20. maí sl. komu nemendur Waldorfskólans Sólstafir í heimsókn í Gömlu prentsmiðjuna. Hressir og kátir krakkar sem höfðu verið í lestrarátaki í skólanum og vildu fræðast frekar um það, hvernig bók verður til. Þau fengu smá fyrirlestur um sögu prentunar og tilurð Gömlu prentsmiðjunnar og Prentsöguseturs Heimir Br. Jóhannsson formaður Prentsöguseturs og Hjörtur Guðnason stjórnarmaður tóku á móti krökkunum og fræddu þau. Þetta var skemmtileg heimsókn sem við þökkum kærlega fyrir.