Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherrra, heimsótti Prentsögusetur – Gömlu prentsmiðjuna í dag. Móðir Lilju, Guðný Kristjánsdóttir, var einnig með í för en hún er prentsmiður. Að auki voru með í för Gísli Hauksson og Rúnar Leifsson. Við þökkum þeim öllum fyrir ánægjulega heimsókn og þann áhuga sem þau sýna okkur.
Aðalfundur Prentsöguseturs var haldinn 4. júní sl., eftir ítrekaðar frestanir vegna covid-19 vírussins. Fundurinn var haldinn í Húsi félaganna við Stórhöfða.
Á fundinum var gerð grein fyrir starfi síðasta árs, sem var talsvert mikið, þótt óneitanlega yrði að hægja á ýmsu vegna aðstæðna. Nú er ljóst að þótt fjós og hlaða Skálholtsstaðar yrðu ekki aðsetur safns á vegum Prentsöguseturs, þá er það staðfastur vilji Skálholtsstaðar að setrið verði hluti af ásýnd staðarins til frambúðar. Verið er að breyta svokölluðu Gestahúsi á staðnum og þar er reiknað með Prentsögusetri í tengslum við verðmætt safn gamalla bóka sem þar verður sett upp. Bókasafnið og safn Prentsöguseturs verða samtengd og mynda þannig eina heild.
Einnig voru samþykktar breytingar á lögum félagsins, þar sem t.d. félögum, félagasamtökum og fyrirtækjum er gert kleift að verða félagsmenn með ákveðnum skilyrðum. Einnig var embætti spjaldskrárritara stofnað og Svanur Jóhannesson kjörinn í það. Þá var bætt við lögin bráðabirgðagrein um að Prentsögusetur skuli sjá um rekstur Gömlu prentsmiðjunnar að Laugavegi 29b. Aðalfundur skuli kjósa sex manna framkvæmdastjórn til a sjá um daglegan rekstur, en tekjur Gömlu prentsmiðjunnar skuli ganga til Prentsöguseturs. Hugmyndin er að Gamla prentsmiðjan verði sjálfbær í rekstri en afgangur tekna eftir greiðslu kostnaðar muni ganga til Prentsöguseturs.
Á fundinum viku þeir Heimir Br. Jóhannesson formaður og Svanur Jóhannesson gjaldkeri úr stjórninni, eftir að hafa starfað þar frá upphafi. Nýr formaður var kjörinn Haukur Már Haraldsson, en hann var fyrsti formaður félagsins, en vék til hliðar fyrir tveimur árum vegna anna. Aðrir í stjórn og varastjórn eru, í stafrófsröð, Bjarni Jónsson, Grímur Kolbeinssn, Hjörtur Guðnason, Katrín Jónsdóttir, Tryggvi Þór Agnarsson og Þór Agnarsson.
Í framkvæmdastjórn Gömlu prentsmiðjunnar voru kosin Ágúst Guðjónsson, Baldvin Heimisson, Haukur Már Haraldsson, Heimir Br. Jóhannsson, Katrín Jónsdóttir og Sófus Guðjónsson.
Fyrsti fundur nýrrar stjórnar verður haldinn á miðvikudag í næstu viku.
Gamla prentsmiðjan að Laugavegi 29b
Þegar unnið var að stofnun Prentsöguseturs árið 2015 kom fljótlega í ljós að einn stofnendanna, Heimir Brynjúlfur Jóhannsson, hafði hug á að láta prentsmiðju sína renna til félagsins. Heimir hafði rekið Prentsmiðju Bókamiðstöðvarinnar að Laugavegi 29b ásamt eiginkonu sinni Friðrikku Baldvinsdóttur í um 60 ár. Þar eru mörg gömul tæki, sum yfir 100 ára gömul; lausaletur, prentvélar, brotvél fyrir bókband og alls konar smátæki sem notuð voru við frágang prentgripa. Einnig má geta þess að vinnuborð, leturgeymslur og reiolar eru mjög sennilega frá Viðeyjarprentsmiðju og Leirárgörðum. Þessi prentsmiðja hefur nú verið opnuð sem sýningarstaður fyrir almenning undir nafninu Gamla prentsmiðjan. Formlegur opnunardagur var 21. febrúar 2020, á fimm ára afmælisdegi Prentsöguseturs. Litið er á Gömlu prentsmiðjuna sem vísi að Prentsögusetri. Hún er hluti af setrinu, en stefnt er að því að hún verði sjálfbær í rekstri. Enginn aðgangseyrir verður innheimtur, en tekjur fengnar með sölu bóka og minjagripa, auk þess sem gestum er gefinn kostur á að styðja prentsmiðjuna með tilleggi í sérstakan söfnunarbauk. Slíkur háttur er gjarnan hafður á í söfnum erlendis og reynist almennt vel.
Heimsókn í Prentsögusetur
Iðan fræðslusetur heimsótti Prentsögusetur á dögunum í podcast/þáttaröð sinni Augnablik í iðnaði. Haukur Már Haraldsson í stjórn Prentsöguseturs varð fyrir valinu sem viðmælandi í þetta skiptið og fræðir okkur um Prentsögusetur og hvað það er að vera setjari.
Opnunartímar og aðsetur
Safnið er staðsett að Laugavegi 29b bakatil og er gengið inn í Brynjuportið frá Laugavegi. Opið verður þrjá daga í viku fyrir almenning en einnig má óska eftir leiðsögn fyrir hópa og er hægt að hafa samband á netfang Hauks Más vegna þess.
Stefnt er að opnun safnins á ný í júní 2020 eftir tímabundna lokun þess af völdum samkomubannsins.
Á stjórnarfundi Prentsöguseturs sl. fimmtudag var ákveðið að fresta aðalfundi félagsins enn, nú til laugardagsins 6. júní.
Í gær, föstudaginn 21. febrúar var Gamla prentsmiðjan við Laugaveg formlega opnuð sem safn, vísir að starfsemi Prentsöguseturs. Þennan dag, 21. febrúar, voru liðin fimm ár frá stofnun Prentsöguseturs.
Allnokkrir gestir voru viðstaddir opnunina og voru undirtektir þeirra undantekningarlaust mjög góðar; gestir fundu jafnvel í loftinu gamalkunnan ilm af prentsvertu og pappír. „Maður fær nostalgíukast,“ sagði einn gamall prentari. Og atburðurinn komst í fréttatíma sjónvarps Rúv.
Hér eru nokkrar myndir sem Hjörtur Guðnason tók við opnunina.
Fyrir um það bil mánuði skruppu nokkur úr stjórn Prentsöguseturs austur í Skálholt, skoðuðu aðstæður undir leiðsögn Kristjáns Björnssonar vígslubiskups og ræddum við hann um hugsanlega samvinnu Pss og Skálholtsstaðar. Þær samræður voru sérlega jákvæðar og vingjarnlegar. Í ljós kom mikill áhugi sr. Kristjáns á málefninu og í framhaldi af því skrifaði formaður Prentsöguseturs, Heimir Br. Jóhannsson formleg bréf til Skálholtsfélagsins og vígslubiskupsins. Nú er árangurinn kominn í ljós.
Á lokadegi Skálholthátíðar 21. júlí sl., kynnti sr. Kristján Björnsson vígslubiskup formlega vilja biskupsstóls, Skálholtsstaðar, til samvinnu við Prentsögusetur. Setrið verður með aðstöðu í fjósinu, sem nú er laust til starfsemi eftir að kúabúskapur var lagður þar niður. Þetta eru mjög merk tíðindi og fagnaðarefni fyrir okkur sem unnið höfum að framgangi Prentsöguseturs. Þeir Haukur Már Haraldsson, Svanur Jóhannesson og Þorsteinn Veturliðason mættu til fundarins fyrir hönd stjórnar Prentsöguseturs. Nú er bara að bretta upp ermar og láta drauminn rætast. Fjósið í Skálholti, þar sem Oddur Gottskálksson kúldraðist og þýddi Nýja testamentið á íslensku við ylinn frá kúnum. Hvar ætti Prentsögusetur fremur heima?
Aðalfundur Prentsöguseturs 2019 verður haldinn laugardaginn 4. maí nk. kl. 13.00.
Fundurinn fer fram í matsal á 1. hæð, Stórhöfða 31, Grafarvogsmegin.
Dagskrá samkvæmt félagslögum:
1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
2. Skýrsla stjórnar lögð fram
3. Reikningar lagðir fram til afgreiðslu
4. Lagabreytingar
5. Ákvörðun félagsgjalds
6. Kosning formanns
7. Kosning fjögurra annarra stjórnarmanna og tveggja til vara
8. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga
9. Önnur mál
* Guðmundur Oddur Guðmundsson, GODDUR, heldur erindi og myndasýningu um Sigmund Guðmundsson prentlistamann, en nú er yfirstandandi sýning á prentgripum hans í Þjóðarbókhlöðunni í Reykjavík.
Athygli er vakin á eftirfarandi lið 8. greinar laga Prentsöguseturs:
„Tillögur um lagabreytingar skulu hafa borist til stjórnar eigi síðar en viku fyrir aðalfund.“
F.h. stjórnar Prentsöguseturs.
Heimir Br. Jóhannsson, formaður
Velkomin á Prentsögusetur
Prentsögusetri er ætlað er að gera skil á þróun í setningu, skeytingu, prentun og bókbandi, þ.e.a.s. prentverki og bókagerð allt frá stofnun prentsmiðjunnar á Hólum í Hjaltadal fyrir miðja sextándu öld fram til dagsins í dag. Skrásetja, safna og varðveita; muni, minjar og sögu á allan hátt sem hægt er á hverjum tíma.
Samstarfsaðilar:
Fundargerðir stjórnar
Fundargerðir 2023
Fundargerðir 2024
Fundargerðir 2022
Fundargerðir 2021
Fundargerðir 2020
Fundargerðir 2019
Fundargerðir 2018
Fundargerðir 2017
Fundargerðir 2015
Aðalfundur Prentsöguseturs 2018 verður haldinn laugardaginn 10. mars nk. kl. 13:00.
Fundurinn fer fram í matsal á 1. hæð, Stórhöfða 31, Grafarvogsmegin.
Dagskrá samkvæmt lögum félagsins:
- Kosning fundarstjóra og fundarritara
- Skýrsla stjórnar lögð fram
- Reikningar lagðir fram til afgreiðslu
- Lagabreytingar
- Ákvörðun félagsgjalds
- Kosning formanns
- Kosning fjögurra annarra stjórnarmanna og tveggja til vara
- Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga
- Önnur mál
Athygli er vakin á eftirfarandi lið 8. greinar laga Prentsöguseturs:
„Tillögur um lagabreytingar skulu hafa borist til stjórnar eigi síðar en viku fyrir aðalfund.“
Fh. stjórnar Prentsöguseturs.
Haukur Már Haraldsson, formaður