Prentsmiðja St. Franciskussystra
Stykkishólmi 1952–2002
Prentsmiðja Kaþólsku kirkjunnar í Stykkishólmi var stundum kennd við nunnurnar í Hólminum. Nunnan sem helst stóð fyrir því að koma upp prentsmiðju í Stykkishólmi hét Renée og var frá Belgíu. Hún var af gamalli prentaraætt og þekkti því vel til í faginu og hafði unnið við það í heimahúsum. Vélarnar sem þær notuðu voru meðalstór Heidelbergpressa og Intertype-setningarvél, en auk þess höfðu þær minni prentvél, skurðarhníf, saumavél og fleira.