Prentsmiðja Þ. Þ. Clementz
Reykjavík 1915–1917
Þorkell Þorkelsson Clementz (1880–1955) vélfræðingur, sonur Þorkels Þorkelssonar Clementz prentara (1837–1881), keypti prentsmiðju Sveins Oddssonar 1915 og rak hana í Reykjavík til 1917. Hún var þá seld til Vestmannaeyja og var fyrsta prentsmiðjan þar. Þessi prentsmiðja var þá komin mjög til ára sinna, en hún var upphaflega keypt ný til Eskifjarðar af Jóni Ólafssyni 1876 til að prenta blaðið Skuld, en var síðan seld til Seyðisfjarðar 1883.