Prentstofan Ísrún
Ísafirði 1933–1990
ónas Tómasson (1881–1967) tónskáld keypti Prentsmiðju Vesturlands og Njarðarprentsmiðjuna 1933 og stofnaði Prentstofuna Ísrúnu og var forstjóri hennar til 1948. Magnús Ólafsson (1875–1967) prentari var prentsmiðjustjóri í Ísrúnu 1934–1950. Sigurður Jónsson (1919–2012) prentari, sem hóf þar nám í prentun 1938, tók við af Magnúsi og var prentsmiðjustjóri árin 1950–1986. Í Prentstofunni Ísrúnu var Bárður Guðmundsson (1871–1952) bókbandsmeistari og þar lærði bókband Engilbert Ingvarsson (1927–) bóndi að Tyrðilmýri á Snæfjallaströnd, nú á Hólmavík.