Skákprent
Reykjavík 1975–1997
Skákprent var stofnað af Jóhanni Þóri Jónssyni (1941–1999) árið 1975, en hann var mikill áhugamaður um skák. Hann gaf m.a. út tímaritið Skák og ritstýrði því í nær 35 ár, frá árinu 1962–1997. Jóhann Þórir var framkvæmdastjóri Skákprents í nær aldarfjórðung. Hann gaf út fjölda bóka á sinni tíð, en prentsmiðjan rann inn í G. Ben-Eddu um 1997.