Í dag var Dagur prentiðnaðarsins. Það var Iðan fræðslusetur sem hélt þennan dag í húsakynnum sínum. Prentsögusetur greip tækifærið til að kynna sig og markmið sín. M.a. vorum við með lítinn handrokk og prentaðar voru inntökubeiðnir fyrir setrið. Einnig kynntum við í fyrsta sinn „gardínu“ þar sem markmið Prentsöguseturs eru kynnt.