Prentstofa JHG
Reykjavík 1938–1939
Jón Helgi Guðmundsson (1906–1952) prentari stofnaði prentsmiðju 1938 og nefndi hana Prentstofu JHG. Hann starfrækti hana í um það bil eitt ár, en seldi hana þá Guðmundi Kristjánssyni prentara sem stofnaði þá Prentsmiðjuna Rún. Vann Jón síðan nokkra mánuði í Steindórsprenti en gerðist þá ritstjóri Vikunnar og gegndi því starfi til dánardægurs.