Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherrra, heimsótti Prentsögusetur – Gömlu prentsmiðjuna í dag. Móðir Lilju, Guðný Kristjánsdóttir, var einnig með í för en hún er prentsmiður. Að auki voru með í för Gísli Hauksson og Rúnar Leifsson. Við þökkum þeim öllum fyrir ánægjulega heimsókn og þann áhuga sem þau sýna okkur.
Þessi fyrstu tæki eru ljóssetningarvélar, bókapressur, falshöggvél, prófarkapressa og heftivélar. Auk smávalsa, leturhaka og fylgihluta. Framundan er að taka við fleiri gömlum tækjum; Intertype setjaravél bíður okkar, sem og gyllingarvél, brotvél og prentvélar.
Við í stjórn Prentsöguseturs erum vitaskuld himinlifandi, erum búin að bíða eftir þessu í liðlega ár, pirrast smávegis stundum þegar málin hafa virst ætla að stranda. En nú er þeim tíma væntanlega lokið. Þeir sem hafa í fórum sínum eða vita um öldruð tæki til bókagerðar, hvort sem er fyrir setningu, umbrot, skeytingu, ljósmyndum, prentmótagerð, prentun eða bókband, mega gjarnan setja sig í samband við okkur í stjórn Prentsöguseturs.
Í dag var Dagur prentiðnaðarsins. Það var Iðan fræðslusetur sem hélt þennan dag í húsakynnum sínum. Prentsögusetur greip tækifærið til að kynna sig og markmið sín. M.a. vorum við með lítinn handrokk og prentaðar voru inntökubeiðnir fyrir setrið. Einnig kynntum við í fyrsta sinn „gardínu“ þar sem markmið Prentsöguseturs eru kynnt.