Prisma
Hafnarfirði 1973–1997
Prentsmiðjan Prisma var stofnuð árið 1973 af prentsmiðunum Baldvini Halldórssyni (1944–) og Ólafi Þorbirni Sverrissyni (1948–) og konum þeirra beggja. Fyrirtækið var staðsett í Hafnarfirði. Þeir félagarnir voru báðir lærðir í offsetgreinum, Ólafur í offsetljósmyndun og Baldvin í offsetmynda- og plötugerð. Prisma keypti Hafnarprent árið 1978 og voru fyrirtækin sameinuð í húsnæði Prisma við Reykjavíkurveg. Árið 1998 sameinuðust Prisma og Prentbær.