Svartlist
Hellu 1996–
Svanur Guðmundsson (1955–) prentari og kona hans Kristjana Ó. Valgeirsdóttir (1964–) stofnuðu prentsmiðjuna Svartlist á Hellu í október 1996. Þau ráku hana fyrst í þröngu leiguhúsnæði en árið 1999 keyptu þau húsið að Þrúðvangi 20 og bjuggu þar á efri hæðinni, en prentsmiðjunni var komið fyrir á þeirri neðri.
Þarna ráku þau hana til ársins 2006, en þá tók við prentsmiðjunni Ágúst Ólafsson (1953–2015) prentari sem rak hana til dd. 2015. Þá tók kona hans Jónína Grímsdóttir (1956–) við rekstri prentsmiðjunnar og hefur rekið hana síðan. Svartlist hefur gefið út auglýsingaritið Búkollu frá því prentsmiðjan var sett á stofn 1996 og er 23. árg. að byrja á þessu ári 2019. Prentsmiðjan hefur líka prentað á þessum árum héraðsritið Goðastein, auk margra annarra góðra prentverka.