,

Gamla prentsmiðjan opnuð almenningi; vísir að Prentsmiðjusetri

Í gær, föstudaginn 21. febrúar var Gamla prentsmiðjan við Laugaveg formlega opnuð sem safn, vísir að starfsemi Prentsöguseturs. Þennan dag, 21. febrúar, voru liðin fimm ár frá stofnun Prentsöguseturs.

Allnokkrir gestir voru viðstaddir opnunina og voru undirtektir þeirra undantekningarlaust mjög góðar; gestir fundu jafnvel í loftinu gamalkunnan ilm af prentsvertu og pappír. „Maður fær nostalgíukast,“ sagði einn gamall prentari. Og atburðurinn komst í fréttatíma sjónvarps Rúv.

Hér eru nokkrar myndir sem Hjörtur Guðnason tók við opnunina.