Prentsmiðjan Skuggsjá
Reykjavík 1973–1976
Oliver Steinn Jóhannesson (1920–1985) bóksali og bókaútgefandi stofnaði Prentsmiðjuna Skuggsjá árið 1973 og rak hana á Langholtsvegi í Reykjavík fram til ársins 1976. Þar unnu m.a. prentararnir Jón Áskels Óskarsson (1944–) sem vann þar frá 1973–1976 og Þorsteinn Björnsson (1945–2011) vann þar frá 1973.
Oliver Steinn var við verslunarstörf, m.a. í Bókaverslun Ísafoldar um ellefu ára skeið. Hann hóf síðan mikilvirka bókaútgáfu, Skuggsjá, og stofnaði Bókabúð Olivers Steins í Hafnarfirði þar sem hann byggði stórt hús yfir starfsemina við aðalgötu bæjarins. Þegar Oliver Steinn hætti prentsmiðjurekstri sínum voru prentvélarnar seldar til Víkurprents.