Hallgrímur Benediktsson.

Hallgrímur Benediktsson.

Prentsmiðja Hallgríms Benediktssonar

Reykjavík 1920–1940

Hallgrímur Benediktsson (1879-1940) prentari var einn af stofnendum Gutenbergs-prentsmiðjunnar 1904. Hann keypti Prentsmiðju „Vestra“ á Ísafirði árið 1920 og þar með gömlu Ísafoldarhraðpressuna, flutti hana til Reykjavíkur og setti hana upp í Bergsstaðastræti 19 og starfrækti til dánardægurs.
Þessi prentsmiðja prentaði m.a. Alþýðublaðið í nokkur ár, er hann leigði þeim Guðmundi J. Guðmundssyni (1899-1959) og Tómasi Albertssyni (1896-1955) prentsmiðjuna.
Á seinustu árum prentsmiðjunnar t.d. 1935 og 1936 eru bækur sem voru prentaðar í henni sagðar prentaðar í Prentsmiðjunni á Bergstaðastræti 19.