Steinholt
Reykjavík 1974–
Baldur Magnús Stefánsson (1928–) prentsetjari stofnaði prentsmiðjuna Steinholt árið 1974 og rak hana til 2003 að Ármúla 42 í Reykjavík. Var þá prentun aflögð en Egill Brynjar Baldursson (1957–) setjari, sonur Baldurs, hélt áfram við setningu og umbrot undir nafni Steinholts, að Melgerði 1 í Reykjavík.
Baldur lærði prentun í Hólum og tók sveinspróf 1950. Hann vann síðan í Eddu til 1966, en fór þá til Kaupmannahafnar og starfaði þar sem vélsetjari í 1 ár. Kom þá heim og vann í Lithoprenti í 1 og ½ ár, en fór síðan að vinna í Prenthúsi Hafsteins Guðmundssonar til 1974 að hann stofnaði sína eigin prentsmiðju, Steinholt.