Entries by prentsaga

,

Aðalfundur Prentsöguseturs 2023

AÐALFUNDUR PRENTSÖGUSETURS árið 2023 verður haldinn í Húsi fagfélaganna Stórhöfða 31, Reykjavík, Grafarvogsmegin, fimmtudaginn 23. mars nk. kl. 16.30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf skv. 8. grein laga félagsins. Athygli er vakin á að tillögur um lagabreytingar þurfa að hafa borist stjórn félagsins í síðasta lagi viku fyrir aðalfund. Félagsmenn eru hvattir til að fjölmenna á fundinn. […]

,

Mennta- og menningarmálaráðherra í heimsókn

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherrra, heimsótti Prentsögusetur – Gömlu prentsmiðjuna í dag. Móðir Lilju, Guðný Kristjánsdóttir, var einnig með í för en hún er prentsmiður. Að auki voru með í för Gísli Hauksson og Rúnar Leifsson. Við þökkum þeim öllum fyrir ánægjulega heimsókn og þann áhuga sem þau sýna okkur.

Heimsókn í Prentsögusetur

Iðan fræðslusetur heimsótti Prentsögusetur á dögunum í podcast/þáttaröð sinni Augnablik í iðnaði. Haukur Már Haraldsson í stjórn Prentsöguseturs varð fyrir valinu sem viðmælandi í þetta skiptið og fræðir okkur um Prentsögusetur og hvað það er að vera setjari.

Aðalfundur 2019

Aðalfundur Prentsöguseturs var haldinn síðastliðinn laugardag. Formaður sagði frá framkvæmdum um fyrirhugaða sýningu á Laugavegi 29 og las upp yfirlit yfr helstu vélar og tæki sem þar eru og er verið að koma fyrir. Ennfremur hafa safninu borist margar góðar gjafir.