Prentsmiðjan Tarsus
Reykjavík og Garðabæ 1993–2006
Forsaga þessarar prentsmiðju er að Magnús Guðjónsson (1935–) prentari hafði rekið prentsmiðjuna Fjarðarprent í Hafnarfirði í 30 ár eða frá árinu 1963 þegar hún fór í þrot.
Vinur hans Stefán Nikulás Ágústsson (1935–2012) hljóp þá undir bagga og stofnaði Tarsus í félagi við Magnús. Var prentsmiðjan fyrst til húsa uppi á Höfða í Reykjavík, en flutti seinna að Garðaflöt 16–18 í Garðabæ. Tarsus var rekin til ársins 2006, en þá var hún seld.