Í tilefni Dags íslensks prentiðnaðar hjá Iðunni þann 5. febrúar sl. var kynningarbæklingur útbúinn, til að gera grein fyrir því sem verið hefur á dagskrá stjórnar Prentsöguseturs síðasta árið.
Þau merkisskref voru stigin þriðjudaginn 24. maí sl. að fyrstu tækin voru flutt í geymsluhúsnæði á Eyrarbakka. Þar með höfðum við loksins tekið formlega við nokkrum þeirra tækja sem Prentsögusetri höfðu verið gefin. Við höfum þurft að telja eigendur gamalla tækja á að hinkra aðeins með að henda þeim…
Fyrsti aðalfundur Prentsöguseturs var haldinn laugardaginn 19. mars. Auk venjulegra aðalfundarstarfa ræddi Páll Baldvin Baldvinsson við fundarmenn um kynni sín af bókagerðarmönnum. Hann er sonur Baldvins Halldórsonar leikara og setjara og kynntist því faginu frá barnæsku. Í ljós kom reyndar að hann hafði ekkert nema gott um fagmenn í bókiðngreinum að segja…
Í dag var Dagur prentiðnaðarsins. Það var Iðan fræðslusetur sem hélt þennan dag í húsakynnum sínum. Prentsögusetur greip tækifærið til að kynna sig og markmið sín. M.a. vorum við með lítinn handrokk og prentaðar voru inntökubeiðnir fyrir setrið. Einnig kynntum við í fyrsta sinn „gardínu“ þar sem markmið Prentsöguseturs eru kynnt.