,

Aðalfundur 2019

Aðalfundur Prentsöguseturs 2019 verður haldinn laugardaginn 4. maí nk. kl. 13.00.
Fundurinn fer fram í matsal á 1. hæð, Stórhöfða 31, Grafarvogsmegin.

Dagskrá samkvæmt félagslögum:

1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
2. Skýrsla stjórnar lögð fram
3. Reikningar lagðir fram til afgreiðslu
4. Lagabreytingar
5. Ákvörðun félagsgjalds
6. Kosning formanns
7. Kosning fjögurra annarra stjórnarmanna og tveggja til vara
8. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga
9. Önnur mál

* Guðmundur Oddur Guðmundsson, GODDUR, heldur erindi og myndasýningu um Sigmund Guðmundsson prentlistamann, en nú er yfirstandandi sýning á prentgripum hans í Þjóðarbókhlöðunni í Reykjavík.

Athygli er vakin á eftirfarandi lið 8. greinar laga Prentsöguseturs:
„Tillögur um lagabreytingar skulu hafa borist til stjórnar eigi síðar en viku fyrir aðalfund.“

F.h. stjórnar Prentsöguseturs.

Heimir Br. Jóhannsson, formaður