Prentsmiðja Vestfirðinga
Ísafirði 1901–1919
Prentsmiðja Vestfirðinga starfaði á Ísafirði 1901–1918 og var hún einnig oft nefnd Prentsmiðja „Vestra“, en Vestri var blað sem var gefið út á sömu árum. Ritstjóri var Kristján Hans Jónsson (1875–1913). Hann var prentari og lærði prentun bæði hjá Stefáni Runólfssyni (1863–1936) á Ísafirði og hjá honum í Aldarprentsmiðju Lárusar Halldórssonar (1875–1918) í Reykjavík. Kristján flutti aftur til Ísafjarðar og tók við forstöðu Prentsmiðju Vestfirðinga og um leið ritstjórn Vestra. Hann keypti síðan hvort tveggja, prentsmiðjuna og blaðið 1905, en á næsta ári seldi hann Arngrími Fr. Bjarnasyni helming hennar og áttu þeir hana saman þar til Kristján H. Jónsson lést 1913. Þá keypti Kristján Jónsson frá Garðsstöðum hlut nafna síns og þeir Arngrímur ráku hana saman til 1918, að Arngrímur flutti úr bænum. Kristján keypti þá prentsmiðjuna einn, en seldi hana síðan til Reykjavíkur 1919.