Jakob Kristjánsson.

Jakob Kristjánsson.

Prentsmiðjan Rún

Reykjavík 1914-1917

Hlutafélagið Lögrétta setti upp þessa prentsmiðju og fékk til hennar fyrstu setjaravélina sem kom til landsins, svo og fyrstu hraðpressuna með sjálf–íleggjara. Prentsmiðjustjóri var Jakob Kristjánsson (1887-1964), sem einnig var fyrsti íslenski vélsetjarinn hér á landi. Hann fór 1912 til Danmerkur á lýðháskólann í Askov, en síðan var hann setjari hjá S. L. Møller í Kaupmannahöfn. Hann hóf síðan nám við Linotypeskólann í Lundúnum, til undirbúnings að stofnun Prentsmiðjunnar Rúnar.
Árið 1917 keypti svo Félagsprentsmiðjan Prentsmiðjuna Rún og tók við starfsfólki þess.

Allur réttur áskilinn © Prentsögusetur 2016 – 2021