Steindórsprent
Reykjavík 1934–1992
Steindór S. Gunnarsson (1889–1948) prentari stofnaði Steindórsprent árið 1934 ásamt fleirum, m.a. Kristjáni A. Ágústssyni (1898–1967) og Einari Jónssyni (1899–1965).
Steindór var prentsmiðjustjóri en að honum látnum tók við Hrólfur Benediktsson (1910–1976) prentari. Steindórsprent var fyrst til húsa í Aðalstræti 4, en seinna í Tjarnargötu 4 í Miðbæ Reykjavíkur. Það var síðan flutt í austurhluta borgarinnar og var staðsett við Ármúla þegar það keypti Ríkisprentsmiðjuna Gutenberg 1992. Steindór Hálfdánarson (1945–) prentari var síðasti framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Nafninu var þá breytt í Steindórsprent-Gutenberg.