Prentsmiðja Hafnarfjarðar
Hafnarfirði 1946–2007
Guðmundur Ragnar Jósefsson (1921–1962) prentari stofnaði nýja prentsmiðju í Hafnarfirði, ásamt bókbandi, í nóvember árið 1946. Prentsmiðjan var til húsa í Suðurgötu 18 í Hafnarfirði og var Guðmundur framkvæmdastjóri til dánardægurs 1962. Eftirlifandi kona hans, Steinunn Guðmundsdóttir (1919–2005), tók þá við rekstri fyrirtækisins og seinna dætur þeirra, Ingibjörg Guðmundsdóttir (1946–) bókbindari og Guðrún Guðmundsdóttir (1948–) bókagerðarmaður.
Prentsmiðja Hafnarfjarðar var síðan seld til Prentmets árið 2007.