Jakob Kristjánsson.

Jakob Kristjánsson.

Prentsmiðjan Rún

Reykjavík 1914–1917

Hlutafélagið Lögrétta setti upp þessa prentsmiðju og fékk til hennar fyrstu setjaravélina sem kom til landsins, svo og fyrstu hraðpressuna með sjálfíleggjara. Prentsmiðjustjóri var Jakob Kristjánsson (1887–1964), sem einnig var fyrsti íslenski vélsetjarinn hér á landi. Hann fór 1912 til Danmerkur á lýðháskólann í Askov, en síðan var hann setjari hjá S.L. Møller í Kaupmannahöfn. Hann hóf síðan nám við Linotype-skólann í Lundúnum, til undirbúnings að stofnun Prentsmiðjunnar Rúnar. Árið 1917 keypti svo Félagsprentsmiðjan Prentsmiðjuna Rún og tók við starfsfólki þess.