Prentsmiðjan Klif
Patreksfirði 1990–1993
Prentsmiðjan Klif á Patreksfirði var stofnuð 1990 þegar hjónin Kristján A. Helgason (1953–) prentari og kona hans Jóna S. Marvinsdóttir (1946–) keyptu Fjölritunarstofuna Barð á Patreksfirði af Kolbrúnu Pálsdóttur og Oddi Guðmundssyni. Barð var stofnuð af Rögnvaldi Bjarnasyni 1984, en hann seldi Kolbrúnu og Oddi reksturinn 1986.
Prentsmiðjan Klif var upphaflega prentþjónusta sem var keypt af Sæmundi Ágústssyni í Stensli, með Multilith 1850 stenslagerðarvél, nýjum skurðarhníf úr Borgarfelli og ýmsum öðrum tækjum.
Þá var hún til húsa að Hjöllum 2 á Patreksfirði, en eftir að Kristján og Jóna tóku við var starfsemin rekin í Stúkuhúsinu að Aðalstræti 50. Prentsmiðjan var lögð niður vorið 1993 og tæki og tól seld til Reykjavíkur.