Sigurjón Sæmundsson.

Sigurjón Sæmundsson.

Siglufjarðarprentsmiðja

Siglufirði 1917-2005

Prentfélag Siglufjarðar var stofnað í nóvember 1916 og jafnframt var keyptur prentbúnaður frá Kaupmannahöfn og vikublaðinu Fram var hleypt af stokkunum. Ritstjórar vikublaðsins Fram voru þeir Friðbjörn Níelsson (1887-1952) og Hannes Jónasson (1877-1957).
Friðbjörn var einn af þeim sem mótuðu Siglufjörð meðan sveit varð að kaupstað, kaupmaður og var meðal annars bæjargjaldkeri á Siglufirði.
Hannes Jónasson var bæjarskáld og ritstjóri bæjarblaðs. Hann byggði húsið Norðurgötu 9 árið 1912 og opnaði þar bókabúð 1927. Í dag er þar rekið Hús bókanna og er opið fyrir skáld, rithöfunda og aðra listamenn til að dvelja í.
Ýmsir áttu prentsmiðjuna fyrstu árin en Sigurjón Sæmundsson (1912-2005) keypti hana 1935 og starfrækti allt til dánardægurs, ásamt viðamikilli bóka- og tímaritaútgáfu.
Sigurjón var prentari að iðn. Hann var bæjarstjóri á Siglufirði um skeið, söng með Karlakórnum Vísi og átti þátt í að stofna þar tónlistarskóla. Eftir að Sigurjón lést hefur prentsmiðjan verið varðveitt á Siglufirði eins og hún leit út þegar hún hætti. Hefur oft komið til mála að gera hana að safni.

Allur réttur áskilinn © Prentsögusetur 2016 – 2021