Aðalfundur 2019

Aðalfundur Prentsöguseturs var haldinn síðastliðinn laugardag. Formaður sagði frá framkvæmdum um fyrirhugaða sýningu á Laugavegi 29 og las upp yfirlit yfr helstu vélar og tæki sem þar eru og er verið að koma fyrir. Ennfremur hafa safninu borist margar góðar gjafir. Fjárhagsleg staða félagsins er góð og voru reikningar samþykktir samhljóða. Einnig smávægilegar lagabreytingar. Félagsgjöld verða óbreytt eða kr. 3000. Formaðurinn. Heimir Br. Jóhannsson, var endurkosinn og í stjórn voru þessi kosin: Svanur Jóhannesson, Sófus Guðjónsson, Katrín Jónsdóttir, Haukur Már Haraldsson, Hjörtur Guðnason og Þorsteinn Veturliðason.