Prentsögusetur
  • Prentsaga Íslendinga
    • Upphaf prentunar á Íslandi
    • Prentsmiðjur í Kaupmannahöfn
    • Prentsmiðjur á Íslandi frá 19. til 21. aldar
  • Fréttir
    • Fréttir
    • Fréttabréf og útgáfa
  • Greinar
    • Ég hafði aldrei áður komið inn í prentsmiðju
    • Fór nokkra hringi til að safna þessu saman
    • Fullveldið og prentiðnin
    • Prentsmiðja Kaþólsku kirkjunnar
  • Myndir & Myndskeið
    • Myndasafn
    • Myndskeið
  • Prentsögusetur
    • Senda inn efni
    • Styrkir
    • Félagsaðild
    • Safnið á Laugavegi
    • Safnið á Eyrarbakka
    • Stjórn Prentsöguseturs
    • Lög Prentsöguseturs
    • Fundargerðir stjórnar
    • Önnur prentminja- og prentsögusetur
  • Valmynd Valmynd
Prentsmiðjusaga 1900–2000

Hafnarprent 1970–1978

  • Upphaf prentunar á Íslandi
  • Prentsmiðjur í Kaupmannahöfn
  • Prentsmiðjur á Íslandi frá 19. til 21. aldar
Guðbjartur Á. Jónsson.

Guðbjartur Á. Jónsson.

Þorsteinn Björnsson.

Þorsteinn Björnsson.

Hafnarprent

Hafnarfirði 1970-1978


Prentararnir Guðbjartur Á. Jónsson (1944–2002) og Þorsteinn Björnsson (1945–2011) stofnuðu prentsmiðjuna Hafnarprent í mars 1970. Sama ár eignaðist prentsmiðjan offsetprentvél og var þá til húsa í Rafhahúsinu í Hafnarfirði en flutti seinna að Dalshrauni 3.
Þorsteinn starfaði í Hafnarprenti þar til í ágúst árið 1972, en fór þá í Prentsmiðjuna Skuggsjá.

Þá starfaði þar með Guðbjarti um tíma í Hafnarprenti Jóhann Guðmundsson (1944–2002) offsetprentari. Hafnarprent flutti síðar á Reykjavíkurveg og sameinaðist fyrirtækinu Prisma sem keypti prentsmiðjuna 1978 og var öll starfsemi beggja fyrirtækjanna flutt þangað á fjórðu hæð.

  • Share on Facebook
  • Share on Twitter
  • Share on WhatsApp
  • Share on Pinterest

10. nóvember 2015/Höfundur: prentsaga
https://prentsogusetur.is/wp-content/uploads/2016/03/logo-top-normal.png 0 0 prentsaga https://prentsogusetur.is/wp-content/uploads/2016/03/logo-top-normal.png prentsaga2015-11-10 19:12:172023-01-09 20:27:08Hafnarprent 1970–1978
Prentsmiðjusaga 1900–2000

Svansprent 1967–

  • Upphaf prentunar á Íslandi
  • Prentsmiðjur í Kaupmannahöfn
  • Prentsmiðjur á Íslandi frá 19. til 21. aldar
Jón Svan Sigurðsson.

Jón Svan Sigurðsson.

Svansprent

Reykjavík 1967–1973 og Kópavogi 1973–


Prentsmiðjan Svansprent var stofnuð árið 1967. Stofnendur voru hjónin Jón Svan Sigurðsson (1931–2017) og Þuríður Ólafsdóttir (1935–) og hefur fyrirtækið verið í eigu sömu fjölskyldunnar frá upphafi. Jón Svan nam setningu í Prentsmiðjunni Eddu 1947–1951 og fékk meistararéttindi 1955. Hann vann í Eddu til 1959 en gerðist þá prentsmiðjustjóri í Prentsmiðjunni Hilmi og vann þar til 1966.

Fyrstu sex árin var Svansprent til húsa í 100 fm húsnæði í Skeifunni 3 í Reykjavík en árið 1973 var fyrirtækið flutt í eigið húsnæði að Auðbrekku 12 í Kópavogi, þar sem það er ennþá til húsa. Fljótlega eftir flutningana var byggt við það og í dag er starfsemi fyrirtækisins í 2500 fm björtu og rúmgóðu húsnæði. Svansprent hefur stækkað smám saman í gegnum tíðina og hefur nú yfir að ráða fullkomnum tækjakosti fyrir fjölbreytt verk­efni. Lengst af unnu þar um 10 manns en nú eru starfsmenn 36 talsins í fjórum deildum, skrifstofu, undirbúningsdeild, prentun og bókbandi.
Svansprent hlaut vottun norræna umhverfismerkisins Svansins 24. nóvember árið 2010 til staðfestingar á góðum árangri í umhverfismálum.

  • Share on Facebook
  • Share on Twitter
  • Share on WhatsApp
  • Share on Pinterest

10. nóvember 2015/Höfundur: prentsaga
https://prentsogusetur.is/wp-content/uploads/2016/03/logo-top-normal.png 0 0 prentsaga https://prentsogusetur.is/wp-content/uploads/2016/03/logo-top-normal.png prentsaga2015-11-10 19:07:062023-01-12 12:45:39Svansprent 1967–
Prentsmiðjusaga 1900–2000

Grafík 1967–1989 og 1997–2002

  • Upphaf prentunar á Íslandi
  • Prentsmiðjur í Kaupmannahöfn
  • Prentsmiðjur á Íslandi frá 19. til 21. aldar
Eymundur Magnússon.

Eymundur Magnússon.

Trausti Jóhannesson.

Trausti Jóhannesson.

Þór I. Erlingsson.

Þór I. Erlingsson.

Marteinn Þór Viggósson.

Marteinn Þór Viggósson.

Grafík

Reykjavík 1967–1989 og Kópavogi 1997–2002


Prentsmiðjan Grafík var stofnuð í júlí 1967. Stofnendur voru: Eymundur Magnússon (1913–2009) prentmyndasmiður, Trausti Jóhannesson (1938–2018) prentari, Þór I. Erlingsson (1940–) offsetprentari og Marteinn Þór Viggósson (1934–) prentsmiður.

Trausti var prentsmiðjustjóri til 1982 og Eymundur hætti líka það ár. Árið 1989 keypti G. Ben prentstofa Prentsmiðjuna Grafík og var þá hætt að nota nafnið um tíma. G. Ben prentstofa sameinaðist síðan Prentsmiðjunni Eddu 1994 og varð G. Ben- Edda. Prentsmiðjan Oddi keypti það fyrirtæki sama ár, en nafnið Grafík var tekið upp aftur 1997. Grafík tók yfir Skákprent 1998. Árið 2000 keypti Grafík í Kópavogi Offsetþjónustuna í Faxafeni og var Grafík nú rekin á tveimur stöðum. Grafík og Steindórsprent-Gutenberg voru sameinuð undir nafni Gutenberg árið 2002.

  • Share on Facebook
  • Share on Twitter
  • Share on WhatsApp
  • Share on Pinterest

10. nóvember 2015/Höfundur: prentsaga
https://prentsogusetur.is/wp-content/uploads/2016/03/logo-top-normal.png 0 0 prentsaga https://prentsogusetur.is/wp-content/uploads/2016/03/logo-top-normal.png prentsaga2015-11-10 19:04:042023-01-09 20:10:55Grafík 1967–1989 og 1997–2002
Prentsmiðjusaga 1900–2000

Prentstofa G. Benediktssonar 1967–1994

  • Upphaf prentunar á Íslandi
  • Prentsmiðjur í Kaupmannahöfn
  • Prentsmiðjur á Íslandi frá 19. til 21. aldar
Guðmundur J. Benediktsson.

Guðmundur J. Benediktsson.

Sverrir D. Hauksson.

Sverrir D. Hauksson.

Prentstofa G. Benediktssonar

Kópavogi 1967–1994


Guðmundur Jón Benediktsson (1926–2009) prentari og prentsmiðjustjóri stofnaði Prentstofu G. Benediktssonar 1. október árið 1967. Fyrstu árin var fyrirtækið rekið í Bolholti 6, og þá bara í blýsetningu og síðar á pappír. Fyrsta prentvélin var keypt 1978, Heidelberg Sord 1-lita en síðan fjölgaði þeim og í lokin voru þær orðnar fimm talsins. Árið 1983 var fyrirtækið flutt að Nýbýlavegi 30 í Kópavogi, og var þá byggt hús yfir starfsemina. Guðmundur rak fyrirtækið til 1992. Sverrir D. Hauksson var framkvæmdastjóri 1991–1994.

Af helstu verkum sem voru unnin hjá G. Ben. má nefna Biblíuna sem kom út 1981, en hún var sett og brotin um hjá prentsmiðjunni. Þá var Hómilíubók einnig unnin þar. Þegar best lét í bókaútgáfu þá voru prentaðar þar yfir 70 bækur fyrir jólin og fór fjöldi starfsmanna mest í 50 manns. Þetta var árið 1989 eftir kaup prentsmiðjunnar á Grafík og Bókbandsstofunni Arnarfelli. Árið 1994 þurfti prentsmiðjan að selja rekstur sinn inn í Prentsmiðjuna Eddu og voru þær sameinaðar og nefndist fyrirtækið þá G. Ben.-Edda prentstofa. Starfsemin var þá flutt að Smiðjuvegi 3 í Kópavogi þar sem Prentsmiðjan Edda hafði verið til húsa áður.

  • Share on Facebook
  • Share on Twitter
  • Share on WhatsApp
  • Share on Pinterest

10. nóvember 2015/Höfundur: prentsaga
https://prentsogusetur.is/wp-content/uploads/2016/03/logo-top-normal.png 0 0 prentsaga https://prentsogusetur.is/wp-content/uploads/2016/03/logo-top-normal.png prentsaga2015-11-10 18:55:082023-01-11 21:58:26Prentstofa G. Benediktssonar 1967–1994
Prentsmiðjusaga 1900–2000

Prenthús Hafsteins Guðmundssonar 1966–1973

  • Upphaf prentunar á Íslandi
  • Prentsmiðjur í Kaupmannahöfn
  • Prentsmiðjur á Íslandi frá 19. til 21. aldar
Hafsteinn Guðmundsson.

Hafsteinn Guðmundsson.

Prenthús Hafsteins Guðmundssonar

Seltjarnarnesi 1966–1973


Þegar Hafsteinn Guðmundsson (1912–1999) lét af störfum hjá Prentsmiðjunni Hólum árið 1966, stofnaði hann nýja prentsmiðju sem stundum var nefnd Prentsmiðjan Skarð en á bókum frá henni stóð yfirleitt Prenthús Hafsteins Guðmundssonar og var það til húsa að Bygggarði á Seltjarnarnesi. Í merki eða lógói fyrirtækisins eru reyndar bæði nöfnin. Prenthús Hafsteins Guðmundssonar í sporöskjulöguðum hring um dökkan flöt þar sem stendur Skarð og yfir eru þrír fuglar á flugi.

Auk þess að reka prentsmiðjuna mun Hafsteinn Guðmundsson hafa hannað bækur áfram fyrir Mál og menningu, Heimskringlu og önnur forlög á þessum árum.

Þá var hann líka með Bókaútgáfuna Þjóðsögu svo verkefnin voru næg fyrir prentsmiðjuna. En árið 1973 var Prenthúsið lagt niður og það kom orðsending í dagblöðum frá hlutafélaginu Skarði, sem var undirrituð af Hafsteini, að það hafi selt hlutafélaginu Hólum Prenthús Hafsteins Guðmundssonar. Jafnframt var orðsending frá Prentsmiðjunni Hólum um að þeir hafi keypt Prenthúsið og að starfsemi fyrirtækisins verði fyrst um sinn rekin bæði í Þingholtsstræti 27 og í Bygggarði á Seltjarnarnesi.

  • Share on Facebook
  • Share on Twitter
  • Share on WhatsApp
  • Share on Pinterest


Tilvísanir


10. nóvember 2015/Höfundur: prentsaga
https://prentsogusetur.is/wp-content/uploads/2016/03/logo-top-normal.png 0 0 prentsaga https://prentsogusetur.is/wp-content/uploads/2016/03/logo-top-normal.png prentsaga2015-11-10 18:23:592023-01-10 13:31:25Prenthús Hafsteins Guðmundssonar 1966–1973
Prentsmiðjusaga 1900–2000

Litlaprent 1964–

  • Upphaf prentunar á Íslandi
  • Prentsmiðjur í Kaupmannahöfn
  • Prentsmiðjur á Íslandi frá 19. til 21. aldar
Guðjón E. Long.

Guðjón E. Long.

Georg Guðjónsson.

Georg Guðjónsson.

Litlaprent

Kópavogi 1964–


Guðjón Einarsson Long (1905–2003) stofnaði Litlaprent þann 21. janúar 1964. Prentsmiðjan, sem var með eina trukkprentvél, var staðsett í sumarbústað á Digraneshæð í Kópavogi. Árið 1973 var prentsmiðjan efld og gerð að hlutafélagi og Georg (1947–) prentari, sonur Guðjóns, kom inn í reksturinn og ári seinna var flutt í nýtt húsnæði að Auðbrekku 48 og offsetprentvél keypt.

Enn var flutt í nýtt húsnæði árið 1985 að Nýbýlavegi 26 og vélakostur aukinn. Árið 1999 var síðan keypt húsnæði að Skemmuvegi 4 og fjárfest í nýjum og öflugum tækjum. Bætt við húsnæði og vélum jafnt og þétt og um aldamótin var Litlaprent komið með 1.500 fm húsnæði og státaði af nýjum og fullkomnum tækjakosti. Rekstur og eignarhald hefur alla tíð verið í höndum sömu fjölskyldu. Í dag sér Georg Guðjónsson um reksturinn ásamt sonum sínum tveim, Birgi Má og Helga Val.

Á árunum 2000 til 2007 bættust við fjölmargar nýjar fjöllita prentvélar, fullkominn forvinnslubúnaður, brotvélar, skurðarlína, hefti- og fræsilína. Samfara þessum vélakaupum var keypt 500 fm viðbótarhúsnæði að Skemmuvegi 4. Þannig var Litlaprent rekið til ársins 2012 og segir frá framhaldi á þróun fyrirtækisins aftar undir nafninu Litlaprent-Miðaprent sem hófst það ár.

  • Share on Facebook
  • Share on Twitter
  • Share on WhatsApp
  • Share on Pinterest

10. nóvember 2015/Höfundur: prentsaga
https://prentsogusetur.is/wp-content/uploads/2016/03/logo-top-normal.png 0 0 prentsaga https://prentsogusetur.is/wp-content/uploads/2016/03/logo-top-normal.png prentsaga2015-11-10 18:21:312023-01-10 12:15:52Litlaprent 1964–
Prentsmiðjusaga 1900–2000

Bókamiðstöðin 1964–1995

  • Upphaf prentunar á Íslandi
  • Prentsmiðjur í Kaupmannahöfn
  • Prentsmiðjur á Íslandi frá 19. til 21. aldar
Heimir B. Jóhannsson.

Heimir B. Jóhannsson.

Bókamiðstöðin

Reykjavík 1964–1995


Heimir Brynjúlfur Jóhannsson (1930–) prentari stofnaði bókaútgáfu 1960, sem hann nefndi Bókamiðstöðina og prentsmiðju með sama nafni 1964.
Hann rak prentsmiðjuna til 1995 en var með bókaútgáfuna áfram og litla fornbókasölu sem hann rak í húsnæði prentsmiðjunnar að Laugavegi 29.

  • Share on Facebook
  • Share on Twitter
  • Share on WhatsApp
  • Share on Pinterest

10. nóvember 2015/Höfundur: prentsaga
https://prentsogusetur.is/wp-content/uploads/2016/03/logo-top-normal.png 0 0 prentsaga https://prentsogusetur.is/wp-content/uploads/2016/03/logo-top-normal.png prentsaga2015-11-10 18:15:562023-01-09 20:30:38Bókamiðstöðin 1964–1995
Prentsmiðjusaga 1900–2000

Solnaprent 1963–1998

  • Upphaf prentunar á Íslandi
  • Prentsmiðjur í Kaupmannahöfn
  • Prentsmiðjur á Íslandi frá 19. til 21. aldar
Jakob V. Hafstein.

Jakob V. Hafstein.

Þórður Rafnar Jónsson.

Þórður Rafnar Jónsson.

Trausti Finnbogason.

Trausti Finnbogason.

Hlöðver Oddsson.

Hlöðver Oddsson.

Solnaprent

Reykjavík 1963–1998


Jakob V. Hafstein (1914–1982) stofnaði Solnaprent árið 1963. Fyrirtækið var nefnt eftir gamalli prentvél, sem hafði verksmiðjuheitið Solna og var frá borginni Solna í Svíþjóð.

Prentsmiðjan var til húsa á Kirkjusandi í Laugarnesi. Tveir offsetprentarar, Þórður Rafnar Jónsson (1932–2019) og Trausti Finnbogason (1939–2010) unnu þar frá byrjun en keyptu prentsmiðjuna 1977 og ráku hana saman til ársins 1992.

Þá seldi Þórður sinn hlut Hlöðveri Oddssyni (1943–2017) offsetprentara og ráku þá Hlöðver og Trausti prentsmiðjuna til ársins 1998 þar til þeir seldu húsnæðið og allar vélarnar til Magnúsar Ólafssonar (1946–) prentara í Prentkó.

  • Share on Facebook
  • Share on Twitter
  • Share on WhatsApp
  • Share on Pinterest

10. nóvember 2015/Höfundur: prentsaga
https://prentsogusetur.is/wp-content/uploads/2016/03/logo-top-normal.png 0 0 prentsaga https://prentsogusetur.is/wp-content/uploads/2016/03/logo-top-normal.png prentsaga2015-11-10 18:10:162023-01-12 12:28:59Solnaprent 1963–1998
Prentsmiðjusaga 1900–2000

Hagprent 1963–1995–2004–

  • Upphaf prentunar á Íslandi
  • Prentsmiðjur í Kaupmannahöfn
  • Prentsmiðjur á Íslandi frá 19. til 21. aldar
Sigurður Eyjólfsson.

Sigurður Eyjólfsson.

Eyjólfur Sigurðsson.

Eyjólfur Sigurðsson.

Finnbjörn Hjartarson.

Finnbjörn Hjartarson.

Jóhann Larsen.

Jóhann Larsen.

Jón Áskels Óskarsson.

Jón Áskels Óskarsson.

Hagprent

Hagprent 1963–1995
Hagprent-Ingólfsprent 1995–2004
Litróf-Hagprent 2004–


Hagprent var stofnað 1. október árið 1963 af þeim feðgum, Sigurði Eyjólfssyni (1911–2004) prentara og Eyjólfi Sigurðssyni (1938–) prentara og ráku þeir prentsmiðjuna saman til ársins 1981. Þá keypti Finnbjörn Hjartarson (1937–1994) prentari Hagprent og rak hana til dánardægurs 1994.
Prentsmiðjan Hagprent var þá seld þeim prenturum Jóhanni Larsen og Jóni Áskels Óskarssyni, sem höfðu rekið Ingólfsprent frá 1977, og ráku þeir nú prentsmiðjuna undir nafninu Hagprent-Ingólfsprent frá 1995. Henni var svo skipt upp á milli þeirra og Ingólfsprent rekið sem smáprentsmiðja á nafni Jóns Áskels Óskarssonar.

Hagprent var hins vegar starfrækt áfram af Jóhanni Larsen þar til hann seldi það til Litrófs 2004 og er fyrirtækið rekið undir nafninu Litróf-Hagprent í Vatnagörðum 14 og framkvæmdastjóri er Konráð Ingi Jónsson (1956–) prentsmiður.

  • Share on Facebook
  • Share on Twitter
  • Share on WhatsApp
  • Share on Pinterest

10. nóvember 2015/Höfundur: prentsaga
https://prentsogusetur.is/wp-content/uploads/2016/03/logo-top-normal.png 0 0 prentsaga https://prentsogusetur.is/wp-content/uploads/2016/03/logo-top-normal.png prentsaga2015-11-10 18:01:452023-01-09 20:43:46Hagprent 1963–1995–2004–
Prentsmiðjusaga 1900–2000

Prentsmiðja Árna Valdemarssonar 1961–1994

  • Upphaf prentunar á Íslandi
  • Prentsmiðjur í Kaupmannahöfn
  • Prentsmiðjur á Íslandi frá 19. til 21. aldar
Árni Valdemarsson.

Árni Valdemarsson.

Þorgeir Logi Árnason.

Þorgeir Logi Árnason.

Haraldur Árnason.

Haraldur Árnason.

Prentsmiðja Árna Valdemarssonar

Reykjavík 1961–1994


Árni Kristinn Valdemarsson (1923–1969) lærði prentun í Ísafoldarprentsmiðju 1941–1945. Hann fór þá í framhaldsnám til Kaupmannahafnar og nam við Den Grafiske Højskole 1946. Árni vann síðan í Ísafoldarprentsmiðju sem vélsetjari, en var síðar verkstjóri þar í setjarasal til 1961. Hann stofnaði þá 17. nóvember það ár eigin prentsmiðju í bílskúr á horni Njarðargötu og Laufásvegar. Starfsmenn voru fyrst aðeins tveir, Árni og eiginkona hans Hallfríður Bjarnadóttir (1922–2020). Prentsmiðjan var síðan flutt í Brautarholt 16 og þar var hún rekin um árabil.

Árni lést 1969 en ekkja hans og börn þeirra hjóna störfuðu áfram hjá fyrirtækinu. Þau voru: Þorgeir Logi (1946–1997) prentari, framkvæmdastjóri, Haraldur (1948–) cand graph. og Ingibjörg (1951–2008) bókagerðarmaður og bókari. Prentsmiðjan sameinaðist Steindórsprent-Gutenberg 1994.

  • Share on Facebook
  • Share on Twitter
  • Share on WhatsApp
  • Share on Pinterest

10. nóvember 2015/Höfundur: prentsaga
https://prentsogusetur.is/wp-content/uploads/2016/03/logo-top-normal.png 0 0 prentsaga https://prentsogusetur.is/wp-content/uploads/2016/03/logo-top-normal.png prentsaga2015-11-10 17:50:252023-01-10 18:31:02Prentsmiðja Árna Valdemarssonar 1961–1994
Síða 4 af 14«‹23456›»
  • Gerast félagi
  • Gerast styrktaraðili
  • Stjórn Prentsöguseturs
  • Lög Prentsöguseturs
  • Hafa samband
prentsogusetur@prentsogusetur.is | Allur réttur áskilinn © Prentsögusetur 2016 – 2025
  • Mail
  • Facebook
Scroll to top