastarfi sínu tók svo ríkan þátt í að auðga líf samferðamanna sinna og þeirra sem á eftir komu. (Myndir frá Hauki Má Haraldssyni.)








Mennta- og menningarmálaráðherra í heimsókn 23. júní 2020
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherrra, heimsótti Prentsögusetur – Gömlu prentsmiðjuna í dag. Móðir Lilju, Guðný Kristjánsdóttir, var einnig með í för en hún er prentsmiður. Að auki voru með í för Gísli Hauksson og Rúnar Leifsson. Við þökkum þeim öllum fyrir ánægjulega heimsókn og þann áhuga sem þau sýna okkur. (Myndir frá Hirti Guðnasyni)
Prentmyndastofan 27. mars 1981
Hér eru myndir frá 27. mars 1981, Prentmyndastofan. Gudmundur Skúli Viðarsson og Gísli Theódórsson útskrifuðust sem sveinar. Líklega offsetljósmyndun og plötugerð. Þeir færðu meistara sínum bók að gjöf og inni í henni er kort frá þeim með þessari dagsetningu. (Myndir frá Hirti Guðnasyni)








Vísir, Reykjaprent — sennilega 1970–1971
Á fyrstu mynd eru þeir Birgir B. Guðbjartsson og Brynjar Örn Bragason. Á annarri mynd má þekkja Brynjar Örn Bragason, Birgi B. Guðbjartsson, Guðmund K. Eiríksson og Jóhannes Borgfjörð Birgisson. Á þriðju mynd: Fyrir miðri mynd er Sigurður Gunnarsson (frá Selalæk) vélsetjari, honum á hægri hönd Stefán Arngrímsson en vinstramegin Brynjar Örn Bragason. Birgir B. Guðbjartsson sitjandi lengst til hægri frá okkur séð. (Myndir frá Tryggva Þór Agnarssyni)
Starfsfólk Prentsmiðju Jóns Helgasonar
Meðfylgjandi mynd er af starfsfólki Prentsmiðju Jóns Helgasonar sem var til húsa að Bergstaðastræti 27 í Þingholtunum í Reykjavík. Myndin er sennilega tekin í kringum árið 1937. Því miður hefur hún orðið fyrir einhverju hnjaski en ekki er líklegt að til sé önnur betri. Á henni eru frá vinstri: Jón Helgason, Helga Jónsdóttir (dóttir Jóns Helgasonar), Droplaug Sveinbjarnardóttir, Ingvar Einar Bjarnason, Sigurður Jónsson (sonur Jóns Helgasonar), Kristinn Björgvin Sigurðsson, Brynjúlfur Jónsson (sonur Jóns Helgasonar) og Ólafur Eiríksson. (Mynd frá Gylfa Kristinssyni)
Svipmynd úr Prentsmiðju Alþýðublaðsins
Faðir minn Kristinn Björgvin Sigurðsson lærði til handsetjara í Prentsmiðju Jóns Helgasonar. Eftir námið vann hann um skeið í Alþýðuprentsmiðjunni við Vitastíg. Þaðan var hann af og til sendur til að hjálpa til í Prentsmiðju Alþýðublaðsins við Hverfisgötu. Það fór þannig að þar var hann ráðinn prentsmiðjustjóri sem hann gegndi að mig minnir til ársins 1968. Þá tók við verkstjórn í Prentsmiðjunni Eddu við Skuggasund. Ég fann meðfylgjandi mynd af honum í Prentsmiðju Alþýðublaðsins. Hún er að öllum líkindum tekin í kringum árið 1960. Þess skal getið að faðir minn verður 94 ára eftir rúman mánuð. Hann er við ótrúlega góða heilsu þrátt fyrir alla vinnuna innan um kraumandi blýpotta. (Ljósmynd frá Gylfa Kristinssyni)
Heimsókn í Skálholt 11. maí 2020
Við fórum nokkrir stjórnarmenn Prentsöguseturs austur í Skálholt að heimsækja sr. Kristján Björnsson vígslubiskup. Við áttum þar góðan fund með honum, þar sem fram kom að það er einlægur vilji ráðamanna í Skálholti að Prentsögusetur verði ríkur þáttur í fyrirhugaðri uppbyggingu staðarins. Prentsögusetur verður þá í stækkuðu gestahúsi staðarins og mun tengjast merku bókasafni sem sett verður upp með gömlum bókum sem geymdar gafa verið í turni kirkjunnar á staðnum. Hér eru tvær myndir frá heimsókninni; annars vegar sr. Kristján að lýsa fyrirhuguðum breytingum og staðsetningu seturs og bókasafns, hins vegar af einni glærunni sem skýrir þá framtíðarsýn sem unnið er út frá. (Myndir frá Hauki Má Haraldssyni)
Knattspyrnumót FBM 1991 eða 1992
(Myndir frá Grafíu/Þorsteini Veturliðasyni)
























Myndir úr Gutenberg
(Myndir frá Grafíu/Þorsteini Veturliðasyni)


















Herbertsprent 1930
Fyrsta mynd: Skúli Skúlason, Haukur Herbertsson, Óskar Söebeck, Svafar Hjaltested, Geir Herbertsson og Herbert Sigmundsson.
Önnur mynd: Stefán Ögmundsson og Þórður Björnsson, vélsetjari.
Þriðja mynd: Rósa Ágústsdóttir, Van Reiter, prentari og Þóra Kristjánsdóttir. (Myndir frá Þorsteini Veturliðasyni)
Jakob Kristjánsson vélsetjari
Jakob Kristjánsson (1887–1964) vélsetjari. Jakob starfaði í Prentsmiðju Norðurlands og P.O.B. frá 1901 til 1909 og aftur frá 1946. Hann var fyrsti vélsetjarinn á Íslandi. Hann lærði vélsetningu hjá Linotypeskólanum í London og varð síðan forstjóri Prentsmiðjunnar Rún sem fékk fyrstu setjaravélina til landsins. Hann kom líka með til Íslands fyrstu sjálf-íleggjandi prentvélina.
(Myndir frá Páli Svanssyni og Þorsteini Veturliðasyni)
Prentsmiðurinn Karl Bjarni Jónsson
Prentsmiðurinn Karl Bjarni Jónsson, fæddur 11. janúar 1933, dáinn: 23. febrúar 2011. Karl hóf nám í prentsmíði hjá Prentsmiðju Björns Jónssonar á Akureyri, árið 1949, lauk sveinsprófi í setningu árið 1953. Karl starfaði til ársins 1960 við handsetningu hjá Prentsmiðju Björns Jónssonar. Árið 1961 hóf hann störf hjá Félagsprentsmiðjunni lærði þar vélsetningu og starfaði þar til ársins 1967. Sama ár hóf hann störf sem vélsetjari hjá Prentsmiðju Jóns Helgasonar í Síðumúla 16–18. Hann fylgdi með þegar Ríkisprentsmiðjan Gutenberg keypti PJH árið 1973. Þar starfaði hann til ársins 1987. Á myndinni má sjá Karl glaðbeittan við Intertype setjaravél sína. (Mynd frá Gísla Ragnari Gíslasyni)
Prentsmiðjan Rasti
Þessar myndir frá Prentstofunni Rasti (1959–63) á Hverfisgötu 50 í Reykjavík eru dæmigerðar fyrir litla og nokkuð fullkomna offset-prentstofu – þarna er prentvél, ljósmyndavél (repro), handskurðarhnífur og tilheyrandi hillur og verkfæri sem komið var fyrir á mjög litlu gólfplássi. Grétar Jónsson er við myndavélina og Jón Þór Ólafsson við prentvélina.
(Myndir frá Þorsteini Veturliðasyni)
Samtök bókagerðarmanna í 100 ár
Hér fer ekki á milli mála hver er fyrirmyndin að þessu veggspjaldi. Þórður Magnússon bókbindari f. 1881, d. 1964. nam bókband í Ísafold og þegar hann lauk því 1904 tók hann við verkstjórn í bókbandinu og var síðan verkstjóri þar til 1947, en vann þar til æviloka, eða í 67 ár. Hann var faðir Geirs Þórðarsonar bókbindara sem vann líka í Ísafold, en seinna í Hilmi og Frjálsri fjölmiðlun í rúma hálfa öld. (Myndir frá Hirti Guðnasyni)
Trúnaðarmannaráð Bókbindarafélags Íslands 1971–72
Myndin er tekin í félagsheimili BFÍ o.fl. fámennra verkalýðsfélaga að Óðinsgötu 7, en í þeim hópi voru m.a. Prentmyndasmiðafélagið og Offsetprentarafélag Íslands.
Frá vinstri: Bjarni Ingólfsson (Gutenberg), Jónas Þorvaldsson (Prsm. Leiftur), Einar Egilsson (Bókfell), Birgir Jónsson (Kassagerðin), Edda Guðmundsdóttir (Félagsbókbandið), Arnkell B. Guðmundsson (Gutenberg), Óskar Kjartansson (Bókfellsútgáfan), Ólöf Álfsdóttir (Nýja bókbandið), Hörður H. Karlsson (Nýja bókbandið), Ragnheiður Guðmundsdóttir (Bókfell), Svanur Jóh. (Bókfell), Grétar Sigurðsson (Prsm. Edda) og Björn Guðnason (Prsm. Hafnarfjarðar). (Mynd frá Grafíu/Þorsteini Veturliðasyni)
Iðnskólinn í Reykjavík, bókagerðardeild
Á fyrstu mynd: Þorvaldur Steinar Jóhannesson, Óli Vestmann Einarsson (1916–1994), óþekktur, Ólafur Björnsson Sigurðsson (1942–1996) og Hermóður Sigurðsson (1945–2008).
Önnur mynd: Árin 1971-72 voru leiðbeinandi námskeið í filmuumbroti í Prentdeild Iðnskólans í Reykjavík — Valgeir Jón Emilsson (1934–2013).
Þriðja mynd: Erna Valdís Valdimarsdóttir og Ólafur Ingi Jónsson (1945–1989).
Fjórða mynd: Olgeir Kristinn Axelsson (1921–2008) og Kristján Ingi Einarsson.
Fimmta mynd: Óli Vestmann Einarsson (1916–1994). (Myndir frá Grafíu/Þorsteinn Veturliðason)
Frjáls fjölmiðlun 1989
Fyrsta mynd: Steinar Ragnarsson, Aðalsteinn Örnólfsson, Bragi Guðmundsson, prentsmiður, Logi Knútsson, Fríða Björg Aðalsteinsdóttir, Hallgrímur P. Helgason og Ásgeir Ármannsson, bókbindari.
Önnur mynd: Vinstra megin eru hjónin Geir Þórðarson og Oddrún Jörgensdóttir. Við langborðið eru Ingvi Magnússon, Ingibjörg Ingadóttir og Bragi Garðarsson.
Þriðja mynd: Ingvi Magnússon, Bragi Garðarsson, Ingibjörg Ingadóttir, prentsmiður, Steinar Ragnarsson, Bragi Guðmundsson, prentsmiður, Fríða Björg Aðalsteinsdóttir, Hallgrímur Pétur Helgason, Logi Knútsson, Ásgeir Ármannsson, bókbindari og Kjartan Kjartansson, bókagerðarmaður.
Borgarprent 1981
Nýtt Land – útgáfa 1. tölublaðs. – Ljósm. EÞS á Vísi – mynd í eigu Óðins Geirssonar.
Helgi Már Arthúrsson er lengst til vinstri, blaðamaður í þann tíð og lengi síðan (lést langt fyrir aldur fram), þá kemur Guðni Kjærbo, sem örugglega hefur útlitshannað og gengið frá blaðinu fyrir prentun, þá Óðinn Geirsson prentsmiðjustjóri og loks formaður og stofnandi Bandalags jafnaðarmanna, hinn litríki Vilmundur Gylfason.
Starfsfólk Hólabókbands árið 1950
Fremsta röð: – F.v. Jakobína Pálmadóttir (1912-1983), Jóhanna Þorleifsdóttir (1914-2002), Dagbjört Jóna Sigurðardóttir (1932) og Ingibjörg Jónasdóttir (1924-2016).
Miðröð: – Ástráður Ingimar Hjartar Björnsson (1923-2018), Stefán Jónsson (1914-2006), Erik Banemann, Hafsteinn Guðmundsson (1912-1999), Arnkell B. Guðmundsson (1924-2005) og Ingimundur Kristinn Jónsson (1912-1987).
Aftasta röð: – Kolbrún Ólafsdóttir, Ragnhildur Sigurðardóttir, óþekkt kona, Bragi Jónsson (1929-1954), Sigurður Ragnar Ingimundarson (1924-2003), Adam Jóhannsson (1927-1995), Halldór Helgason (1927-2004), Sigrún Helgadóttir, (Guðrún Katrín) Jónína Ólafsdóttir (1926-2010 og óþekktur sendill.
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherrra, heimsótti Prentsögusetur – Gömlu prentsmiðjuna í dag. Móðir Lilju, Guðný Kristjánsdóttir, var einnig með í för en hún er prentsmiður. Að auki voru með í för Gísli Hauksson og Rúnar Leifsson. Við þökkum þeim öllum fyrir ánægjulega heimsókn og þann áhuga sem þau sýna okkur.
Aðalfundur Prentsöguseturs var haldinn 4. júní sl., eftir ítrekaðar frestanir vegna covid-19 vírussins. Fundurinn var haldinn í Húsi félaganna við Stórhöfða.
Á fundinum var gerð grein fyrir starfi síðasta árs, sem var talsvert mikið, þótt óneitanlega yrði að hægja á ýmsu vegna aðstæðna. Nú er ljóst að þótt fjós og hlaða Skálholtsstaðar yrðu ekki aðsetur safns á vegum Prentsöguseturs, þá er það staðfastur vilji Skálholtsstaðar að setrið verði hluti af ásýnd staðarins til frambúðar. Verið er að breyta svokölluðu Gestahúsi á staðnum og þar er reiknað með Prentsögusetri í tengslum við verðmætt safn gamalla bóka sem þar verður sett upp. Bókasafnið og safn Prentsöguseturs verða samtengd og mynda þannig eina heild.
Einnig voru samþykktar breytingar á lögum félagsins, þar sem t.d. félögum, félagasamtökum og fyrirtækjum er gert kleift að verða félagsmenn með ákveðnum skilyrðum. Einnig var embætti spjaldskrárritara stofnað og Svanur Jóhannesson kjörinn í það. Þá var bætt við lögin bráðabirgðagrein um að Prentsögusetur skuli sjá um rekstur Gömlu prentsmiðjunnar að Laugavegi 29b. Aðalfundur skuli kjósa sex manna framkvæmdastjórn til a sjá um daglegan rekstur, en tekjur Gömlu prentsmiðjunnar skuli ganga til Prentsöguseturs. Hugmyndin er að Gamla prentsmiðjan verði sjálfbær í rekstri en afgangur tekna eftir greiðslu kostnaðar muni ganga til Prentsöguseturs.
Á fundinum viku þeir Heimir Br. Jóhannesson formaður og Svanur Jóhannesson gjaldkeri úr stjórninni, eftir að hafa starfað þar frá upphafi. Nýr formaður var kjörinn Haukur Már Haraldsson, en hann var fyrsti formaður félagsins, en vék til hliðar fyrir tveimur árum vegna anna. Aðrir í stjórn og varastjórn eru, í stafrófsröð, Bjarni Jónsson, Grímur Kolbeinssn, Hjörtur Guðnason, Katrín Jónsdóttir, Tryggvi Þór Agnarsson og Þór Agnarsson.
Í framkvæmdastjórn Gömlu prentsmiðjunnar voru kosin Ágúst Guðjónsson, Baldvin Heimisson, Haukur Már Haraldsson, Heimir Br. Jóhannsson, Katrín Jónsdóttir og Sófus Guðjónsson.
Fyrsti fundur nýrrar stjórnar verður haldinn á miðvikudag í næstu viku.
Gamla prentsmiðjan að Laugavegi 29b
Þegar unnið var að stofnun Prentsöguseturs árið 2015 kom fljótlega í ljós að einn stofnendanna, Heimir Brynjúlfur Jóhannsson, hafði hug á að láta prentsmiðju sína renna til félagsins. Heimir hafði rekið Prentsmiðju Bókamiðstöðvarinnar að Laugavegi 29b ásamt eiginkonu sinni Friðrikku Baldvinsdóttur í um 60 ár. Þar eru mörg gömul tæki, sum yfir 100 ára gömul; lausaletur, prentvélar, brotvél fyrir bókband og alls konar smátæki sem notuð voru við frágang prentgripa. Einnig má geta þess að vinnuborð, leturgeymslur og reiolar eru mjög sennilega frá Viðeyjarprentsmiðju og Leirárgörðum. Þessi prentsmiðja hefur nú verið opnuð sem sýningarstaður fyrir almenning undir nafninu Gamla prentsmiðjan. Formlegur opnunardagur var 21. febrúar 2020, á fimm ára afmælisdegi Prentsöguseturs. Litið er á Gömlu prentsmiðjuna sem vísi að Prentsögusetri. Hún er hluti af setrinu, en stefnt er að því að hún verði sjálfbær í rekstri. Enginn aðgangseyrir verður innheimtur, en tekjur fengnar með sölu bóka og minjagripa, auk þess sem gestum er gefinn kostur á að styðja prentsmiðjuna með tilleggi í sérstakan söfnunarbauk. Slíkur háttur er gjarnan hafður á í söfnum erlendis og reynist almennt vel.
Heimsókn í Prentsögusetur
Iðan fræðslusetur heimsótti Prentsögusetur á dögunum í podcast/þáttaröð sinni Augnablik í iðnaði. Haukur Már Haraldsson í stjórn Prentsöguseturs varð fyrir valinu sem viðmælandi í þetta skiptið og fræðir okkur um Prentsögusetur og hvað það er að vera setjari.
Opnunartímar og aðsetur
Safnið er staðsett að Laugavegi 29b bakatil og er gengið inn í Brynjuportið frá Laugavegi. Opið verður þrjá daga í viku fyrir almenning en einnig má óska eftir leiðsögn fyrir hópa og er hægt að hafa samband á netfang Hauks Más vegna þess.
Stefnt er að opnun safnins á ný í júní 2020 eftir tímabundna lokun þess af völdum samkomubannsins.
Á stjórnarfundi Prentsöguseturs sl. fimmtudag var ákveðið að fresta aðalfundi félagsins enn, nú til laugardagsins 6. júní.
Í gær, föstudaginn 21. febrúar var Gamla prentsmiðjan við Laugaveg formlega opnuð sem safn, vísir að starfsemi Prentsöguseturs. Þennan dag, 21. febrúar, voru liðin fimm ár frá stofnun Prentsöguseturs.
Allnokkrir gestir voru viðstaddir opnunina og voru undirtektir þeirra undantekningarlaust mjög góðar; gestir fundu jafnvel í loftinu gamalkunnan ilm af prentsvertu og pappír. „Maður fær nostalgíukast,“ sagði einn gamall prentari. Og atburðurinn komst í fréttatíma sjónvarps Rúv.
Hér eru nokkrar myndir sem Hjörtur Guðnason tók við opnunina.
Fyrir um það bil mánuði skruppu nokkur úr stjórn Prentsöguseturs austur í Skálholt, skoðuðu aðstæður undir leiðsögn Kristjáns Björnssonar vígslubiskups og ræddum við hann um hugsanlega samvinnu Pss og Skálholtsstaðar. Þær samræður voru sérlega jákvæðar og vingjarnlegar. Í ljós kom mikill áhugi sr. Kristjáns á málefninu og í framhaldi af því skrifaði formaður Prentsöguseturs, Heimir Br. Jóhannsson formleg bréf til Skálholtsfélagsins og vígslubiskupsins. Nú er árangurinn kominn í ljós.
Á lokadegi Skálholthátíðar 21. júlí sl., kynnti sr. Kristján Björnsson vígslubiskup formlega vilja biskupsstóls, Skálholtsstaðar, til samvinnu við Prentsögusetur. Setrið verður með aðstöðu í fjósinu, sem nú er laust til starfsemi eftir að kúabúskapur var lagður þar niður. Þetta eru mjög merk tíðindi og fagnaðarefni fyrir okkur sem unnið höfum að framgangi Prentsöguseturs. Þeir Haukur Már Haraldsson, Svanur Jóhannesson og Þorsteinn Veturliðason mættu til fundarins fyrir hönd stjórnar Prentsöguseturs. Nú er bara að bretta upp ermar og láta drauminn rætast. Fjósið í Skálholti, þar sem Oddur Gottskálksson kúldraðist og þýddi Nýja testamentið á íslensku við ylinn frá kúnum. Hvar ætti Prentsögusetur fremur heima?
Aðalfundur Prentsöguseturs 2019 verður haldinn laugardaginn 4. maí nk. kl. 13.00.
Fundurinn fer fram í matsal á 1. hæð, Stórhöfða 31, Grafarvogsmegin.
Dagskrá samkvæmt félagslögum:
1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
2. Skýrsla stjórnar lögð fram
3. Reikningar lagðir fram til afgreiðslu
4. Lagabreytingar
5. Ákvörðun félagsgjalds
6. Kosning formanns
7. Kosning fjögurra annarra stjórnarmanna og tveggja til vara
8. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga
9. Önnur mál
* Guðmundur Oddur Guðmundsson, GODDUR, heldur erindi og myndasýningu um Sigmund Guðmundsson prentlistamann, en nú er yfirstandandi sýning á prentgripum hans í Þjóðarbókhlöðunni í Reykjavík.
Athygli er vakin á eftirfarandi lið 8. greinar laga Prentsöguseturs:
„Tillögur um lagabreytingar skulu hafa borist til stjórnar eigi síðar en viku fyrir aðalfund.“
F.h. stjórnar Prentsöguseturs.
Heimir Br. Jóhannsson, formaður
Velkomin á Prentsögusetur
Prentsögusetri er ætlað er að gera skil á þróun í setningu, skeytingu, prentun og bókbandi, þ.e.a.s. prentverki og bókagerð allt frá stofnun prentsmiðjunnar á Hólum í Hjaltadal fyrir miðja sextándu öld fram til dagsins í dag. Skrásetja, safna og varðveita; muni, minjar og sögu á allan hátt sem hægt er á hverjum tíma.
Samstarfsaðilar:
