Prentsmiðja Jóns Helgasonar
Reykjavík 1960–1973
Jón B. Hjálmarsson (1927–1975) prentari og fleiri keyptu Prentsmiðju Jóns Helgasonar 1960 og ráku hana undir sama nafni og á sama stað í nokkur ár, en fluttu síðan í nýtt húsnæði að Síðumúla 16, þar sem prentsmiðjan var rekin undir sama nafni áfram. Árið 1973 keypti svo Ríkisprentsmiðjan Gutenberg prentsmiðjuna og húsnæðið í Síðumúla 16 og flutti þangað frá sínum gamla stað í Þingholtsstræti 6.