Kæru félagar í Prentsögusetri. Stjórn setursins sendir ykkur sínar bestu jóla- og nýársóskir.
Á aðalfundi Prentsöguseturs 19. mars á síðasta ári var kosin fimm manna stjórn Prentsöguseturs og tveir í varastjórn. Haukur Már Haraldsson var kosinn formaður í sérstakri kosningu, Heimir Jóhannsson varaformaður, Þóra Elfa Björnsson ritari, Svanur Jóhannesson gjaldkeri og…
Aðalfundur Prentsöguseturs var haldinn 18. mars sl. í matsal Grafíu að Stórhöfða 31. Á dagskránni voru lögbundin aðalfundarstörf, skýrsla stjórnar, reikningar félagsins, lagabreytingar, kosning stjórnar og tveggja skoðunarmanna reikninga.
Í tilefni Dags íslensks prentiðnaðar hjá Iðunni þann 5. febrúar sl. var kynningarbæklingur útbúinn, til að gera grein fyrir því sem verið hefur á dagskrá stjórnar Prentsöguseturs síðasta árið.
Þau merkisskref voru stigin þriðjudaginn 24. maí sl. að fyrstu tækin voru flutt í geymsluhúsnæði á Eyrarbakka. Þar með höfðum við loksins tekið formlega við nokkrum þeirra tækja sem Prentsögusetri höfðu verið gefin. Við höfum þurft að telja eigendur gamalla tækja á að hinkra aðeins með að henda þeim…