Kristján Sæmundsson.

Kristján Sæmundsson.

Skálholtsprentsmiðja

Reykjavík 1942–1946

Skálholtsprentsmiðja var stofnuð árið 1942 og var Kristján Sæmundsson (1910–1994) prentari einn af stofnendum hennar og veitti henni forstöðu þar til hún hætti árið 1946. Skálholtsprentsmiðja var fyrst og fremst bókaútgáfufyrirtæki, en Kristján átti sér þann draum að eiga hlut að útgáfu góðra og ódýrra bóka. Það sagði Eiríkur Eiríksson prentari á Akureyri, hálfbróðir hans, um hann í minningargrein.

Þegar Kristján hætti prentsmiðjurekstri 1946 fór hann í söngnám til Stokkhólms, en fór að vinna í Ísafoldarprentsmiðju þegar hann kom til baka og seinna vann hann í Leiftri.