Prentsmiðja Suðurlands
Selfossi 1957–2006
Það voru prentararnir Haraldur Hafsteinn Pétursson (1933–2014) og Klemenz Guðmundsson (1934–) sem stofnuðu Prentsmiðju Suðurlands 1957. Haraldur Hafsteinn var prentsmiðjustjóri þar frá 1958, en Klemenz fluttist fljótlega til Noregs eftir að hún var stofnuð.
Fyrst var einungis um smáprentun að ræða en seinna var vélakostur aukinn og verkefni bættust við. Munaði þar mest um héraðsblöðin: Suðurland, Þjóðólf og Dagskrána, en einnig var nokkuð um bókaprentun. Árið 2006 keypti Prentmet Prentsmiðju Suðurlands og breyttist þá nafnið í Prentmet Suðurlands.
Prentsmiðjustjóri er Örn Grétarsson (1951–).