Prentsögusetur - skráning safngripa

Mynd:
Heiti og upplýsingar:
Intertype
Flokkur:
Setning
Gerð:
Setjaravél
Framleiðandi:
Intertype Corporation
Framleiðsluár:
Framleiðsluland:
Bandaríkin
Ástand:
Þarfnast viðgerðar
Saga og lýsing:

Baldur M. Stefánsson vélsetjari keypti vélina af Morgunblaðinu líklega 1973. Þetta var leiðaravélin þeirra. Björn í Meitli hélt henni við meðan hans naut við enda var vélin alltaf í toppstandi meðan hún var í eigu Baldurs. Síðustu bækur sem hann setti á vélina voru líklega Frásögur um fornaldarleifar I–II eftir Sveinbjörn Rafnsson 1983. Þegar þeim bókum er flett sést að steypa vélarinnar var mjög góð og letur óslitin. Á myndinni sést einnig leturpúlt Baldurs sem hafði að geyma m.a. ýmis hljóðfræðitákn og aðra fágæta aukastafi og þarna ættu að vera magasín með Times-letri 8, 10 og 12 pt, beint- og skáletur. Fyrirsagnaletur voru til í lausaletri. Baldur gaf Þjóðminjasafni vélina í fullkomnu standi.

Gefin Prentsögusetri af Þjóðminjasafni Íslands.

Staður:
Reykjavík
Síðast í notkun:
Gefandi:
Þjóðminjasafn Íslands
Ljósmyndari:
Haukur Már Haraldsson

Leitaðu í safngrunninum