Jóhann Þórir Jónsson.

Jóhann Þórir Jónsson.

Skákprent

Reykjavík 1975–1997

Skákprent var stofnað af Jóhanni Þóri Jónssyni (1941–1999) árið 1975, en hann var mikill áhugamaður um skák. Hann gaf m.a. út tímaritið Skák og ritstýrði því í nær 35 ár, frá árinu 1962–1997. Jóhann Þórir var framkvæmdastjóri Skákprents í nær aldarfjórðung. Hann gaf út fjölda bóka á sinni tíð, en prentsmiðjan rann inn í G. Ben-Eddu um 1997.