Í tilefni Dags íslensks prentiðnaðar hjá Iðunni þann 5. febrúar sl. var kynningarbæklingur útbúinn, til að gera grein fyrir því sem verið hefur á dagskrá stjórnar Prentsöguseturs síðasta árið.
Önnur prentminja- og prentsögusetur
Söfn, stofnanir, félög og aðilar innan AEPM — Samtaka prentsögusafna í Evrópu
Belgía
Bretland
Danmörk
Frakkland
Lúxemburg
Niðurlönd
Noregur
Spánn
Sviss
Svíþjóð
Þýskaland
Sendu til okkar skilaboð eða ábendingu
Hjálpaðu okkur að byggja upp menningarsögulegt safn
Greiddu með því að millifæra inn á bankareikning Prentsöguseturs
Vinsamlegast skráðu nafn þitt sem tilvísun/skýringu.
Banki: 0314
Höfuðbók: 13
Reikningnúmer: 110087
Kennitala: 5905152800
Smelltu í þinn heimabanka hér að ofan sem opnast þá í nýjum flipa eða glugga.
Hjálpaðu okkur að byggja upp menningarsögulegt safn
Hjálpaðu okkur að byggja upp menningarsögulegt safn
Taktu þátt í mótun Prentsöguseturs!
Árgjald félaga er kr. 4.000*
Prentsögusetur er opið hverjum þeim sem áhuga hafa á sögu prentiðnaðar og bókagerðar á Íslandi. Við greiðslu árgjalds hlýtur þú fulla aðild, atkvæðisrétt á fundum, kjörgengi og rétt til þátttöku í allri starfsemi.
Beint í heimabankann
Fylltu út reitina hér til hliðar og við munum senda kröfu um árgjald Prentsöguseturs í heimabankann þinn.
* Félagsgjald er að lágmarki 4000 kr. en opið er fyrir hærri framlög og margir kjósa að greiða 5000 eða 6000 kr.
Lög Prentsöguseturs
1. gr. Nafn
Félagið heitir Prentsögusetur
2. gr. Heimili
Heimili félagsins og varnarþing er í Reykjavík.
3. gr. Tilgangur
Tilgangur félagsins er að stuðla að söfnun, skráningu og varðveislu minja sem tengjast prentsmiðjurekstri á Íslandi frá upphafi, með megináherslu á þróun tækjabúnaðar, efnisnotkunar og vinnubragða. Einnig að stuðla að rannsóknum, sýningum og kynningum á því sem setrið hefur yfir að ráða þessu tengt og því rannsóknarstarfi sem fram fer hverju sinni.
4. gr. Markmið
Tilgangi sínum hyggst félagið ná með öflun heimilda, ritaðra eða munnlegra, tækja og verkfæra, myndefnis og annars sem tengist prentiðnaði á Íslandi og tök eru á að nálgast. Setrið skal sjá um skráningu og varðveislu, annað hvort sjálft eða með sérstökum samningum við önnur söfn, setur eða varðveislustofnanir.
5. gr. Félagsaðild, réttindi
Félagsaðild. Prentsögusetur er opið hverjum þeim sem áhuga hafa ásögu prentiðnaðar og bókagerðar á Íslandi. Við inngöngu skulu nýir félagsmenn greiða árgjald. Atkvæðisrétt á fundum félagsins, kjörgengi og rétt til þátttöku í starfsemi félagsins hafa allir skráðir félagar sem greitt hafa tilskilin félagsgjöld. Fyrirtæki, félög og félagasamtök geta öðlast félagsaðild að Prentsögusetri. Þau eiga rétt á einum atkvæðisbærum fulltrúa á fundum félagsins, að uppfylltum skilyrðum 1. mgr. hér að framan.
6. gr. Félagsgjöld, fjáröflun
Félagsgjöld skulu innheimt árlega. Fjár til rekstrar félagsins má einnig afla með styrkjum, gjöfum og þátttökugjaldi að sýningum. Félagið eða stjórn þess getur ekki skuldbundið félagsmenn fjárhagslega á neinn hátt. Rekstrarafgangi/hagnaði af starfsemi félagsins skal varið til eflingar á starfsemi þess.
7. gr. Starfstímabil
Starfstímabil félagsins er almanaksárið.
8. gr. Aðalfundur
Aðalfund skal halda eigi síðar en 1. apríl ár hvert og skal boða til hans með að minnst tveggja vikna fyrirvara með sannanlegum hætti. Aðalfundur er löglegur, sé rétt til hans boðað, svo sem með tölvupósti og tilkynningu á vefsíðu félagsins. Á aðalfundi skal stjórnin gefa skýrslu um starf liðins árs. Aðeins skuldlausir félagsmenn hafa atkvæðisrétt á aðalfundi. Einfaldur meirihluti atkvæðisbærra fundarmanna ræður úrslitum mála.
Atkvæði á aðalfundi skal greiða með handauppréttingu nema einn eða fleiri félagar æski leynilegrar atkvæðagreiðslu. Tillögur um lagabreytingar skulu hafa borist til stjórnar eigi síðar en viku fyrir aðalfund. Þær öðlast gildi ef þær eru samþykktar með 2/3 greiddra atkvæða. Auðir og ógildir seðlar teljast ekki með. Dagskrá aðalfundar skal vera sem hér segir:
- Kosning fundarstjóra og fundarritara
- Skýrsla stjórnar lögð fram
- Reikningar lagðir fram til samþykktar
- Lagabreytingar
- Ákvörðun félagsgjalds
- Kosning formanns
- Kosning fjögurra annarra stjórnarmanna og tveggja til vara
- Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga
- Önnur mál
9. gr. Stjórn
Stjórn félagsins skal skipuð sjö félagsmönnum, formanni,varaformanni, ritara og gjaldkera,einum meðstjórnanda, auk tveggja einstaklinga í varastjórn, kjörnum á aðalfundi til eins árs í senn. Formaður er kjörinn sérstaklega á aðalfundi, en stjórnarmenn skipta að öðru leyti með sér verkum. Stjórn félagsins fer með málefni félagsins milli aðalfunda. Formaður boðar til funda. Falli atkvæði jafnt innan stjórnar félagsins, ræður atkvæði formanns. Stjórnarfundir eru lögmætir ef meirihluti stjórnar sækir fund. Firmaritun er í höndum meirihluta stjórnar. Formaður hefur á hendi framkvæmdastjórn félagsins ef ekki er ráðinn sérstakur aðili til þeirra starfa. Skoðunarmenn reikninga fara í gegnum fylgiskjöl reikninga fyrir liðið ár og ganga úr skugga um að þau séu rétt og til staðar.
10. gr. Félagsfundir
Almennan félagsfund sem er ekki aðalfundur skal halda þegar stjórnin sér ástæðu til eða ef minnst 10 félagsmenn óska þess með skriflegri áskorun til stjórnar.
11. gr. Lán, veðsetningar
Óheimilt er að taka lán og/eða veðsetja eignir félagsins nema með samþykki tveggja þriðjuhluta atkvæðisbærra félagsmanna á félagsfundi. Óheimilt er að félagsmenn gangi í fjárhagslega ábyrgð fyrir félagið.
12. gr. Félagsslit
Ákvörðun um slit félagsins skal taka á aðalfundi með einföldum meirihluta atkvæða og renna eignir þess til sambærilegrar stofnunar.
Samþykkt á aðalfundi 23. mars 2023.
Lög Prentsöguseturs
Stjórn Prentsöguseturs 2024–2025
Díana Hrönn Sigurfinnsdóttir
Aðalfundur Prentsöguseturs var síðast haldinn 7. mars 2024 þar sem ný stjórn félagsins var kjörin. Jón Trausti Harðarson var kjörinn formaður og í stjórn voru þessi kosin: Ágúst Guðjónsson, Díana Hrönn Sigurfinnsdóttir, Katrín Jónsdóttir, Lilja Rut Benediktsdóttir, Tryggvi Þór Agnarsson og Ævar Rafn Kjartansson.
Safnið á Eyrarbakka
Safnið á Eyrarbakka
Þriðjudaginn 18. nóvember 2014 komu nokkrir áhugamenn um sögu og þróun prentverks á Íslandi saman í húsnæði Jóhanns Jónssonar við Eyrargötu og Búðarstíg á Eyrarbakka. Húsnæði þetta er um 3000 fermetrar að flatarmáli, að mestu á einni hæð og hýsti áður frystihúsið á staðnum en hefur verið nýtt sem geymsla síðustu ár. Hugmyndir Jóhanns um rekstur í húsnæðinu rúma meðal annars þá hugmynd að Prentsögusetur yrði þar í 400 fm plássi í tengslum við aðra starfsemi, svo sem veitinga- og gistiheimili og verkefnið Bókabæirnir austan fjalls, sem sveitarfélögin Árborg, Ölfus og Hveragerði eru aðilar að.
Þannig yrðu á staðnum kaffihús tengt prentun og bókum og einnig munir fyrir ferðamenn. Þá er vert að geta þess að Eyrarbakki tengist prentsögu landsins, þar sem prentsmiðja var stofnuð þar 1910 og þar voru prentuð bæði tímarit, blöð og bækur.
Hluti húsnæðisins mun verða tilbúinn til notkunar í apríl 2015, en Jóhann gerir ráð fyrir að öllum framkvæmdum verði lokið og húsið komið í rekstur eftir þrjú ár. Menn voru sammála um að safnið yrði að vera sjálfbært, þar sem ljóst væri að erfitt verði að fá fjárstyrki til langvarandi rekstrar þótt ýmsir aðilar myndu efalaust taka þátt í þeim kostnaði sem óhjákvæmilega legðist til við undirbúning, s.s. við flutning tækja í setrið. Þar voru nefnd til sögunnar samtök á borð við FBM, samtök bókaútgefenda, Iðnaðarráðuneytið, Samtök iðnaðarins, o.fl.
Safnsvæðið í gamla frystihúsinu við Eyrargötu á Eyrarbakka
Hugmyndir Jóhanns um rekstur í húsnæðinu rúma meðal annars þá hugmynd að Prentsögusetur yrði þar í 400 fm plássi í tengslum við aðra starfsemi.
Velkomin á Prentsögusetur
Prentsögusetri er ætlað er að gera skil á þróun í setningu, skeytingu, prentun og bókbandi, þ.e.a.s. prentverki og bókagerð allt frá stofnun prentsmiðjunnar á Hólum í Hjaltadal fyrir miðja sextándu öld til dagsins í dag. Húsnæði hefur fengist fyrir setrið í gamla frystihúsinu á Eyrarbakka, en þar er í gangi uppbygging fyrir fjölbreytta starfsemi.