Gunnar Sigurmundsson.

Gunnar Sigurmundsson.

Óskar Ólafsson.

Óskar Ólafsson.

Gísli Hjartarson.

Gísli Hjartarson.

Prentsmiðjan Eyrún

Vestmannaeyjum 1944-

Prentsmiðjan Eyrún var stofnuð, sem hlutafélag, 25. október 1944. Allir stjórnmálaflokkar í Eyjum bundust samtökum um að koma á fót þessari prentsmiðju sem annaðist blaðaprentun þar til eldgosið hófst árið 1973.
Gunnar Sigurmundsson (1908-1991) prentari var prentsmiðjustjóri frá júní 1945. Árið 1948 keypti fyrirtækið Eyjaprentsmiðjuna en fyrrverandi eigandi hennar Ingólfur Guðjónsson (1917-1998) prentari frá Oddsstöðum keypti fyrstu setjaravélina til Eyja haustið 1941. Arnbjörn Kristinsson (1925-) prentsmiðjustjóri í Setbergi var þá við prentnám hjá Ingólfi og segir þetta hafa verið allmerkilega vél og vann Arnbjörn við hana.
Það er líka til bréf í skjölum FBM frá Gunnari Sigurmundssyni til Hallbjarnar Halldórssonar þar sem hann spyr Hallbjörn um vélina, sem var þýsk af „Typograph“ gerð, en Hallbjörn var umboðsmaður fyrir þessa gerð véla. Í eldgosinu 1973 eyðilögðust allar vélar prentsmiðjunnar, tæki og aðrar eignir. Stjórn fyrirtækisins lét samt engan bilbug á sér finna og opnaði aftur prentsmiðju með nýjum og fullkomnum vélum. Gunnar Sigurmundsson var prentsmiðjustjóri til 1977, en þá tók Óskar Ólafsson (1951-) prentsmiður við og var til 1991. Guðmundur Eyjólfsson (1958-) prentsmiður tók þá við og var til 1995, en Gísli Hjartarson (1967-) hefur verið prentsmiðjustjóri síðan.